Farþegar bíða í vélunum meðan unnið er að afísingu Lovísa Arnardóttir skrifar 18. janúar 2024 11:00 Mynd tekin á flugvellinum í morgun af farþega á leið erlendis. Tekið innan í vélinni. Eins og má sjá er nokkuð mikill snjór á vellinum. Aðsend Fólk á leið til og úr landi má búast við seinkunum á flugi í dag. Töluverðar seinkanir urðu á flugi í morgun frá Keflavíkurflugvelli vegna veðurs. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Suðvesturhluta landsins til hádegis og mikil snjókoma. Fréttastofa fékk ábendingu um að einhverjir farþegar hafi þurft að bíða í allt að þrjá og hálfan tíma í flugvél eftir flugtaki vegna þess að beðið hafi verið eftir afísingu. Morguninn erfiður Guðjón Skúlason framkvæmdastjóri hjá Airport Associates segir að fjórar afísingarvélar séu búnar að vera í stanslausri notkun í morgun en fyrirtækið þjónustar Play og önnur flugfélög á Keflavíkurflugvelli. „Það er vont veður. Það er búið að snjóa óhemjumikið og það hefur áhrif á okkur. Hér eru allir á útopnu að koma fólki af stað og ekkert vesen á öðru en að veðrið hefur hamlað því að það sé hægt að gera þetta á venjulegum hraða. Aðstæður eru bara þannig að það er búið að vera 20 til 40 sentímetra jafnfallinn snjór eftir nóttina,“ segir Guðjón og það hafi verið seinkun hjá öllum flugfélögum á vellinum vegna veðurs. Tafir hafa verið hjá Icelandir og Play í morgun vegna veðurs. Langan tíma hefur tekið að afísa vélar. Vísir/Vilhelm „En við erum með mannskap á fullu og gerum eins vel og við getum,“ segir hann og útskýrir að ekki sé hægt að setja afísingarvökvann á fyrr en búið er að loka vélinni. Þess vegna þurfi fólk að bíða í vélinni. Hann segir að ef veðurspáin standist verði þessu að mestu lokið um hádegisbil. Það sé þó ljóst að þegar vélar fari seinna í loftið geti það haft áhrif á flug seinna um daginn því þær séu að snúa aftur heim seinna. „Fólk þarf að fylgjast með vel tilkynningum í dag. Þetta er bara einn af þeim dögum sem að við þurfum að lifa með náttúrunni. Við erum heppin að það er ekki yfir tuttugu og fimm metrum í vind því vélarnar þola það ekki. Þetta eru ekki kjöraðstæður, vélarnar þola þetta, en þetta tekur tíma. Morguninn hefur verið erfiður, það er alveg hægt að fullyrða það.“ Fjórar vélar eftir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, tekur undir það sem Guðjón segir. Icelandair er einnig með fjórar afísingarvélar en þau sjá sjálf um sínar flugvélar. „Það tekur tíma að afísa allar vélar. Það eru fjórar vélar eftir núna sem eiga að fara í lofið. Þær eru alveg að verða tilbúnar. Seinkun er allt frá 30 mínútum til tveggja og hálfrar klukkustundar,“ segir Guðni. Hann segir að þær vélar sem áttu lengstu flugin framundan hafi verið settar í forgang en að fólk sem eigi flug seinnipartinn geti átt von á seinkun. Það verði að fylgjast vel með tilkynningum frá þeim. „Það má búast við klukkutíma til tveggja tíma seinkun. Fólk þarf að fylgjast vel með skilaboðum frá okkur. Þetta gerist því miður þegar veðrið er svona. Það er lítið við þessu að gera,“ segir Guðni. Ryðja snjó Guðjón Helgason hjá Isavia segir að allt hafi gengið vel hjá þeim í morgun. Starfsmenn hafi verið við vinnu á snjóruðningstækjum í allan morgun og því verði haldið áfram. Fréttir af flugi Icelandair Play Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. 18. janúar 2024 08:35 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Fréttastofa fékk ábendingu um að einhverjir farþegar hafi þurft að bíða í allt að þrjá og hálfan tíma í flugvél eftir flugtaki vegna þess að beðið hafi verið eftir afísingu. Morguninn erfiður Guðjón Skúlason framkvæmdastjóri hjá Airport Associates segir að fjórar afísingarvélar séu búnar að vera í stanslausri notkun í morgun en fyrirtækið þjónustar Play og önnur flugfélög á Keflavíkurflugvelli. „Það er vont veður. Það er búið að snjóa óhemjumikið og það hefur áhrif á okkur. Hér eru allir á útopnu að koma fólki af stað og ekkert vesen á öðru en að veðrið hefur hamlað því að það sé hægt að gera þetta á venjulegum hraða. Aðstæður eru bara þannig að það er búið að vera 20 til 40 sentímetra jafnfallinn snjór eftir nóttina,“ segir Guðjón og það hafi verið seinkun hjá öllum flugfélögum á vellinum vegna veðurs. Tafir hafa verið hjá Icelandir og Play í morgun vegna veðurs. Langan tíma hefur tekið að afísa vélar. Vísir/Vilhelm „En við erum með mannskap á fullu og gerum eins vel og við getum,“ segir hann og útskýrir að ekki sé hægt að setja afísingarvökvann á fyrr en búið er að loka vélinni. Þess vegna þurfi fólk að bíða í vélinni. Hann segir að ef veðurspáin standist verði þessu að mestu lokið um hádegisbil. Það sé þó ljóst að þegar vélar fari seinna í loftið geti það haft áhrif á flug seinna um daginn því þær séu að snúa aftur heim seinna. „Fólk þarf að fylgjast með vel tilkynningum í dag. Þetta er bara einn af þeim dögum sem að við þurfum að lifa með náttúrunni. Við erum heppin að það er ekki yfir tuttugu og fimm metrum í vind því vélarnar þola það ekki. Þetta eru ekki kjöraðstæður, vélarnar þola þetta, en þetta tekur tíma. Morguninn hefur verið erfiður, það er alveg hægt að fullyrða það.“ Fjórar vélar eftir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, tekur undir það sem Guðjón segir. Icelandair er einnig með fjórar afísingarvélar en þau sjá sjálf um sínar flugvélar. „Það tekur tíma að afísa allar vélar. Það eru fjórar vélar eftir núna sem eiga að fara í lofið. Þær eru alveg að verða tilbúnar. Seinkun er allt frá 30 mínútum til tveggja og hálfrar klukkustundar,“ segir Guðni. Hann segir að þær vélar sem áttu lengstu flugin framundan hafi verið settar í forgang en að fólk sem eigi flug seinnipartinn geti átt von á seinkun. Það verði að fylgjast vel með tilkynningum frá þeim. „Það má búast við klukkutíma til tveggja tíma seinkun. Fólk þarf að fylgjast vel með skilaboðum frá okkur. Þetta gerist því miður þegar veðrið er svona. Það er lítið við þessu að gera,“ segir Guðni. Ryðja snjó Guðjón Helgason hjá Isavia segir að allt hafi gengið vel hjá þeim í morgun. Starfsmenn hafi verið við vinnu á snjóruðningstækjum í allan morgun og því verði haldið áfram.
Fréttir af flugi Icelandair Play Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. 18. janúar 2024 08:35 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. 18. janúar 2024 08:35