Ákvörðun Svandísar hafi verið í samræmi við mat sérfræðinga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. janúar 2024 11:41 Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um tímabundna frestun upphafs hvalveiða var í samræmi við mat og ráðgjöf sérfræðinga matvælaráðuneytisins. Þetta er meðal þess sem er fullyrt í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að fullyrðingar um annað séu rangar. Í tilkynningunni segir að sökum framkominna fullyrðinga og umræðu í fjölmiðlum tengdri álits umboðsmanns vegna kvörtunar Hvals hf. um frestun upphafs hvalveiða vilji ráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri. Lögðu til reglugerð um frestun Þar segir ennfremur að þegar reglugerð um frestun hafi tekið gildi 20. júní hafi nýbirt álit fagráðs um velferð dýra verið rýnt innan ráðuneytisins. Sérfræðingar ráðuneytisins hafi lagt til í minnisblaði til Svandísar að sett yrði reglugerð til bráðabirgða um frestun upphafs veiða. Segir að stoð reglugerðarinnar sé í lögum um hvalveiðar sem heimili ráðuneytinu að takmarka veiðar við ákveðinntíma árs. Vísað er beint til minnisblaðsins í tilkynningu ráðuneytisins. „Ráðuneytið metur það svo að unnt sé að ná þeim markmiðum sem að er stefnt án þess að kveðið verði á um afdráttarlaust bann við veiðunum, með því að fresta upphafi veiðanna um sinn. Í því skyni er lagt til að sett verði ákvæði til bráðabirgða við reglugerð nr. 163/1973, um hvalveiðar, um að fresta upphafi hvalveiða árið 2023,“ segir meðal annars í minnisblaðinu. „Áður en veiðar geta hafist er ljóst að tryggja þarf að atriði sem lýst er í eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar og fjallað er um í áliti fagráðs endurtaki sig ekki. Í því ljósi og þar sem skammt er þar til áformað er að hefja veiðar er rétt að fresta upphafi vertíðarinnar þannig að ráðrúm gefist til þess að kanna hvort unnt sé að setja reglur sem tryggt geta að veiðar fari fram í samræmi við lög um velferð dýra. Til þess að gæta meðalhófs er þó ekki rétt að fresta upphafi vertíðar lengur en til 31. ágúst nk. að svo stöddu,“ segir í minnisblaðinu til ráðherra. Töldu viðbúið að málið yrði borið undir umboðsmann Þá segir í tilkynningu ráðuneytisins að lagt hafi verið til í minnisblaði sérfræðinganna til Svandísar að á gildistíma reglugerðarinnar yrði haft samráð við Hval hf. Fyrirtækinu yrði þannig veittur kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum um þær ráðstafanir sem mögulega yrði gripið til í kjölfarið til að veiðarnar gæti farið fram í samræmi við lög um velferð dýra og lög um hvalveiðar. Ráðuneytið hafi loks tekið fram að óháð því hvaða leið yrði farin væri viðbúið að málið yrði borið undir dómstóla og/eða umboðsmann Alþingis. Ráðuneytið hafi ekki talið forsendur til að spá fyrir um niðurstöðu slíks máls. Það hafi bent á að eins og í öllum málum af þessu tagi gæti reynt á ákvæði stjórnarskrárinnar og eftir atvikum bótaábyrgð ríkisins. Er að gefnu tilefni tekið fram að um sé að ræða sjálfgefna og eðlilega upplýsingagjöf ráðuneytisins til ráðherra. Hvalveiðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira
Þetta er meðal þess sem er fullyrt í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að fullyrðingar um annað séu rangar. Í tilkynningunni segir að sökum framkominna fullyrðinga og umræðu í fjölmiðlum tengdri álits umboðsmanns vegna kvörtunar Hvals hf. um frestun upphafs hvalveiða vilji ráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri. Lögðu til reglugerð um frestun Þar segir ennfremur að þegar reglugerð um frestun hafi tekið gildi 20. júní hafi nýbirt álit fagráðs um velferð dýra verið rýnt innan ráðuneytisins. Sérfræðingar ráðuneytisins hafi lagt til í minnisblaði til Svandísar að sett yrði reglugerð til bráðabirgða um frestun upphafs veiða. Segir að stoð reglugerðarinnar sé í lögum um hvalveiðar sem heimili ráðuneytinu að takmarka veiðar við ákveðinntíma árs. Vísað er beint til minnisblaðsins í tilkynningu ráðuneytisins. „Ráðuneytið metur það svo að unnt sé að ná þeim markmiðum sem að er stefnt án þess að kveðið verði á um afdráttarlaust bann við veiðunum, með því að fresta upphafi veiðanna um sinn. Í því skyni er lagt til að sett verði ákvæði til bráðabirgða við reglugerð nr. 163/1973, um hvalveiðar, um að fresta upphafi hvalveiða árið 2023,“ segir meðal annars í minnisblaðinu. „Áður en veiðar geta hafist er ljóst að tryggja þarf að atriði sem lýst er í eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar og fjallað er um í áliti fagráðs endurtaki sig ekki. Í því ljósi og þar sem skammt er þar til áformað er að hefja veiðar er rétt að fresta upphafi vertíðarinnar þannig að ráðrúm gefist til þess að kanna hvort unnt sé að setja reglur sem tryggt geta að veiðar fari fram í samræmi við lög um velferð dýra. Til þess að gæta meðalhófs er þó ekki rétt að fresta upphafi vertíðar lengur en til 31. ágúst nk. að svo stöddu,“ segir í minnisblaðinu til ráðherra. Töldu viðbúið að málið yrði borið undir umboðsmann Þá segir í tilkynningu ráðuneytisins að lagt hafi verið til í minnisblaði sérfræðinganna til Svandísar að á gildistíma reglugerðarinnar yrði haft samráð við Hval hf. Fyrirtækinu yrði þannig veittur kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum um þær ráðstafanir sem mögulega yrði gripið til í kjölfarið til að veiðarnar gæti farið fram í samræmi við lög um velferð dýra og lög um hvalveiðar. Ráðuneytið hafi loks tekið fram að óháð því hvaða leið yrði farin væri viðbúið að málið yrði borið undir dómstóla og/eða umboðsmann Alþingis. Ráðuneytið hafi ekki talið forsendur til að spá fyrir um niðurstöðu slíks máls. Það hafi bent á að eins og í öllum málum af þessu tagi gæti reynt á ákvæði stjórnarskrárinnar og eftir atvikum bótaábyrgð ríkisins. Er að gefnu tilefni tekið fram að um sé að ræða sjálfgefna og eðlilega upplýsingagjöf ráðuneytisins til ráðherra.
Hvalveiðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira