Unglingur hótaði hópi með hnífi Árni Sæberg skrifar 14. janúar 2024 07:25 Nokkuð margir fengu að gista á Hverfisgötunni í nótt. Þá kom hundur í stutta heimsókn á lögreglustöðina. Vísir/Vilhelm Talverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Meðal annars var tilkynnt um hóp ungmenna þar sem einn af hópnum hafði ógnað öðrum hópi ungmenna með hnífi í Kópavogi. Ungmennin voru á aldrinum fjórtán til fimmtán ára. Lögregla afgreiddi málið á staðnum þar sem hnífur var haldlagður og tilkynning send á barnaverndarnefnd. Frá þessu segir í dagbókarfærslu lögreglu fyrir nóttina. Þar segir einnig frá manni sem haldið hafði verið niðri af dyravörðum í miðborginni. Hann hafi, að sögn dyravarða, átt að hafa skallað mann inni á skemmtistað og bitið dyravörð í framhaldi af því. Dyravörðurinn hafi sýnt lögregluþjónum áverka, sem stemmdi við lýsinguna. Ekki hæfur til að vera meðal almennings Í dagbókinni segir að fimm manns gisti fangaklefa eftir gærkvöldið og nóttina. Talsvert hafi verið um að lögregla aðstoðaði ölvað og ósjálfbjarga fólk til síns heima. Tilkynnt hafi verið um slys vegna ölvunar í húsnæði í Reykjavík. Þegar tilkynnandi hafi ætlað að aðstoða hinn slasaða hafi hann brjálast og sig líklegan til þess að ráðast á þá sem ætluðu að aðstoða hann. Hann hafi náð að ráðast á einn rétt áður en lögregla kom á vettvang. Maðurinn hafi verið vistaður í fangaklefa. Þá hafi verið tilkynnt um æstan mann á fögnuði í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem þjónustar Kópavog og Garðabæ. Þegar lögreglu bar að garði hafi maðurinn reynst mjög ölvaður og ekki í ástandi til að vera meðal almennings. Hann hafi streist á móti lögreglu við handtöku og sparkað og hrækt í áttina til lögreglu. Hundur í óskilum vakti kátínu lögreglumanna Loks segir af afskiptum lögreglu af skemmtilegri borgara en ölvuðum mönnum í miðbænum. Tveir góðborgarar hafi komið með hund án ólar á lögreglugötuna á Hverfisgötu. Þeir hafi sagst hafa bankað upp á nærliggjandi hús, þar sem þeir fundu hundinn, en enginn kannast við að eiga hann. Blaðamaður ók fram hjá fallegum lausum hundi á Sölvhólsgötu skömmu fyrir klukkan 21 í gærkvöldi og því má gera ráð fyrir því að hundurinn hafi fundist á þeim slóðum. Í dagbókinni segir að eftir að góðborgararnir höfðu auglýst á samfélagsmiðlum að hundurinn væri hjá lögreglu hafi umráðamaður hundsins gefið sig fram og sótt hundinn. Hundurinn hafi reynst vera í pössun og óvart sloppið út nærri þeim stað sem hann fannst. „Hundurinn lét vel af sinni stuttu veru hjá lögreglu þar sem hann vakti lukku vakthafandi lögreglumanna.“ Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hundar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Frá þessu segir í dagbókarfærslu lögreglu fyrir nóttina. Þar segir einnig frá manni sem haldið hafði verið niðri af dyravörðum í miðborginni. Hann hafi, að sögn dyravarða, átt að hafa skallað mann inni á skemmtistað og bitið dyravörð í framhaldi af því. Dyravörðurinn hafi sýnt lögregluþjónum áverka, sem stemmdi við lýsinguna. Ekki hæfur til að vera meðal almennings Í dagbókinni segir að fimm manns gisti fangaklefa eftir gærkvöldið og nóttina. Talsvert hafi verið um að lögregla aðstoðaði ölvað og ósjálfbjarga fólk til síns heima. Tilkynnt hafi verið um slys vegna ölvunar í húsnæði í Reykjavík. Þegar tilkynnandi hafi ætlað að aðstoða hinn slasaða hafi hann brjálast og sig líklegan til þess að ráðast á þá sem ætluðu að aðstoða hann. Hann hafi náð að ráðast á einn rétt áður en lögregla kom á vettvang. Maðurinn hafi verið vistaður í fangaklefa. Þá hafi verið tilkynnt um æstan mann á fögnuði í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem þjónustar Kópavog og Garðabæ. Þegar lögreglu bar að garði hafi maðurinn reynst mjög ölvaður og ekki í ástandi til að vera meðal almennings. Hann hafi streist á móti lögreglu við handtöku og sparkað og hrækt í áttina til lögreglu. Hundur í óskilum vakti kátínu lögreglumanna Loks segir af afskiptum lögreglu af skemmtilegri borgara en ölvuðum mönnum í miðbænum. Tveir góðborgarar hafi komið með hund án ólar á lögreglugötuna á Hverfisgötu. Þeir hafi sagst hafa bankað upp á nærliggjandi hús, þar sem þeir fundu hundinn, en enginn kannast við að eiga hann. Blaðamaður ók fram hjá fallegum lausum hundi á Sölvhólsgötu skömmu fyrir klukkan 21 í gærkvöldi og því má gera ráð fyrir því að hundurinn hafi fundist á þeim slóðum. Í dagbókinni segir að eftir að góðborgararnir höfðu auglýst á samfélagsmiðlum að hundurinn væri hjá lögreglu hafi umráðamaður hundsins gefið sig fram og sótt hundinn. Hundurinn hafi reynst vera í pössun og óvart sloppið út nærri þeim stað sem hann fannst. „Hundurinn lét vel af sinni stuttu veru hjá lögreglu þar sem hann vakti lukku vakthafandi lögreglumanna.“
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hundar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira