Nýr borgarstjóri setur húsnæðismálin á oddinn Heimir Már Pétursson skrifar 16. janúar 2024 20:00 Dagur færði nýjum borgarstjóra meðal annars handbók hans um Nýja Reykjavík og skóflu auk lyklanna að skrifstofunni. Stöð 2/Einar Einar Þorsteinsson nýkjörinn borgarstjóri segir ákall Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar um breytingar á pólitískri forystu borgarinnar hafa raungerst með kjöri hans í dag. Hann muni leggja sérstaka áherslu á uppbyggingu í húsnæðismálum. Einar var kjörinn borgarstjóri á aukafundi borgarstjórnar í dag með fjórtán atkvæðum fulltrúa meirihlutaflokkanna og hjásetu níu fulltrúa minnihlutans. Dagur B. Eggertsson fór yfir þær breytingar sem orðið hefðu til batnaðar í Reykjavík frá því hann varð borgarstjóri fyrir tæpum tíu árum og þakkaði fjölmörgu samstarfsfólki og borgarbúum fyrir samstarfið. Fulltrúar samstarfsflokka Samfylkingarinnar íborgarstjórn færðu Degi sömuleiðis þakkir fyrir farsælt samstarf. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði engan vafa á að Dagur væri einlægur hugsjónamaður þótt hugsjónir hans væru ekki hinar sömu og hennar. Dagur B. Eggertsson hefur gengt embætti borgarstjóra í um tíu ár. Einar Þorsteinsson mun nú gegna embættinu til loka kjörtímabilsins og Dagur tekur við af honum sem formaður borgarráðs.Stöð 2/Einar Dagur tekur nú við formennsku í borgarráði af Einari það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Hann fylgdi nýjum borgarstjóra áskrifstofu hans að loknum fundi og færði honum meðal annars nýlega útkomna handbók hans um Nýja Reykjavík. Dagur sýndi Einari meðal annars hvernig gefa á dúfunum á svölum borgarstjóraskrifstofunnar.Stöð 2/Einar „Áður en ég læt þig hafa lyklana ætla ég að kenna þér að gefa dúfunum. Hér gef ég þeim og þetta er í anda ömmu minnar og þú verður að passa að hurðin lokist ekki á eftir þér af því að húninn er orðinn lélegur. Fræin eru bara hérna inni,“ sagði Dagur þar sem hann leiddi Einar út á svalir skrifstofunnar og fyllti á frædallinn hjá dúfunum. „Og síðast en ekki síst ætla ég að gefa þér þessa skóflu. Nú er ég búinn að vera á skóflunni í tíu ár og nú tekur þú við. Hér eru svo lyklarnir," sagði borgarstjórinn fyrrverandi léttur í bragði. Einar þakkaði góð ráð og gjafir og hlakkar greinilega til að takast á við nýtt og ábyrgðarmikið embætti. Einar Þorsteinsson þakkar kjörið á borgarstjórnarfundi í dag.Stöð 2/Einar „Ég kann ákaflega vel við það að vera á skóflunni. Einhvern veginn þarf ég að komast inn þannig að það er fínt að hafa lykilinn,“ sagði borgarstjórinn og þeir samstarfsfélagarnir föðmuðust að íþróttamanna sið. Framsóknarflokkurinn vann mikinn kosningasigur í síðustu kosningum og við myndun meirihluta var ákveðið að Einar tæki viðborgarstjóraembættinu að átján mánuðum liðnum. „Þá var ákall frá Framsókn um að það yrðu knúnar fram breytingar á hinni pólitísku forystu hér í borginni. Þessi stuðningur við Framsókn er að raungerast hér í dag. En það er mikilvægasta verkefnið núna að setja af stað einhvers konar átak í húsnæðismálum. Af því að nú hefur verið mikil kyrrstaða vegna efnahagsumhverfisins, hás vaxtastigs og verðbólgu. Þetta er bara það sem við verðum að hjóla í,“ sagði Einar Þorsteinsson, tuttugasti og annar einstaklingurinn til að gegna embætti borgarstjóra í Reykjavík. Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Einar orðinn borgarstjóri Einar Þorsteinsson var í dag kjörinn borgarstjóri af borgarstjórn. Að fundi borgarstjórnar loknum afhenti Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, Einari lyklavöldin að borgarstjóraskrifstofunni. 16. janúar 2024 16:31 „Það kemur dagur eftir þennan dag“ Dagur B. Eggertsson vann sinn síðasta dag sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili í dag og hefur stólaskipti við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs á morgun. 15. janúar 2024 20:40 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Erlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Einar var kjörinn borgarstjóri á aukafundi borgarstjórnar í dag með fjórtán atkvæðum fulltrúa meirihlutaflokkanna og hjásetu níu fulltrúa minnihlutans. Dagur B. Eggertsson fór yfir þær breytingar sem orðið hefðu til batnaðar í Reykjavík frá því hann varð borgarstjóri fyrir tæpum tíu árum og þakkaði fjölmörgu samstarfsfólki og borgarbúum fyrir samstarfið. Fulltrúar samstarfsflokka Samfylkingarinnar íborgarstjórn færðu Degi sömuleiðis þakkir fyrir farsælt samstarf. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði engan vafa á að Dagur væri einlægur hugsjónamaður þótt hugsjónir hans væru ekki hinar sömu og hennar. Dagur B. Eggertsson hefur gengt embætti borgarstjóra í um tíu ár. Einar Þorsteinsson mun nú gegna embættinu til loka kjörtímabilsins og Dagur tekur við af honum sem formaður borgarráðs.Stöð 2/Einar Dagur tekur nú við formennsku í borgarráði af Einari það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Hann fylgdi nýjum borgarstjóra áskrifstofu hans að loknum fundi og færði honum meðal annars nýlega útkomna handbók hans um Nýja Reykjavík. Dagur sýndi Einari meðal annars hvernig gefa á dúfunum á svölum borgarstjóraskrifstofunnar.Stöð 2/Einar „Áður en ég læt þig hafa lyklana ætla ég að kenna þér að gefa dúfunum. Hér gef ég þeim og þetta er í anda ömmu minnar og þú verður að passa að hurðin lokist ekki á eftir þér af því að húninn er orðinn lélegur. Fræin eru bara hérna inni,“ sagði Dagur þar sem hann leiddi Einar út á svalir skrifstofunnar og fyllti á frædallinn hjá dúfunum. „Og síðast en ekki síst ætla ég að gefa þér þessa skóflu. Nú er ég búinn að vera á skóflunni í tíu ár og nú tekur þú við. Hér eru svo lyklarnir," sagði borgarstjórinn fyrrverandi léttur í bragði. Einar þakkaði góð ráð og gjafir og hlakkar greinilega til að takast á við nýtt og ábyrgðarmikið embætti. Einar Þorsteinsson þakkar kjörið á borgarstjórnarfundi í dag.Stöð 2/Einar „Ég kann ákaflega vel við það að vera á skóflunni. Einhvern veginn þarf ég að komast inn þannig að það er fínt að hafa lykilinn,“ sagði borgarstjórinn og þeir samstarfsfélagarnir föðmuðust að íþróttamanna sið. Framsóknarflokkurinn vann mikinn kosningasigur í síðustu kosningum og við myndun meirihluta var ákveðið að Einar tæki viðborgarstjóraembættinu að átján mánuðum liðnum. „Þá var ákall frá Framsókn um að það yrðu knúnar fram breytingar á hinni pólitísku forystu hér í borginni. Þessi stuðningur við Framsókn er að raungerast hér í dag. En það er mikilvægasta verkefnið núna að setja af stað einhvers konar átak í húsnæðismálum. Af því að nú hefur verið mikil kyrrstaða vegna efnahagsumhverfisins, hás vaxtastigs og verðbólgu. Þetta er bara það sem við verðum að hjóla í,“ sagði Einar Þorsteinsson, tuttugasti og annar einstaklingurinn til að gegna embætti borgarstjóra í Reykjavík.
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Einar orðinn borgarstjóri Einar Þorsteinsson var í dag kjörinn borgarstjóri af borgarstjórn. Að fundi borgarstjórnar loknum afhenti Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, Einari lyklavöldin að borgarstjóraskrifstofunni. 16. janúar 2024 16:31 „Það kemur dagur eftir þennan dag“ Dagur B. Eggertsson vann sinn síðasta dag sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili í dag og hefur stólaskipti við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs á morgun. 15. janúar 2024 20:40 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Erlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Einar orðinn borgarstjóri Einar Þorsteinsson var í dag kjörinn borgarstjóri af borgarstjórn. Að fundi borgarstjórnar loknum afhenti Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, Einari lyklavöldin að borgarstjóraskrifstofunni. 16. janúar 2024 16:31
„Það kemur dagur eftir þennan dag“ Dagur B. Eggertsson vann sinn síðasta dag sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili í dag og hefur stólaskipti við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs á morgun. 15. janúar 2024 20:40