Menning

Myndaveisla: List­rænt fjör í Marshallhúsinu

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Margt var um manninn á opnun sýningarinnar Árfarvegur í Þulu Gallery.
Margt var um manninn á opnun sýningarinnar Árfarvegur í Þulu Gallery. SAMSETT

Margt var um manninn á sýningaropnun hjá Þulu Gallery í Marshallhúsinu síðastliðinn laugardag. Sýningin, sem ber heitið Árfarvegur, býður gestum að stíga inn í heim þar sem hið stóra og smáa mætist og er samsýning Kristins E. Hrafnssonar, Önnu Maggýjar, Hrafnkels Sigurðssonar og Vikram Pradhan.

Í fréttatilkynningu frá Þulu segir: 

„Árþúsund og augnablik tala saman og vekja upp spurningar um samband mannsins við jörðina sem hann býr á. Æviskeiðin eru ólík en þó mætumst við öll í sekúndubrotum þar sem við eigum samleið. 

Í hinum ýmsu miðlum kanna listamennirnir hvað það að er að deila tímanum með umhverfi okkar, tíma sem er afstæður og hægt er að horfa á sem línulaga eða margbreytilegt fyrirbæri sem dansar um í beygjum og sveigjum. 

Árin eru eins og á sem skapar farveg í lífi mannsins og kvíslast í gegnum sögu og kynslóðir, þar til við rennum saman í hafsjó eilífðarinnar.“

Hér má sjá myndir frá opnuninni:

Tónlistarmaðurinn og læknirinn Doctor Victor og listakonan og ljósmyndarinn Anna Maggý.Þula Gallery
Hrafnkell Sigurðsson, einn af listamönnum sýningarinnar, ræðir við gesti. Þula Gallery
Listunnendur og listamenn sameinuðust í Þulu á laugardag. Í forgrunni má sjá listamanninn Snorra Ásmundsson. Þula Gallery
Anna Maggý, Ásdís Þula og Sunneva Ása Weisshappel. Anna Maggý og Sunneva Ása eru báðar listakonur en Ásdís Þula rekur Gallery Þula. Þula Gallery
Listakonurnar Auður Ómarsdóttir og Anna Maggý.Þula Gallery
Listaáhugafólk er á öllum aldri. Þula Gallery
Sýningin opnaði með pomp og prakt síðastliðinn laugardag og stendur til 18. febrúar. Þula Gallery
Barbara Nyakinyua í góðum gír.Þula Gallery
Listamennirnir notuðust við ólíka miðla og var meðal annars myndbandsverki varpað upp á vegg.Þula Gallery
Varir á veggnum. Þula Gallery
Gestir mættu til að sjá fjölbreytt verk Kristins E. Hrafnssonar, Önnu Maggýjar, Hrafnkels Sigurðssonar og Vikram Pradhan.Þula Gallery

Tengdar fréttir

Smíðuðu plexi kassa sem flaug óvart á vörubíl

Ljósmyndarinn, leikstjórinn og listakonan Anna Maggý hefur leikstýrt ýmsum myndböndum í gegnum tíðina og má þar nefna tónlistarmyndband fyrir tónlistarkonuna Eydísi Evensen við lagið Brotin. Anna Maggý er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst en þar deildi hún meðal annars vægast sagt eftirminnilegri reynslusögu.

„Eina sem maður kemst ekki hjá er að fæðast og deyja“

„Móðir mín fór til spákonu og spákonan sagði að dóttir hennar yrði listakona. Þannig að mamma sendi mig strax í myndlist, sem er dálítið fyndið,“ segir listakonan, ljósmyndarinn og leikstjórinn Anna Maggý en hún er viðmælandi í þessum nýjasta þætti af Kúnst.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×