Guðmundur Franklín vill Bjarna á Bessastaði Jón Þór Stefánsson skrifar 8. janúar 2024 20:51 Guðmundur Franklín Jónsson bauð sig fram til embættis forseta Íslands árið 2020. Vísir/Vilhelm Guðmundur Franklín Jónsson segist ekki liggja undir feldi þessa stundina og íhuga forsetaframboð. Hann segist ekki stefna á að gera slíkt aftur. Aðspurður segist hann ekki hafa talið að hann ætti séns í forsetakosningunum 2020. „Ég er ekki að fara að bjóða mig fram,“ segir Guðmundur. „Ég var bara að gera mína lýðræðislegu skyldu að hafa kosningar í landinu. Þetta embætti á ekki að vera á færibandi.“ Guðmundur Franklín bauð sig fram til forseta árið 2020 og hlaut 7,6 prósent atkvæða gegn Guðna Th. Jóhannessyni, fráfarandi forseta. Í kjölfarið stofnaði hann stjórnmálaflokk, Frjálslynda lýðræðisflokkinn, og bauð sig fram til Alþingis árið 2021, en komst ekki á þing. Fjölskyldan og peningar mikilvægir Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag ræddi Guðmundur um þau ráð sem hann gefur þeim sem ætla sér á Bessastaði eða eru að íhuga forsetaframboð. „Þú gerir þetta ekkert nema þú fáir leyfi frá þínum nánustu. Fyrst og fremst er það fjölskyldan sem verður að standa á bak við þig. Annars getur þú ekki gert þetta vel.“ Þá segir Guðmundur að peningur sé líka mikilvægur ætli maður sér í framboð. Hann segir að það þurfi á bilinu fimm til tíu milljónir króna. „Þú þarft að koma þér á framfæri. Þú þarft að nota hvert einasta tækifæri til að auglýsa þig því þú hefur svo skamman tíma til að kynna þig.“ Guðmundur segir að vegna þess að tíminn sé svo skammur þá sé betra fyrir þjóðþekktur. Þá fari minni vinna í að kynna sjálfan sig. „Þú átt ekki að líta á þetta þannig að þú vitir að þú sért að fara að sigra. Ef menn hafa áhuga á að reyna við að verða forseti Íslands þá verður þú að vera heill í því,“ segir Guðmundur spurður um ráð. „Þú verður að reyna að koma þér í fjölmiðla hvar sem er og hvernig sem er.“ Einnig minnist Guðmundur á að best sé að fara um landið. „Til þess að hitta fólkið, tala við það, heyra hvað það vill.“ Að sögn Guðmundar er ekki hægt að vera í annarri vinnu á meðan maður er í forsetaframbjóðandi. „Þú verður eiginlega að taka þér frí og þú verður að koma þér upp liðsveit, og helst skrifstofuaðstöðu einhvers staðar.“ Vill Bjarna á Bessastaði Aðspurður um hvern hann vilji sjá sem næsta forseta nefnir Guðmundur utanríkisráðherra, Bjarna Benediktsson. „Ég hugsa að hann myndi vinna þetta einn, tveir og þrír. Ég myndi kjósa hann hiklaust,“ segir Guðmundur, sem viðurkennir að hann hefur ekki kynnt sér þá frambjóðendur sem eru þegar komnir fram. Forsetakosningar 2020 Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Sjá meira
„Ég er ekki að fara að bjóða mig fram,“ segir Guðmundur. „Ég var bara að gera mína lýðræðislegu skyldu að hafa kosningar í landinu. Þetta embætti á ekki að vera á færibandi.“ Guðmundur Franklín bauð sig fram til forseta árið 2020 og hlaut 7,6 prósent atkvæða gegn Guðna Th. Jóhannessyni, fráfarandi forseta. Í kjölfarið stofnaði hann stjórnmálaflokk, Frjálslynda lýðræðisflokkinn, og bauð sig fram til Alþingis árið 2021, en komst ekki á þing. Fjölskyldan og peningar mikilvægir Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag ræddi Guðmundur um þau ráð sem hann gefur þeim sem ætla sér á Bessastaði eða eru að íhuga forsetaframboð. „Þú gerir þetta ekkert nema þú fáir leyfi frá þínum nánustu. Fyrst og fremst er það fjölskyldan sem verður að standa á bak við þig. Annars getur þú ekki gert þetta vel.“ Þá segir Guðmundur að peningur sé líka mikilvægur ætli maður sér í framboð. Hann segir að það þurfi á bilinu fimm til tíu milljónir króna. „Þú þarft að koma þér á framfæri. Þú þarft að nota hvert einasta tækifæri til að auglýsa þig því þú hefur svo skamman tíma til að kynna þig.“ Guðmundur segir að vegna þess að tíminn sé svo skammur þá sé betra fyrir þjóðþekktur. Þá fari minni vinna í að kynna sjálfan sig. „Þú átt ekki að líta á þetta þannig að þú vitir að þú sért að fara að sigra. Ef menn hafa áhuga á að reyna við að verða forseti Íslands þá verður þú að vera heill í því,“ segir Guðmundur spurður um ráð. „Þú verður að reyna að koma þér í fjölmiðla hvar sem er og hvernig sem er.“ Einnig minnist Guðmundur á að best sé að fara um landið. „Til þess að hitta fólkið, tala við það, heyra hvað það vill.“ Að sögn Guðmundar er ekki hægt að vera í annarri vinnu á meðan maður er í forsetaframbjóðandi. „Þú verður eiginlega að taka þér frí og þú verður að koma þér upp liðsveit, og helst skrifstofuaðstöðu einhvers staðar.“ Vill Bjarna á Bessastaði Aðspurður um hvern hann vilji sjá sem næsta forseta nefnir Guðmundur utanríkisráðherra, Bjarna Benediktsson. „Ég hugsa að hann myndi vinna þetta einn, tveir og þrír. Ég myndi kjósa hann hiklaust,“ segir Guðmundur, sem viðurkennir að hann hefur ekki kynnt sér þá frambjóðendur sem eru þegar komnir fram.
Forsetakosningar 2020 Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Sjá meira