Innlent

Sigurður G. vafði raf­magns­bíl sínum um ljósa­staur

Jakob Bjarnar skrifar
Rafmagnsbíll Sigurðar af Nissan-gerð er gjörónýtur eftir að hann rann á ljósastaur sem gekk inn í vélarrúm bílsins, eins og myndin sýnir glögglega.
Rafmagnsbíll Sigurðar af Nissan-gerð er gjörónýtur eftir að hann rann á ljósastaur sem gekk inn í vélarrúm bílsins, eins og myndin sýnir glögglega. Vísir/Friðrik Þór/Sigurður G

Mikil ofankoma með hálku á höfuðborgarsvæðinu í morgun hefur sett strik í reikninginn. Einn þeirra sem lenti í umferðaróhappi var Sigurður G. Guðjónsson lögmaður.

„Morning has broken, eða þannig,“ segir Sigurður G. sem birtir mynd af bíl sínum þar sem hann hefur nánast vafið sig um ljósastaur.

Sigurður var á leið til vinnu og var að fara yfir Bitruhálsinn.

„Ég var í rétti. Það var keyrt í veg fyrir mig. Ég þurfti að bremsa og bíllinn rann á ljósastaur. Ég held að hann hafi verið að flýta sér. og vildi klára síðustu dropana af ljósinu.“

Bíll Sigurðar af Nissan-gerð er ónýtur.

„Alla veganna er ljósastaurinn genginn langt inn í vélarrúm bílsins,“ segir Sigurður. 

„Þetta er rafmagnsbíllinn minn. Náttúruverndarsjónarmiðin fara fyrir lítið þarna. Í bili. Barátta mín gegn loftslagsvá verður að bíða aðeins. Ég er dæmdur til að fara á olíuhákinn – í bili.“


Tengdar fréttir

Farþegar bíða í vélunum meðan unnið er að afísingu

Fólk á leið til og úr landi má eiga von á seinkunum á flugi í dag. Töluverðar seinkanir urðu á flugi í morgun frá Keflavíkurflugvelli vegna veðurs. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Suðvesturhluta landsins til hádegis og mikil snjókoma.

Snjómokstur og ekkert annað í Grindavík

Vinna liggur að mestu leyti niðri í Grindavík í augnablikinu. Þó er unnið að því að hreinsa götur bæjarins af snjó, enda töluverður snjór í bænum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×