Veður

Mikil vetrar­færð og nokkuð um um­ferðar­ó­höpp

Lovísa Arnardóttir skrifar
Fólk verður að gefa sér tíma til að ferðast á milli staða í bíl þennan morguninn segir aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Fólk verður að gefa sér tíma til að ferðast á milli staða í bíl þennan morguninn segir aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Lovísa

Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. 

Þónokkur umferðaróhöpp hafa verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að staðan sé svipuð á öllu höfuðborgarsvæðinu. 

Fólk megi búast við því að ferðin taki lengra tíma þurfi það að fara eitthvað núna fyrir hádegi. 

„Það hafa orðið nokkur óhöpp, en engin slys. Umferðin er mjög hæg. Það er bara vetrarfærð eins og hún gerist best á höfuðborgarsvæðinu, en hún gengur. Það er minni snjór en við bjuggumst við en það er mikil hálka,“ segir Árni og að illa búnir bílar eigi alls ekki heima í umferðinni núna.

Eiga þeir að vera heima?

„Já, það er svoleiðis. Það er alltaf eitthvað af þeim og maður verður aðallega var við það þegar það er alvöru vetrarfærð. Það er spáð snjókomu til hádegis og það á eftir að bæta í.“

Er staðan eins á öllu höfuðborgarsvæðinu?

„Já, ég var í efri byggðum í Kópavogi áðan og þar er svipuð staðan og á miðborgarsvæðinu. Það mun taka fólk langan tíma að fara sínar leiðir í þessari færð og það verður að gefa sér tíma. Taka því rólega,“ segir Árni að lokum.


Tengdar fréttir

Snjóþekja víða á suðvesturhorninu

Snjóþekja er víða á vegum á suðvesturhorninu en verið er að vinna að því að moka. Gul viðvörun vegna snjókomu er enn í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×