Margþætt ofbeldi yfir tvo daga leiddi manninn til dauða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2024 17:33 Maðurinn fannst látinn í félagslegri íbúð konunnar í Bátavogi. Verði hún fundinn sek um manndráp á hún yfir höfði sér langa dvöl bak við lás og slá. Vísir/Vilhelm Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir er talin hafa banað tæplega sextugum karlmanni á heimili sínu í Bátavogi í Reykjavík með margþættu ofbeldi í september síðastliðnum. Ákæran hefur verið birt Dagbjörtu og fréttastofa hefur hana undir höndum. Í ákærunni segir að Dagbjört hafi laugardaginn 23. september svipt karlmanninn lífi með því að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan. Hún hafi slegið hann og eða sparkað í hann, beitt þrýstingi á andlit hans, klof, bol, handleggi og fótleggi auk þess að taka hann hálstaki og taka fast um. Þá hafi hún snúið upp á og beygt fingur hans allt með þeim afleiðingum að hann hlaut margvíslega áverka á höfði og líkama. Áverkarnir voru svo miklir og dreifðir að þeir leiddu til dauða mannsins. Sextán milljóna króna bótagreiðsla Þessi er krafist að Dagbjört, sem er á 43. aldursári, greiði aðstandendum mannsins átta milljónir króna hvoru í miskabætur auk útfararkostnað og málskostnað. Fram hefur komið í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Dagbjörtu að hún hafi á vettvangi greint lögreglu frá því að hinn látni hefði verið slappur og orkulaus dagana á undan. Hann væri sídettandi og stæði vart í fæturnar. Í skýrslutöku 24. september síðastliðinn hafi hún kveðist lítið muna eftir umræddum degi en mundi þó eftir einhverjum átökum á milli hennar og hins látna auk þess sem hún hafi kveðið brotaþola hafa verið með sjálfsskaðahugmyndir og reynt að valda sjálfum sér áverkum. Hann hafi látið öllum illum látum inni á heimilinu og haft í hótunum við hana. Í síðari skýrslutökum hjá lögreglu hafi hún að miklu leyti neitað að tjá sig. Upptökur til af ofbeldinu Þá sagði í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að við rannsókn málsins hafi tvö vitni greint frá því að Dagbjört hafi verið að beita hinn látna ofbeldi að kvöldi 22. september. Rætt hafi verið við nágranna í húsinu sem heyrðu læti og öskur í karlmanni dagana 22. og 23. september. Meðal gagna í málinu eru myndbönd og hljóðupptökur frá 22. og 23. september, tekin á síma hins látna og Dagbjartar. Myndefnið sé um tvær og hálf klukkustund að lengd og nái yfir tímabil frá hádegi á föstudeginum 22. september til rúmlega eitt næsta dag. „Á myndböndunum má sjá og heyra kærðu valda brotaþola ítrekuðum líkamsmeiðingum,“ segir í úrskurðinum. Við réttarkrufningu hafi komið í ljós fjölþættir áverkar á hinum látna og fram komi í bráðabirgðaskýrslu réttarkrufningar að áverkamyndin hafi verið nægilega veigamikil til að valda dauða. Lögreglumál Reykjavík Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Tengdar fréttir Tveggja daga líkamsmeiðingar til á upptöku Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms þess efnis að Dagbjörtu Rúnarsdóttur, konu á fimmtugsaldri sem ákærð hefur verið fyrir manndráp í Bátavogi, verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhald yfir henni rennur nú út þann 11. janúar á næsta ári. 20. desember 2023 10:16 Dagbjört ákærð fyrir manndráp í Bátavogi Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Dagbjörtu Rúnarsdóttur, 42 ára gamalli konu, fyrir manndráp í Bátavogi í Reykjavík þann 23. september síðastliðinn. 15. desember 2023 16:44 Áfram í gæsluvarðhaldi: Kryfja smáhund sem fannst í frysti Kona á fimmtugsaldri, sem grunuð er um að hafa orðið karlmanni að bana í íbúð í Bátavogi í Reykjavík, mun sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Rannsókn lögreglu krefst þess að smáhundur sem fannst dauður í frysti á vettvangi verði krufinn. 17. nóvember 2023 12:16 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Í ákærunni segir að Dagbjört hafi laugardaginn 23. september svipt karlmanninn lífi með því að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan. Hún hafi slegið hann og eða sparkað í hann, beitt þrýstingi á andlit hans, klof, bol, handleggi og fótleggi auk þess að taka hann hálstaki og taka fast um. Þá hafi hún snúið upp á og beygt fingur hans allt með þeim afleiðingum að hann hlaut margvíslega áverka á höfði og líkama. Áverkarnir voru svo miklir og dreifðir að þeir leiddu til dauða mannsins. Sextán milljóna króna bótagreiðsla Þessi er krafist að Dagbjört, sem er á 43. aldursári, greiði aðstandendum mannsins átta milljónir króna hvoru í miskabætur auk útfararkostnað og málskostnað. Fram hefur komið í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Dagbjörtu að hún hafi á vettvangi greint lögreglu frá því að hinn látni hefði verið slappur og orkulaus dagana á undan. Hann væri sídettandi og stæði vart í fæturnar. Í skýrslutöku 24. september síðastliðinn hafi hún kveðist lítið muna eftir umræddum degi en mundi þó eftir einhverjum átökum á milli hennar og hins látna auk þess sem hún hafi kveðið brotaþola hafa verið með sjálfsskaðahugmyndir og reynt að valda sjálfum sér áverkum. Hann hafi látið öllum illum látum inni á heimilinu og haft í hótunum við hana. Í síðari skýrslutökum hjá lögreglu hafi hún að miklu leyti neitað að tjá sig. Upptökur til af ofbeldinu Þá sagði í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að við rannsókn málsins hafi tvö vitni greint frá því að Dagbjört hafi verið að beita hinn látna ofbeldi að kvöldi 22. september. Rætt hafi verið við nágranna í húsinu sem heyrðu læti og öskur í karlmanni dagana 22. og 23. september. Meðal gagna í málinu eru myndbönd og hljóðupptökur frá 22. og 23. september, tekin á síma hins látna og Dagbjartar. Myndefnið sé um tvær og hálf klukkustund að lengd og nái yfir tímabil frá hádegi á föstudeginum 22. september til rúmlega eitt næsta dag. „Á myndböndunum má sjá og heyra kærðu valda brotaþola ítrekuðum líkamsmeiðingum,“ segir í úrskurðinum. Við réttarkrufningu hafi komið í ljós fjölþættir áverkar á hinum látna og fram komi í bráðabirgðaskýrslu réttarkrufningar að áverkamyndin hafi verið nægilega veigamikil til að valda dauða.
Lögreglumál Reykjavík Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Tengdar fréttir Tveggja daga líkamsmeiðingar til á upptöku Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms þess efnis að Dagbjörtu Rúnarsdóttur, konu á fimmtugsaldri sem ákærð hefur verið fyrir manndráp í Bátavogi, verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhald yfir henni rennur nú út þann 11. janúar á næsta ári. 20. desember 2023 10:16 Dagbjört ákærð fyrir manndráp í Bátavogi Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Dagbjörtu Rúnarsdóttur, 42 ára gamalli konu, fyrir manndráp í Bátavogi í Reykjavík þann 23. september síðastliðinn. 15. desember 2023 16:44 Áfram í gæsluvarðhaldi: Kryfja smáhund sem fannst í frysti Kona á fimmtugsaldri, sem grunuð er um að hafa orðið karlmanni að bana í íbúð í Bátavogi í Reykjavík, mun sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Rannsókn lögreglu krefst þess að smáhundur sem fannst dauður í frysti á vettvangi verði krufinn. 17. nóvember 2023 12:16 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Tveggja daga líkamsmeiðingar til á upptöku Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms þess efnis að Dagbjörtu Rúnarsdóttur, konu á fimmtugsaldri sem ákærð hefur verið fyrir manndráp í Bátavogi, verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhald yfir henni rennur nú út þann 11. janúar á næsta ári. 20. desember 2023 10:16
Dagbjört ákærð fyrir manndráp í Bátavogi Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Dagbjörtu Rúnarsdóttur, 42 ára gamalli konu, fyrir manndráp í Bátavogi í Reykjavík þann 23. september síðastliðinn. 15. desember 2023 16:44
Áfram í gæsluvarðhaldi: Kryfja smáhund sem fannst í frysti Kona á fimmtugsaldri, sem grunuð er um að hafa orðið karlmanni að bana í íbúð í Bátavogi í Reykjavík, mun sæta gæsluvarðhaldi til 7. desember næstkomandi. Rannsókn lögreglu krefst þess að smáhundur sem fannst dauður í frysti á vettvangi verði krufinn. 17. nóvember 2023 12:16