Farþegar bíða í vélunum meðan unnið er að afísingu Lovísa Arnardóttir skrifar 18. janúar 2024 11:00 Mynd tekin á flugvellinum í morgun af farþega á leið erlendis. Tekið innan í vélinni. Eins og má sjá er nokkuð mikill snjór á vellinum. Aðsend Fólk á leið til og úr landi má búast við seinkunum á flugi í dag. Töluverðar seinkanir urðu á flugi í morgun frá Keflavíkurflugvelli vegna veðurs. Gul viðvörun er í gildi á Suður- og Suðvesturhluta landsins til hádegis og mikil snjókoma. Fréttastofa fékk ábendingu um að einhverjir farþegar hafi þurft að bíða í allt að þrjá og hálfan tíma í flugvél eftir flugtaki vegna þess að beðið hafi verið eftir afísingu. Morguninn erfiður Guðjón Skúlason framkvæmdastjóri hjá Airport Associates segir að fjórar afísingarvélar séu búnar að vera í stanslausri notkun í morgun en fyrirtækið þjónustar Play og önnur flugfélög á Keflavíkurflugvelli. „Það er vont veður. Það er búið að snjóa óhemjumikið og það hefur áhrif á okkur. Hér eru allir á útopnu að koma fólki af stað og ekkert vesen á öðru en að veðrið hefur hamlað því að það sé hægt að gera þetta á venjulegum hraða. Aðstæður eru bara þannig að það er búið að vera 20 til 40 sentímetra jafnfallinn snjór eftir nóttina,“ segir Guðjón og það hafi verið seinkun hjá öllum flugfélögum á vellinum vegna veðurs. Tafir hafa verið hjá Icelandir og Play í morgun vegna veðurs. Langan tíma hefur tekið að afísa vélar. Vísir/Vilhelm „En við erum með mannskap á fullu og gerum eins vel og við getum,“ segir hann og útskýrir að ekki sé hægt að setja afísingarvökvann á fyrr en búið er að loka vélinni. Þess vegna þurfi fólk að bíða í vélinni. Hann segir að ef veðurspáin standist verði þessu að mestu lokið um hádegisbil. Það sé þó ljóst að þegar vélar fari seinna í loftið geti það haft áhrif á flug seinna um daginn því þær séu að snúa aftur heim seinna. „Fólk þarf að fylgjast með vel tilkynningum í dag. Þetta er bara einn af þeim dögum sem að við þurfum að lifa með náttúrunni. Við erum heppin að það er ekki yfir tuttugu og fimm metrum í vind því vélarnar þola það ekki. Þetta eru ekki kjöraðstæður, vélarnar þola þetta, en þetta tekur tíma. Morguninn hefur verið erfiður, það er alveg hægt að fullyrða það.“ Fjórar vélar eftir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, tekur undir það sem Guðjón segir. Icelandair er einnig með fjórar afísingarvélar en þau sjá sjálf um sínar flugvélar. „Það tekur tíma að afísa allar vélar. Það eru fjórar vélar eftir núna sem eiga að fara í lofið. Þær eru alveg að verða tilbúnar. Seinkun er allt frá 30 mínútum til tveggja og hálfrar klukkustundar,“ segir Guðni. Hann segir að þær vélar sem áttu lengstu flugin framundan hafi verið settar í forgang en að fólk sem eigi flug seinnipartinn geti átt von á seinkun. Það verði að fylgjast vel með tilkynningum frá þeim. „Það má búast við klukkutíma til tveggja tíma seinkun. Fólk þarf að fylgjast vel með skilaboðum frá okkur. Þetta gerist því miður þegar veðrið er svona. Það er lítið við þessu að gera,“ segir Guðni. Ryðja snjó Guðjón Helgason hjá Isavia segir að allt hafi gengið vel hjá þeim í morgun. Starfsmenn hafi verið við vinnu á snjóruðningstækjum í allan morgun og því verði haldið áfram. Fréttir af flugi Icelandair Play Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. 18. janúar 2024 08:35 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Fréttastofa fékk ábendingu um að einhverjir farþegar hafi þurft að bíða í allt að þrjá og hálfan tíma í flugvél eftir flugtaki vegna þess að beðið hafi verið eftir afísingu. Morguninn erfiður Guðjón Skúlason framkvæmdastjóri hjá Airport Associates segir að fjórar afísingarvélar séu búnar að vera í stanslausri notkun í morgun en fyrirtækið þjónustar Play og önnur flugfélög á Keflavíkurflugvelli. „Það er vont veður. Það er búið að snjóa óhemjumikið og það hefur áhrif á okkur. Hér eru allir á útopnu að koma fólki af stað og ekkert vesen á öðru en að veðrið hefur hamlað því að það sé hægt að gera þetta á venjulegum hraða. Aðstæður eru bara þannig að það er búið að vera 20 til 40 sentímetra jafnfallinn snjór eftir nóttina,“ segir Guðjón og það hafi verið seinkun hjá öllum flugfélögum á vellinum vegna veðurs. Tafir hafa verið hjá Icelandir og Play í morgun vegna veðurs. Langan tíma hefur tekið að afísa vélar. Vísir/Vilhelm „En við erum með mannskap á fullu og gerum eins vel og við getum,“ segir hann og útskýrir að ekki sé hægt að setja afísingarvökvann á fyrr en búið er að loka vélinni. Þess vegna þurfi fólk að bíða í vélinni. Hann segir að ef veðurspáin standist verði þessu að mestu lokið um hádegisbil. Það sé þó ljóst að þegar vélar fari seinna í loftið geti það haft áhrif á flug seinna um daginn því þær séu að snúa aftur heim seinna. „Fólk þarf að fylgjast með vel tilkynningum í dag. Þetta er bara einn af þeim dögum sem að við þurfum að lifa með náttúrunni. Við erum heppin að það er ekki yfir tuttugu og fimm metrum í vind því vélarnar þola það ekki. Þetta eru ekki kjöraðstæður, vélarnar þola þetta, en þetta tekur tíma. Morguninn hefur verið erfiður, það er alveg hægt að fullyrða það.“ Fjórar vélar eftir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, tekur undir það sem Guðjón segir. Icelandair er einnig með fjórar afísingarvélar en þau sjá sjálf um sínar flugvélar. „Það tekur tíma að afísa allar vélar. Það eru fjórar vélar eftir núna sem eiga að fara í lofið. Þær eru alveg að verða tilbúnar. Seinkun er allt frá 30 mínútum til tveggja og hálfrar klukkustundar,“ segir Guðni. Hann segir að þær vélar sem áttu lengstu flugin framundan hafi verið settar í forgang en að fólk sem eigi flug seinnipartinn geti átt von á seinkun. Það verði að fylgjast vel með tilkynningum frá þeim. „Það má búast við klukkutíma til tveggja tíma seinkun. Fólk þarf að fylgjast vel með skilaboðum frá okkur. Þetta gerist því miður þegar veðrið er svona. Það er lítið við þessu að gera,“ segir Guðni. Ryðja snjó Guðjón Helgason hjá Isavia segir að allt hafi gengið vel hjá þeim í morgun. Starfsmenn hafi verið við vinnu á snjóruðningstækjum í allan morgun og því verði haldið áfram.
Fréttir af flugi Icelandair Play Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. 18. janúar 2024 08:35 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. 18. janúar 2024 08:35