„Það eru þarna götur og svæði sem ekki verða byggð upp aftur“ Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa 16. janúar 2024 12:01 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Einar Ríkisstjórnin fundaði með bæjarstjórn og bæjarstjóra Grindavíkur að loknum reglulegum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þar verður rætt vítt og breytt um málefni bæjarins vegna jarðhræringanna sem undanfarna mánuði. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur sagði fyrir fund að rætt yrði um mörg málefni, til að mynda húsnæðismálin, lagnamálin og fjárhagsstöðu bæjarsjóðs. „Það verða örugglega mjög skertar útsvarstekjur og við þessar aðstæður er ekki hægt að leggja á fasteignagjöld og þetta eru tveir langstærstu tekjustofnar sveitarfélaga. Það er eitt af því sem við þurfum að ræða og fá stuðning við, að bæjarsjóður fái þetta bætt,“ segir Fannar. Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Fannar Jónasson eftir fund Það hafi verið þungt högg þegar sprunga opnaðist sunnan varnargarðanna á sunnudag. Þá sé enn verið að vinna að hugmyndum um hvenær hægt verði að búa aftur í bænum. „Við erum enn að vinna með þær hugmyndir og þær aðgerðir að Grindavík verði byggð upp aftur. Hversu raunhæft er að gera mikil plön í því sambandi núna er annað mál. En við erum ekki að sjá að Grindavík og samfélagið okkar sé úr sögunni heldur ætlum við að gera okkar besta til að flytja heim. En það eru náttúran og örlögin sem stjórna þessu,“ segir Fannar. Rétt áður en fundurinn hófst í hádeginu.Vísir/Einar Hann segir mjög erfitt að átta sig á ástandinu innan bæjarins. „Það eru þarna götur og svæði sem ekki verða byggð upp aftur og við breytum því í fallega garða vonandi. En það er mjög erfitt að átta sig á þessu, það varð svo mikil kúvending við þetta eldgos þannig við verðum bara að sjá og anda rólega í bili,“ segir Fannar. Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Engin virkni en of snemmt að lýsa yfir goslokum Of snemmt er að lýsa yfir goslokum þrátt fyrir að engin virkni hafi verið sjáanleg í gossprungunum frá því um klukkan eitt í nótt. Enn er mikil hætta á svæðinu. Þetta kemur fram í uppfærðri frétt Veðurstofu Íslands um eldgos norðan Grindavíkur. 16. janúar 2024 11:35 Heitt vatn komið á vestari hluta bæjarins: Vilja fá lykla að húsunum Búið er að koma á heitu vatn í hús vestan Víkurbrautar í Grindavík. Almannavarnir fóru í það verkefni í gærkvöldi í samstarfi við HS Veitur. Almannavarnir óska þess nú að Grindvíkingar sem búi vestan Víkurbrautar skili til þeirra lyklum að húsum sínum svo hægt sé að kanna ástand hitakerfa fasteigna. 16. janúar 2024 10:59 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur sagði fyrir fund að rætt yrði um mörg málefni, til að mynda húsnæðismálin, lagnamálin og fjárhagsstöðu bæjarsjóðs. „Það verða örugglega mjög skertar útsvarstekjur og við þessar aðstæður er ekki hægt að leggja á fasteignagjöld og þetta eru tveir langstærstu tekjustofnar sveitarfélaga. Það er eitt af því sem við þurfum að ræða og fá stuðning við, að bæjarsjóður fái þetta bætt,“ segir Fannar. Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Fannar Jónasson eftir fund Það hafi verið þungt högg þegar sprunga opnaðist sunnan varnargarðanna á sunnudag. Þá sé enn verið að vinna að hugmyndum um hvenær hægt verði að búa aftur í bænum. „Við erum enn að vinna með þær hugmyndir og þær aðgerðir að Grindavík verði byggð upp aftur. Hversu raunhæft er að gera mikil plön í því sambandi núna er annað mál. En við erum ekki að sjá að Grindavík og samfélagið okkar sé úr sögunni heldur ætlum við að gera okkar besta til að flytja heim. En það eru náttúran og örlögin sem stjórna þessu,“ segir Fannar. Rétt áður en fundurinn hófst í hádeginu.Vísir/Einar Hann segir mjög erfitt að átta sig á ástandinu innan bæjarins. „Það eru þarna götur og svæði sem ekki verða byggð upp aftur og við breytum því í fallega garða vonandi. En það er mjög erfitt að átta sig á þessu, það varð svo mikil kúvending við þetta eldgos þannig við verðum bara að sjá og anda rólega í bili,“ segir Fannar.
Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Engin virkni en of snemmt að lýsa yfir goslokum Of snemmt er að lýsa yfir goslokum þrátt fyrir að engin virkni hafi verið sjáanleg í gossprungunum frá því um klukkan eitt í nótt. Enn er mikil hætta á svæðinu. Þetta kemur fram í uppfærðri frétt Veðurstofu Íslands um eldgos norðan Grindavíkur. 16. janúar 2024 11:35 Heitt vatn komið á vestari hluta bæjarins: Vilja fá lykla að húsunum Búið er að koma á heitu vatn í hús vestan Víkurbrautar í Grindavík. Almannavarnir fóru í það verkefni í gærkvöldi í samstarfi við HS Veitur. Almannavarnir óska þess nú að Grindvíkingar sem búi vestan Víkurbrautar skili til þeirra lyklum að húsum sínum svo hægt sé að kanna ástand hitakerfa fasteigna. 16. janúar 2024 10:59 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Engin virkni en of snemmt að lýsa yfir goslokum Of snemmt er að lýsa yfir goslokum þrátt fyrir að engin virkni hafi verið sjáanleg í gossprungunum frá því um klukkan eitt í nótt. Enn er mikil hætta á svæðinu. Þetta kemur fram í uppfærðri frétt Veðurstofu Íslands um eldgos norðan Grindavíkur. 16. janúar 2024 11:35
Heitt vatn komið á vestari hluta bæjarins: Vilja fá lykla að húsunum Búið er að koma á heitu vatn í hús vestan Víkurbrautar í Grindavík. Almannavarnir fóru í það verkefni í gærkvöldi í samstarfi við HS Veitur. Almannavarnir óska þess nú að Grindvíkingar sem búi vestan Víkurbrautar skili til þeirra lyklum að húsum sínum svo hægt sé að kanna ástand hitakerfa fasteigna. 16. janúar 2024 10:59