„Svo vökvuðum við blómin fyrir ykkur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. janúar 2024 18:30 Loftmyndir af hrauninu sem varð tveimur húsum í Grindavík að bráð. Tugir pípara fóru inn í bæinn á síðustu tveimur dögum til að yfirfara pípulagnir en þeir forðuðust yfirlýst hættusvæði. Vísir/Björn Steinbekk Pípararar sem yfirfóru hús í Grindavík létu sér ekki nægja að sinna lögnum heldur vökvuðu þeir líka blómin. Grindvíkingur segir gjörninginn hafa fyllt hjarta sitt af gleði. Félag pípulagningameistara sendi tæplega fimmtíu pípara í fyrradag til Grindavíkur til að koma hita á húsin þar og í gær voru þrjátíu pípara til viðbótar sendir. Hús Klöru Bjarnadóttur, Grindvíkings, var eitt húsanna sem pípararnir yfirfóru en hún greindi frá því á Facebook að þeir hefðu ekki bara sinnt lögnum heldur líka blómum fjölskyldunnar. „Hrós dagsins fá allir pípulagningamenn sem eru að störfum inní Grindavík. Við fengum símtal frá pípara þar sem hann nefndi allt sem var gert heima... þeir yfirfóru ofnakerfið, lokuðu fyrir og tóku þrýstinginn af neysluvatninu og settu svo frostlög í klósettið. Ójá, svo vökvuðu þeir öll blómin okkar. Hugulsemin er einstök,“ skrifar hún í færslunni. Vísir hafði samband við Klöru til að forvitnast frekar út í þennan skemmtilega gjörning. Mikil gleði í hjartað Eins og margir aðrir Grindvíkingar fór Klara með lyklana að húsi sínu í Tollhúsið í fyrradag til að pípararnir kæmust inn. Þau hjónin fengu síðan afar skemmtilegt símtal í gær. „Svo var hringt í manninn minn daginn eftir en við vitum ekkert hvaða píparar þetta voru. Þeir þurftu að spyrja manninn minn út í eitthvað og létu hann vita hvað þeir væru búnir að gera og svo enduðu þeir á Svo vökvuðum við blómin fyrir ykkur, vildum bara láta ykkur vita,“ segir Klara í samtali við Vísi. Var þetta ekki gaman að heyra? „Þetta var svo fallega gert og það kom svo mikil gleði í hjartað eftir allt þetta sem búið er að ganga á. Þá fannst mér líka nauðsynlegt að allir myndu vita af þessu hversu mikil góðmennska er þarna úti,“ segir Klara. Fengu hjálp frá dásamlegu fólki Líkt og aðrir Grindvíkingar hefur fjölskylda Klöru þurft að finna sér nýtt heimili eftir að þau yfirgáfu Grindavík. Þau búa núna í Kópavogi eftir að „Eftir að hafa verið á smá flækingi í fimm vikur þá fengum við húsnæði. Dásamlegt fólk sem við þekktum ekki neitt hafði samband við okkur, við megum leigja þarna eins lengi og við viljum þannig að það er mikið öryggi,“ segir Klara. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Blóm Tengdar fréttir Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Félag pípulagningameistara sendi tæplega fimmtíu pípara í fyrradag til Grindavíkur til að koma hita á húsin þar og í gær voru þrjátíu pípara til viðbótar sendir. Hús Klöru Bjarnadóttur, Grindvíkings, var eitt húsanna sem pípararnir yfirfóru en hún greindi frá því á Facebook að þeir hefðu ekki bara sinnt lögnum heldur líka blómum fjölskyldunnar. „Hrós dagsins fá allir pípulagningamenn sem eru að störfum inní Grindavík. Við fengum símtal frá pípara þar sem hann nefndi allt sem var gert heima... þeir yfirfóru ofnakerfið, lokuðu fyrir og tóku þrýstinginn af neysluvatninu og settu svo frostlög í klósettið. Ójá, svo vökvuðu þeir öll blómin okkar. Hugulsemin er einstök,“ skrifar hún í færslunni. Vísir hafði samband við Klöru til að forvitnast frekar út í þennan skemmtilega gjörning. Mikil gleði í hjartað Eins og margir aðrir Grindvíkingar fór Klara með lyklana að húsi sínu í Tollhúsið í fyrradag til að pípararnir kæmust inn. Þau hjónin fengu síðan afar skemmtilegt símtal í gær. „Svo var hringt í manninn minn daginn eftir en við vitum ekkert hvaða píparar þetta voru. Þeir þurftu að spyrja manninn minn út í eitthvað og létu hann vita hvað þeir væru búnir að gera og svo enduðu þeir á Svo vökvuðum við blómin fyrir ykkur, vildum bara láta ykkur vita,“ segir Klara í samtali við Vísi. Var þetta ekki gaman að heyra? „Þetta var svo fallega gert og það kom svo mikil gleði í hjartað eftir allt þetta sem búið er að ganga á. Þá fannst mér líka nauðsynlegt að allir myndu vita af þessu hversu mikil góðmennska er þarna úti,“ segir Klara. Fengu hjálp frá dásamlegu fólki Líkt og aðrir Grindvíkingar hefur fjölskylda Klöru þurft að finna sér nýtt heimili eftir að þau yfirgáfu Grindavík. Þau búa núna í Kópavogi eftir að „Eftir að hafa verið á smá flækingi í fimm vikur þá fengum við húsnæði. Dásamlegt fólk sem við þekktum ekki neitt hafði samband við okkur, við megum leigja þarna eins lengi og við viljum þannig að það er mikið öryggi,“ segir Klara.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Blóm Tengdar fréttir Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50