Fyrirskipa brottflutning allra úr Grindavík Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. janúar 2024 16:57 Allri starfsemi í bænum verður einnig hætt. Á upplýsingafundi almannavarna rétt í þessu var tilkynnt að sú ákvörðun hefði verið tekin að fyrirskipa brottflutning allra þeirra sem dvelja í Grindavík og banna alla starfsemi í bænum. Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna segir á fundinum að þessi ráðstöfun taki gildi klukkan 19 á mánudaginn 15. janúar og gildi í þrjár vikur. Þá verði staðan endurmetin. Dvöl aðeins leyfð með sérstöku leyfi lögreglu Eingöngu verður heimilt að vera í Grindavík til að sinna björgun, rannsóknarstörf og fleiru slíku með sérstöku leyfi lögreglustjórann á Suðurnesjum og allir þeir sem dvelja í Grindavík nú eru beðnir um að hringja í 1717 og tilkynna brottflutning og nýjan dvalarstað. Samkvæmt Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra er ríkisstjórnin að vinna með Rauða krossinum að undirbúningi skammtímaúrræða við heimilisvanda Grindvíkinga sem eiga ekki í önnur hús að vernda og hafa dvalið í bænum síðustu daga. Vonandi hægt að tryggja örugga dvöl í sumar eða haust Aðspurður um hvort verði hægt að tryggja öryggi í bænum segir Víðir að markmiðið sé að eyða óvissunni eins og mögulegt er svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um stöðu mála að hverju sinni. Víðir segir einnig að unnið verði að því að tryggja öryggi í hverju hverfi fyrir sig og verður því bænum skipt eftir svæðum. Um leið og öryggi er talið tryggt á ákveðnu svæði verði opnað fyrir dvöl þar. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist vonast til þess að hægt verði að tryggja örugga dvöl í Grindavík í sumar eða haust. „Óvissan því miður mikil“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tjáði sig um tilkynninguna í færslu á Facebook. „Við munum áfram standa með Grindvíkingum í þessari langvarandi atburðarás þar sem óvissan er því miður enn mikil. Og gera það sem þarf til að komast í gegnum þessa ágjöf sem sannanlega er erfið fyrir Grindvíkinga alla sem mætt hafa stöðunni af einstöku æðruleysi,“ skrifar hún. Hún segir að hún muni sitja íbúafund sem haldin verði á þriðjudaginn ásamt fleiri ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Þar segir hún að farið verði yfir húsnæðismálin. Katrín tekur einnig fram að yfir standi samtal við lífeyrissjóðina vegna þeirra íbúa sem eru með íbúðalán hjá þeim og að verið sé að skoða úrræði vegna atvinnurekstrar í Grindavík. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna segir á fundinum að þessi ráðstöfun taki gildi klukkan 19 á mánudaginn 15. janúar og gildi í þrjár vikur. Þá verði staðan endurmetin. Dvöl aðeins leyfð með sérstöku leyfi lögreglu Eingöngu verður heimilt að vera í Grindavík til að sinna björgun, rannsóknarstörf og fleiru slíku með sérstöku leyfi lögreglustjórann á Suðurnesjum og allir þeir sem dvelja í Grindavík nú eru beðnir um að hringja í 1717 og tilkynna brottflutning og nýjan dvalarstað. Samkvæmt Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra er ríkisstjórnin að vinna með Rauða krossinum að undirbúningi skammtímaúrræða við heimilisvanda Grindvíkinga sem eiga ekki í önnur hús að vernda og hafa dvalið í bænum síðustu daga. Vonandi hægt að tryggja örugga dvöl í sumar eða haust Aðspurður um hvort verði hægt að tryggja öryggi í bænum segir Víðir að markmiðið sé að eyða óvissunni eins og mögulegt er svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um stöðu mála að hverju sinni. Víðir segir einnig að unnið verði að því að tryggja öryggi í hverju hverfi fyrir sig og verður því bænum skipt eftir svæðum. Um leið og öryggi er talið tryggt á ákveðnu svæði verði opnað fyrir dvöl þar. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist vonast til þess að hægt verði að tryggja örugga dvöl í Grindavík í sumar eða haust. „Óvissan því miður mikil“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tjáði sig um tilkynninguna í færslu á Facebook. „Við munum áfram standa með Grindvíkingum í þessari langvarandi atburðarás þar sem óvissan er því miður enn mikil. Og gera það sem þarf til að komast í gegnum þessa ágjöf sem sannanlega er erfið fyrir Grindvíkinga alla sem mætt hafa stöðunni af einstöku æðruleysi,“ skrifar hún. Hún segir að hún muni sitja íbúafund sem haldin verði á þriðjudaginn ásamt fleiri ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Þar segir hún að farið verði yfir húsnæðismálin. Katrín tekur einnig fram að yfir standi samtal við lífeyrissjóðina vegna þeirra íbúa sem eru með íbúðalán hjá þeim og að verið sé að skoða úrræði vegna atvinnurekstrar í Grindavík.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira