Erlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3
Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við stjórnarmann hjá Dýraverndarsambandi Íslands sem segir lög um velferð dýra hafa verið gengisfelld í áliti Umboðsmanns Alþingis á dögunum. 

Einnig verður rætt við jarðeðlisfræðing sem segir að þeir sem kjósa að dvelja í Grindavík ættu að vera undir það búnir að yfrgefa bæinn mjög hratt. Ekki sé hægt að útiloka að gossprunga opnist innan bæjarmarkanna.

Þá segjum við tíðindi af Bifröst og Háskólanum á Akureyri sem hafa samþykkt að hefja sameiningarviðræður.

Að auki heyrum við í framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði sem segir fráleitt að samtökin fái ekki sæti við borðið í yfirstandandi kjaraviðræðum.

Í íþróttapakkanum segjum við tíðindi af væntanlegu formannskjöri hjá KSÍ og fjöllum um EM í handbolta sem nálgast óðfluga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×