Fólk muni koma víða að til að sjá styttu af Reykvíkingi á heimsmælikvarða Árni Sæberg skrifar 12. janúar 2024 15:28 Einar telur að listaverkið verði mikil lyftistöng fyrir Reykjavík. Vísir/Einar Einar Þorsteinsson, sem tekur við embætti borgarstjóra í næstu viku, segir að Björk Guðmundsdóttir sé sá Reykvíkingur sem mest hefur gert til að koma Reykjavík á kortið á heimsvísu. Því hafi einróma ákvörðun borgarráðs um að heiðra hana með listaverki verið bæði góð og skemmtileg. Greint var frá því í gær að Björk Guðmundsdóttir hefði verið sæmd heiðursborgaranafnbót Reykjavíkur og að stytta yrði gerð henni til heiðurs. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir í samtali við Vísi að borgarráð hafi verið einróma þegar Dagur B. Eggertsson lagði fram tillögu að því að sæma Björk nafnbótinni. Það var hans síðasta verk á borgarráðsfundi sem borgarstjóri. Þeir Einar munu hafa stólaskipti á þriðjudag og Dagur verður formaður borgarráðs en Einar borgarstjóri. „Mér finnst þetta fyrst og fremst ótrúlega skemmtileg ákvörðun sem borgarráð tók einróma, að heiðra Björk Guðmundsdóttur sem heiðursborgara Reykjavíkurborgar. Við förum afar sparlega með þessar útnefningar, hún er aðeins sjöundi Reykvíkingurinn sem hlýtur þennan heiður. En hún er einfaldlega Reykvíkingur á heimsmælikvarða og einstök í sinni röð, það er bara þannig.“ Þá segist hann hafa fengið fjölda skilaboða í gær þar sem fólk tjáði honum ánægju sína með ákvörðun borgarráðs. Það sé skemmtileg tilbreyting. Sennilega ekki hefðbundin stytta Einar segir að einungis sé búið að samþykkja að gerð verði stytta til heiðurs Björk, útlit hennar og staðsetning hafi ekki verið ákveðið. Listakonan Gabríela Friðriksdóttir hafi verið fengin til verksins að beiðni Bjarkar. Þær séu perluvinkonur og muni vinna að gerð styttunnar saman. Hann kveðst ekki búast við því að styttan verði eitthvað í líkingu við hefðbundnar styttur af merkum mönnum. Þær stöllur séu listrænari en svo. Ýmislegt sem þarf að hafa í huga Þá segir Einar að alheimsfrægð Bjarkar muni að öllum líkindum gera það að verkum að töluverður fjöldi fólks muni leggja leið sína að listaverki sem skapað er henni til heiðurs. Því sé nauðsynlegt að hafa aðgengismál í huga þegar listaverkinu er valin staðsetning. Engin ákvörðun hafi verið tekin í þeim efnum og listakonurnar tvær muni koma að slíkri ákvörðun. Þó er ljóst að fara verður eftir hinum ýmsu reglum og í tilkynningu um ákvörðun borgarráðs segir að staðsetningin komi til ákvörðunar í umhverfis- og skipulagsráði og menningar- og íþróttaráði í samræmi við samþykktir um list í opinberu rými. Loks segir Einar að ekkert liggi fyrir um kostnað verkefnisins. Gabríela muni skila inn kostnaðaráætlun til borgarráðs, sem muni þó ekki samþykkja tugmilljóna framlag til verkefnisins. Kostnaðurinn verði ekki mikill í stóra samhenginu. Björk Reykjavík Myndlist Styttur og útilistaverk Borgarstjórn Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Greint var frá því í gær að Björk Guðmundsdóttir hefði verið sæmd heiðursborgaranafnbót Reykjavíkur og að stytta yrði gerð henni til heiðurs. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir í samtali við Vísi að borgarráð hafi verið einróma þegar Dagur B. Eggertsson lagði fram tillögu að því að sæma Björk nafnbótinni. Það var hans síðasta verk á borgarráðsfundi sem borgarstjóri. Þeir Einar munu hafa stólaskipti á þriðjudag og Dagur verður formaður borgarráðs en Einar borgarstjóri. „Mér finnst þetta fyrst og fremst ótrúlega skemmtileg ákvörðun sem borgarráð tók einróma, að heiðra Björk Guðmundsdóttur sem heiðursborgara Reykjavíkurborgar. Við förum afar sparlega með þessar útnefningar, hún er aðeins sjöundi Reykvíkingurinn sem hlýtur þennan heiður. En hún er einfaldlega Reykvíkingur á heimsmælikvarða og einstök í sinni röð, það er bara þannig.“ Þá segist hann hafa fengið fjölda skilaboða í gær þar sem fólk tjáði honum ánægju sína með ákvörðun borgarráðs. Það sé skemmtileg tilbreyting. Sennilega ekki hefðbundin stytta Einar segir að einungis sé búið að samþykkja að gerð verði stytta til heiðurs Björk, útlit hennar og staðsetning hafi ekki verið ákveðið. Listakonan Gabríela Friðriksdóttir hafi verið fengin til verksins að beiðni Bjarkar. Þær séu perluvinkonur og muni vinna að gerð styttunnar saman. Hann kveðst ekki búast við því að styttan verði eitthvað í líkingu við hefðbundnar styttur af merkum mönnum. Þær stöllur séu listrænari en svo. Ýmislegt sem þarf að hafa í huga Þá segir Einar að alheimsfrægð Bjarkar muni að öllum líkindum gera það að verkum að töluverður fjöldi fólks muni leggja leið sína að listaverki sem skapað er henni til heiðurs. Því sé nauðsynlegt að hafa aðgengismál í huga þegar listaverkinu er valin staðsetning. Engin ákvörðun hafi verið tekin í þeim efnum og listakonurnar tvær muni koma að slíkri ákvörðun. Þó er ljóst að fara verður eftir hinum ýmsu reglum og í tilkynningu um ákvörðun borgarráðs segir að staðsetningin komi til ákvörðunar í umhverfis- og skipulagsráði og menningar- og íþróttaráði í samræmi við samþykktir um list í opinberu rými. Loks segir Einar að ekkert liggi fyrir um kostnað verkefnisins. Gabríela muni skila inn kostnaðaráætlun til borgarráðs, sem muni þó ekki samþykkja tugmilljóna framlag til verkefnisins. Kostnaðurinn verði ekki mikill í stóra samhenginu.
Björk Reykjavík Myndlist Styttur og útilistaverk Borgarstjórn Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira