Nýr borgarstjóri setur húsnæðismálin á oddinn Heimir Már Pétursson skrifar 16. janúar 2024 20:00 Dagur færði nýjum borgarstjóra meðal annars handbók hans um Nýja Reykjavík og skóflu auk lyklanna að skrifstofunni. Stöð 2/Einar Einar Þorsteinsson nýkjörinn borgarstjóri segir ákall Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar um breytingar á pólitískri forystu borgarinnar hafa raungerst með kjöri hans í dag. Hann muni leggja sérstaka áherslu á uppbyggingu í húsnæðismálum. Einar var kjörinn borgarstjóri á aukafundi borgarstjórnar í dag með fjórtán atkvæðum fulltrúa meirihlutaflokkanna og hjásetu níu fulltrúa minnihlutans. Dagur B. Eggertsson fór yfir þær breytingar sem orðið hefðu til batnaðar í Reykjavík frá því hann varð borgarstjóri fyrir tæpum tíu árum og þakkaði fjölmörgu samstarfsfólki og borgarbúum fyrir samstarfið. Fulltrúar samstarfsflokka Samfylkingarinnar íborgarstjórn færðu Degi sömuleiðis þakkir fyrir farsælt samstarf. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði engan vafa á að Dagur væri einlægur hugsjónamaður þótt hugsjónir hans væru ekki hinar sömu og hennar. Dagur B. Eggertsson hefur gengt embætti borgarstjóra í um tíu ár. Einar Þorsteinsson mun nú gegna embættinu til loka kjörtímabilsins og Dagur tekur við af honum sem formaður borgarráðs.Stöð 2/Einar Dagur tekur nú við formennsku í borgarráði af Einari það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Hann fylgdi nýjum borgarstjóra áskrifstofu hans að loknum fundi og færði honum meðal annars nýlega útkomna handbók hans um Nýja Reykjavík. Dagur sýndi Einari meðal annars hvernig gefa á dúfunum á svölum borgarstjóraskrifstofunnar.Stöð 2/Einar „Áður en ég læt þig hafa lyklana ætla ég að kenna þér að gefa dúfunum. Hér gef ég þeim og þetta er í anda ömmu minnar og þú verður að passa að hurðin lokist ekki á eftir þér af því að húninn er orðinn lélegur. Fræin eru bara hérna inni,“ sagði Dagur þar sem hann leiddi Einar út á svalir skrifstofunnar og fyllti á frædallinn hjá dúfunum. „Og síðast en ekki síst ætla ég að gefa þér þessa skóflu. Nú er ég búinn að vera á skóflunni í tíu ár og nú tekur þú við. Hér eru svo lyklarnir," sagði borgarstjórinn fyrrverandi léttur í bragði. Einar þakkaði góð ráð og gjafir og hlakkar greinilega til að takast á við nýtt og ábyrgðarmikið embætti. Einar Þorsteinsson þakkar kjörið á borgarstjórnarfundi í dag.Stöð 2/Einar „Ég kann ákaflega vel við það að vera á skóflunni. Einhvern veginn þarf ég að komast inn þannig að það er fínt að hafa lykilinn,“ sagði borgarstjórinn og þeir samstarfsfélagarnir föðmuðust að íþróttamanna sið. Framsóknarflokkurinn vann mikinn kosningasigur í síðustu kosningum og við myndun meirihluta var ákveðið að Einar tæki viðborgarstjóraembættinu að átján mánuðum liðnum. „Þá var ákall frá Framsókn um að það yrðu knúnar fram breytingar á hinni pólitísku forystu hér í borginni. Þessi stuðningur við Framsókn er að raungerast hér í dag. En það er mikilvægasta verkefnið núna að setja af stað einhvers konar átak í húsnæðismálum. Af því að nú hefur verið mikil kyrrstaða vegna efnahagsumhverfisins, hás vaxtastigs og verðbólgu. Þetta er bara það sem við verðum að hjóla í,“ sagði Einar Þorsteinsson, tuttugasti og annar einstaklingurinn til að gegna embætti borgarstjóra í Reykjavík. Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Einar orðinn borgarstjóri Einar Þorsteinsson var í dag kjörinn borgarstjóri af borgarstjórn. Að fundi borgarstjórnar loknum afhenti Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, Einari lyklavöldin að borgarstjóraskrifstofunni. 16. janúar 2024 16:31 „Það kemur dagur eftir þennan dag“ Dagur B. Eggertsson vann sinn síðasta dag sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili í dag og hefur stólaskipti við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs á morgun. 15. janúar 2024 20:40 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Einar var kjörinn borgarstjóri á aukafundi borgarstjórnar í dag með fjórtán atkvæðum fulltrúa meirihlutaflokkanna og hjásetu níu fulltrúa minnihlutans. Dagur B. Eggertsson fór yfir þær breytingar sem orðið hefðu til batnaðar í Reykjavík frá því hann varð borgarstjóri fyrir tæpum tíu árum og þakkaði fjölmörgu samstarfsfólki og borgarbúum fyrir samstarfið. Fulltrúar samstarfsflokka Samfylkingarinnar íborgarstjórn færðu Degi sömuleiðis þakkir fyrir farsælt samstarf. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði engan vafa á að Dagur væri einlægur hugsjónamaður þótt hugsjónir hans væru ekki hinar sömu og hennar. Dagur B. Eggertsson hefur gengt embætti borgarstjóra í um tíu ár. Einar Þorsteinsson mun nú gegna embættinu til loka kjörtímabilsins og Dagur tekur við af honum sem formaður borgarráðs.Stöð 2/Einar Dagur tekur nú við formennsku í borgarráði af Einari það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Hann fylgdi nýjum borgarstjóra áskrifstofu hans að loknum fundi og færði honum meðal annars nýlega útkomna handbók hans um Nýja Reykjavík. Dagur sýndi Einari meðal annars hvernig gefa á dúfunum á svölum borgarstjóraskrifstofunnar.Stöð 2/Einar „Áður en ég læt þig hafa lyklana ætla ég að kenna þér að gefa dúfunum. Hér gef ég þeim og þetta er í anda ömmu minnar og þú verður að passa að hurðin lokist ekki á eftir þér af því að húninn er orðinn lélegur. Fræin eru bara hérna inni,“ sagði Dagur þar sem hann leiddi Einar út á svalir skrifstofunnar og fyllti á frædallinn hjá dúfunum. „Og síðast en ekki síst ætla ég að gefa þér þessa skóflu. Nú er ég búinn að vera á skóflunni í tíu ár og nú tekur þú við. Hér eru svo lyklarnir," sagði borgarstjórinn fyrrverandi léttur í bragði. Einar þakkaði góð ráð og gjafir og hlakkar greinilega til að takast á við nýtt og ábyrgðarmikið embætti. Einar Þorsteinsson þakkar kjörið á borgarstjórnarfundi í dag.Stöð 2/Einar „Ég kann ákaflega vel við það að vera á skóflunni. Einhvern veginn þarf ég að komast inn þannig að það er fínt að hafa lykilinn,“ sagði borgarstjórinn og þeir samstarfsfélagarnir föðmuðust að íþróttamanna sið. Framsóknarflokkurinn vann mikinn kosningasigur í síðustu kosningum og við myndun meirihluta var ákveðið að Einar tæki viðborgarstjóraembættinu að átján mánuðum liðnum. „Þá var ákall frá Framsókn um að það yrðu knúnar fram breytingar á hinni pólitísku forystu hér í borginni. Þessi stuðningur við Framsókn er að raungerast hér í dag. En það er mikilvægasta verkefnið núna að setja af stað einhvers konar átak í húsnæðismálum. Af því að nú hefur verið mikil kyrrstaða vegna efnahagsumhverfisins, hás vaxtastigs og verðbólgu. Þetta er bara það sem við verðum að hjóla í,“ sagði Einar Þorsteinsson, tuttugasti og annar einstaklingurinn til að gegna embætti borgarstjóra í Reykjavík.
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Einar orðinn borgarstjóri Einar Þorsteinsson var í dag kjörinn borgarstjóri af borgarstjórn. Að fundi borgarstjórnar loknum afhenti Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, Einari lyklavöldin að borgarstjóraskrifstofunni. 16. janúar 2024 16:31 „Það kemur dagur eftir þennan dag“ Dagur B. Eggertsson vann sinn síðasta dag sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili í dag og hefur stólaskipti við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs á morgun. 15. janúar 2024 20:40 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sjá meira
Einar orðinn borgarstjóri Einar Þorsteinsson var í dag kjörinn borgarstjóri af borgarstjórn. Að fundi borgarstjórnar loknum afhenti Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, Einari lyklavöldin að borgarstjóraskrifstofunni. 16. janúar 2024 16:31
„Það kemur dagur eftir þennan dag“ Dagur B. Eggertsson vann sinn síðasta dag sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili í dag og hefur stólaskipti við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs á morgun. 15. janúar 2024 20:40