Fólk muni koma víða að til að sjá styttu af Reykvíkingi á heimsmælikvarða Árni Sæberg skrifar 12. janúar 2024 15:28 Einar telur að listaverkið verði mikil lyftistöng fyrir Reykjavík. Vísir/Einar Einar Þorsteinsson, sem tekur við embætti borgarstjóra í næstu viku, segir að Björk Guðmundsdóttir sé sá Reykvíkingur sem mest hefur gert til að koma Reykjavík á kortið á heimsvísu. Því hafi einróma ákvörðun borgarráðs um að heiðra hana með listaverki verið bæði góð og skemmtileg. Greint var frá því í gær að Björk Guðmundsdóttir hefði verið sæmd heiðursborgaranafnbót Reykjavíkur og að stytta yrði gerð henni til heiðurs. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir í samtali við Vísi að borgarráð hafi verið einróma þegar Dagur B. Eggertsson lagði fram tillögu að því að sæma Björk nafnbótinni. Það var hans síðasta verk á borgarráðsfundi sem borgarstjóri. Þeir Einar munu hafa stólaskipti á þriðjudag og Dagur verður formaður borgarráðs en Einar borgarstjóri. „Mér finnst þetta fyrst og fremst ótrúlega skemmtileg ákvörðun sem borgarráð tók einróma, að heiðra Björk Guðmundsdóttur sem heiðursborgara Reykjavíkurborgar. Við förum afar sparlega með þessar útnefningar, hún er aðeins sjöundi Reykvíkingurinn sem hlýtur þennan heiður. En hún er einfaldlega Reykvíkingur á heimsmælikvarða og einstök í sinni röð, það er bara þannig.“ Þá segist hann hafa fengið fjölda skilaboða í gær þar sem fólk tjáði honum ánægju sína með ákvörðun borgarráðs. Það sé skemmtileg tilbreyting. Sennilega ekki hefðbundin stytta Einar segir að einungis sé búið að samþykkja að gerð verði stytta til heiðurs Björk, útlit hennar og staðsetning hafi ekki verið ákveðið. Listakonan Gabríela Friðriksdóttir hafi verið fengin til verksins að beiðni Bjarkar. Þær séu perluvinkonur og muni vinna að gerð styttunnar saman. Hann kveðst ekki búast við því að styttan verði eitthvað í líkingu við hefðbundnar styttur af merkum mönnum. Þær stöllur séu listrænari en svo. Ýmislegt sem þarf að hafa í huga Þá segir Einar að alheimsfrægð Bjarkar muni að öllum líkindum gera það að verkum að töluverður fjöldi fólks muni leggja leið sína að listaverki sem skapað er henni til heiðurs. Því sé nauðsynlegt að hafa aðgengismál í huga þegar listaverkinu er valin staðsetning. Engin ákvörðun hafi verið tekin í þeim efnum og listakonurnar tvær muni koma að slíkri ákvörðun. Þó er ljóst að fara verður eftir hinum ýmsu reglum og í tilkynningu um ákvörðun borgarráðs segir að staðsetningin komi til ákvörðunar í umhverfis- og skipulagsráði og menningar- og íþróttaráði í samræmi við samþykktir um list í opinberu rými. Loks segir Einar að ekkert liggi fyrir um kostnað verkefnisins. Gabríela muni skila inn kostnaðaráætlun til borgarráðs, sem muni þó ekki samþykkja tugmilljóna framlag til verkefnisins. Kostnaðurinn verði ekki mikill í stóra samhenginu. Björk Reykjavík Myndlist Styttur og útilistaverk Borgarstjórn Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Greint var frá því í gær að Björk Guðmundsdóttir hefði verið sæmd heiðursborgaranafnbót Reykjavíkur og að stytta yrði gerð henni til heiðurs. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir í samtali við Vísi að borgarráð hafi verið einróma þegar Dagur B. Eggertsson lagði fram tillögu að því að sæma Björk nafnbótinni. Það var hans síðasta verk á borgarráðsfundi sem borgarstjóri. Þeir Einar munu hafa stólaskipti á þriðjudag og Dagur verður formaður borgarráðs en Einar borgarstjóri. „Mér finnst þetta fyrst og fremst ótrúlega skemmtileg ákvörðun sem borgarráð tók einróma, að heiðra Björk Guðmundsdóttur sem heiðursborgara Reykjavíkurborgar. Við förum afar sparlega með þessar útnefningar, hún er aðeins sjöundi Reykvíkingurinn sem hlýtur þennan heiður. En hún er einfaldlega Reykvíkingur á heimsmælikvarða og einstök í sinni röð, það er bara þannig.“ Þá segist hann hafa fengið fjölda skilaboða í gær þar sem fólk tjáði honum ánægju sína með ákvörðun borgarráðs. Það sé skemmtileg tilbreyting. Sennilega ekki hefðbundin stytta Einar segir að einungis sé búið að samþykkja að gerð verði stytta til heiðurs Björk, útlit hennar og staðsetning hafi ekki verið ákveðið. Listakonan Gabríela Friðriksdóttir hafi verið fengin til verksins að beiðni Bjarkar. Þær séu perluvinkonur og muni vinna að gerð styttunnar saman. Hann kveðst ekki búast við því að styttan verði eitthvað í líkingu við hefðbundnar styttur af merkum mönnum. Þær stöllur séu listrænari en svo. Ýmislegt sem þarf að hafa í huga Þá segir Einar að alheimsfrægð Bjarkar muni að öllum líkindum gera það að verkum að töluverður fjöldi fólks muni leggja leið sína að listaverki sem skapað er henni til heiðurs. Því sé nauðsynlegt að hafa aðgengismál í huga þegar listaverkinu er valin staðsetning. Engin ákvörðun hafi verið tekin í þeim efnum og listakonurnar tvær muni koma að slíkri ákvörðun. Þó er ljóst að fara verður eftir hinum ýmsu reglum og í tilkynningu um ákvörðun borgarráðs segir að staðsetningin komi til ákvörðunar í umhverfis- og skipulagsráði og menningar- og íþróttaráði í samræmi við samþykktir um list í opinberu rými. Loks segir Einar að ekkert liggi fyrir um kostnað verkefnisins. Gabríela muni skila inn kostnaðaráætlun til borgarráðs, sem muni þó ekki samþykkja tugmilljóna framlag til verkefnisins. Kostnaðurinn verði ekki mikill í stóra samhenginu.
Björk Reykjavík Myndlist Styttur og útilistaverk Borgarstjórn Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira