Búin að fá allar viðvaranir sem munu koma Jón Þór Stefánsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 9. janúar 2024 19:15 Víðir Reynisson segir að mögulega komi aftur til rýminga á næstu dögum, eða jafnvel fyrr. Vísir/Arnar Víðir Reynisson, sviðstjóri Almannavarna, segir fregnir af því að rúmmál kvikunnar á Reykjanesskaga sé orðið svipað og fyrir síðasta gos, breyta stöðunni. „Við erum alltaf að nálgast þennan tíma þar sem að kvikuhlaup gæti farið að stað, sem gæti endað með eldgosi. Við erum búin að fá í dag allar þær viðvaranir sem við munum fá. Það næsta sem gerist er að atburðurinn fer í gang.“ Hann segir að ef Veðurstofan fái vísbendingar um að sá atburður sé að hefjast þá verði aftur farið í rýmingar. „Þá verður allt svæðið rýmt um leið og það gerist. Þannig að Grindvíkingar og þeir sem dvelja eða starfa við Svartsengi þurfa að vera undirbúnir undir það að rýma með skömmum fyrirvara. Slíkar ákvarðanir gætu verið teknar með mjög stuttum fyrirvara,“ segir Víðir. „Það er ekki komið að því að rýma, en það gæti breyst mjög hratt, á næstu dögum eða jafnvel fyrr.“ Aðspurður um hvort það sé skynsamlegt að hefja atvinnustarfsemi á ný í Grindavík segir Víðir að ef fyrirtæki treysti sér til rýmingar á skömmum tíma þá hafi verið gefið leyfi fyrir því að hefja störf. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, sagði í dag að ekki væri hægt að útiloka að í nýtt eldgos myndi hefjast skammt frá Grindavík, eða jafnvel í bænum. Aðspurður út í þau ummæli sagði Víðir það vera einu alvarlegustu sviðsmyndina sem væri til skoðunar. „Það er ekki líklegasta sviðsmyndin, en það er ekki útilokað. Og þess vegna getum við ekki tekið neina sénsa og munum ekki gera það. Við munum rýma svæðið allt saman ef þetta fer af stað.“ Skilaboð Víðis til þeirra sem dvelja í Grindavík eru á þá leið að fólk skuli vera viðbúið því að þurfa að fara með skömmum fyrirvara. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
„Við erum alltaf að nálgast þennan tíma þar sem að kvikuhlaup gæti farið að stað, sem gæti endað með eldgosi. Við erum búin að fá í dag allar þær viðvaranir sem við munum fá. Það næsta sem gerist er að atburðurinn fer í gang.“ Hann segir að ef Veðurstofan fái vísbendingar um að sá atburður sé að hefjast þá verði aftur farið í rýmingar. „Þá verður allt svæðið rýmt um leið og það gerist. Þannig að Grindvíkingar og þeir sem dvelja eða starfa við Svartsengi þurfa að vera undirbúnir undir það að rýma með skömmum fyrirvara. Slíkar ákvarðanir gætu verið teknar með mjög stuttum fyrirvara,“ segir Víðir. „Það er ekki komið að því að rýma, en það gæti breyst mjög hratt, á næstu dögum eða jafnvel fyrr.“ Aðspurður um hvort það sé skynsamlegt að hefja atvinnustarfsemi á ný í Grindavík segir Víðir að ef fyrirtæki treysti sér til rýmingar á skömmum tíma þá hafi verið gefið leyfi fyrir því að hefja störf. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, sagði í dag að ekki væri hægt að útiloka að í nýtt eldgos myndi hefjast skammt frá Grindavík, eða jafnvel í bænum. Aðspurður út í þau ummæli sagði Víðir það vera einu alvarlegustu sviðsmyndina sem væri til skoðunar. „Það er ekki líklegasta sviðsmyndin, en það er ekki útilokað. Og þess vegna getum við ekki tekið neina sénsa og munum ekki gera það. Við munum rýma svæðið allt saman ef þetta fer af stað.“ Skilaboð Víðis til þeirra sem dvelja í Grindavík eru á þá leið að fólk skuli vera viðbúið því að þurfa að fara með skömmum fyrirvara.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira