Innlent

Óska eftir vitnum vegna banaslyss

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Slysið varð skammt við afleggjarann að Skaftafelli.
Slysið varð skammt við afleggjarann að Skaftafelli. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurlandi leitar eftir mögulegum vitnum að umferðarslysi sem átti sér stað á Suðurlandsvegi skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli á föstudaginn í síðustu viku.

Um var að ræða árekstur tveggja jepplinga. Tveir létust í slysinu. Slysið varð rétt fyrir klukkan 10 fyrir hádegi síðastliðinn föstudag, 12. janúar.

Lögreglan biður þá sem urðu vitni að slysinu, eða aðdraganda þess að hafa samband við sig. Það er hægt með því að senda tölvupóst á netföngin 0906@logreglan.is eða sudurland@logreglan.is.


Tengdar fréttir

Hin látnu voru pólskir ferða­menn

Þau tvö sem létust í bílslysi á þjóðveginum við Skaftafell síðastliðinn föstudag voru pólskir ferðamenn. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×