Innlent

Van­trausts­til­laga lögð fram um leið og þing kemur saman

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sigmundur segir viðbrögð matvælaráðherra við áliti Umboðsmanns Alþingis „ótrúleg“.
Sigmundur segir viðbrögð matvælaráðherra við áliti Umboðsmanns Alþingis „ótrúleg“. Vísir/Vilhelm

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir flokkinn munu leggja fram vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra um leið og Alþingi kemur saman 22. janúar næstkomandi.

Frá þessu greinir Morgunblaðið.

„Við höf­um áður sagt að ef rík­is­stjórn­in leys­ir ekki úr þessu máli áður en Alþingi kem­ur sam­an þurfi þingið að grípa inn í. Nú virðist, sam­kvæmt at­hug­un­um okk­ar, sem meiri­hluti sé fyr­ir van­traust­stil­lögu og í ljósi þess má gera ráð fyr­ir að við leggj­um hana fram, verði málið ekki leyst í millitíðinni,“ seg­ir Sig­mund­ur.

Varðandi stuðning hinna stjórnarandstöðuflokkanna segir Sigmundur það myndu koma sér á óvart ef einhver þingmaður andstöðunnar greiddi ekki atkvæði með vantrausti. Þá gefur hann í skyn að nægilega margir stjórnarþingmenn myndu styðja tillöguna til að hún næði í gegn.

Sigmundur segir viðbrögð Svandísar við niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis um að hún hafi brotið gegn lögum þegar hún setti tímabundið bann á hvalveiðar „ótrúleg“. Þá segir hann þetta spurningu um jafnræði.

„Það kom mér á óvart að sjá að Bjarni Bene­dikts­son skyldi víkja sem ráðherra án þess að hafa rætt við Vinstri-græna, að því er virðist, að hið sama myndi gilda um þá,“ seg­ir Sig­mund­ur.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur þegar lýst því yfir að vantrauststillaga verði lögð fram gegn matvælaráðherra þegar þing kemur saman. Sagði hún í samtali við fréttastofu í gær að líklega yrði um að ræða sameiginlega tillögu stjórnarandstöðunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×