Guðmundur Franklín vill Bjarna á Bessastaði Jón Þór Stefánsson skrifar 8. janúar 2024 20:51 Guðmundur Franklín Jónsson bauð sig fram til embættis forseta Íslands árið 2020. Vísir/Vilhelm Guðmundur Franklín Jónsson segist ekki liggja undir feldi þessa stundina og íhuga forsetaframboð. Hann segist ekki stefna á að gera slíkt aftur. Aðspurður segist hann ekki hafa talið að hann ætti séns í forsetakosningunum 2020. „Ég er ekki að fara að bjóða mig fram,“ segir Guðmundur. „Ég var bara að gera mína lýðræðislegu skyldu að hafa kosningar í landinu. Þetta embætti á ekki að vera á færibandi.“ Guðmundur Franklín bauð sig fram til forseta árið 2020 og hlaut 7,6 prósent atkvæða gegn Guðna Th. Jóhannessyni, fráfarandi forseta. Í kjölfarið stofnaði hann stjórnmálaflokk, Frjálslynda lýðræðisflokkinn, og bauð sig fram til Alþingis árið 2021, en komst ekki á þing. Fjölskyldan og peningar mikilvægir Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag ræddi Guðmundur um þau ráð sem hann gefur þeim sem ætla sér á Bessastaði eða eru að íhuga forsetaframboð. „Þú gerir þetta ekkert nema þú fáir leyfi frá þínum nánustu. Fyrst og fremst er það fjölskyldan sem verður að standa á bak við þig. Annars getur þú ekki gert þetta vel.“ Þá segir Guðmundur að peningur sé líka mikilvægur ætli maður sér í framboð. Hann segir að það þurfi á bilinu fimm til tíu milljónir króna. „Þú þarft að koma þér á framfæri. Þú þarft að nota hvert einasta tækifæri til að auglýsa þig því þú hefur svo skamman tíma til að kynna þig.“ Guðmundur segir að vegna þess að tíminn sé svo skammur þá sé betra fyrir þjóðþekktur. Þá fari minni vinna í að kynna sjálfan sig. „Þú átt ekki að líta á þetta þannig að þú vitir að þú sért að fara að sigra. Ef menn hafa áhuga á að reyna við að verða forseti Íslands þá verður þú að vera heill í því,“ segir Guðmundur spurður um ráð. „Þú verður að reyna að koma þér í fjölmiðla hvar sem er og hvernig sem er.“ Einnig minnist Guðmundur á að best sé að fara um landið. „Til þess að hitta fólkið, tala við það, heyra hvað það vill.“ Að sögn Guðmundar er ekki hægt að vera í annarri vinnu á meðan maður er í forsetaframbjóðandi. „Þú verður eiginlega að taka þér frí og þú verður að koma þér upp liðsveit, og helst skrifstofuaðstöðu einhvers staðar.“ Vill Bjarna á Bessastaði Aðspurður um hvern hann vilji sjá sem næsta forseta nefnir Guðmundur utanríkisráðherra, Bjarna Benediktsson. „Ég hugsa að hann myndi vinna þetta einn, tveir og þrír. Ég myndi kjósa hann hiklaust,“ segir Guðmundur, sem viðurkennir að hann hefur ekki kynnt sér þá frambjóðendur sem eru þegar komnir fram. Forsetakosningar 2020 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Sjá meira
„Ég er ekki að fara að bjóða mig fram,“ segir Guðmundur. „Ég var bara að gera mína lýðræðislegu skyldu að hafa kosningar í landinu. Þetta embætti á ekki að vera á færibandi.“ Guðmundur Franklín bauð sig fram til forseta árið 2020 og hlaut 7,6 prósent atkvæða gegn Guðna Th. Jóhannessyni, fráfarandi forseta. Í kjölfarið stofnaði hann stjórnmálaflokk, Frjálslynda lýðræðisflokkinn, og bauð sig fram til Alþingis árið 2021, en komst ekki á þing. Fjölskyldan og peningar mikilvægir Í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag ræddi Guðmundur um þau ráð sem hann gefur þeim sem ætla sér á Bessastaði eða eru að íhuga forsetaframboð. „Þú gerir þetta ekkert nema þú fáir leyfi frá þínum nánustu. Fyrst og fremst er það fjölskyldan sem verður að standa á bak við þig. Annars getur þú ekki gert þetta vel.“ Þá segir Guðmundur að peningur sé líka mikilvægur ætli maður sér í framboð. Hann segir að það þurfi á bilinu fimm til tíu milljónir króna. „Þú þarft að koma þér á framfæri. Þú þarft að nota hvert einasta tækifæri til að auglýsa þig því þú hefur svo skamman tíma til að kynna þig.“ Guðmundur segir að vegna þess að tíminn sé svo skammur þá sé betra fyrir þjóðþekktur. Þá fari minni vinna í að kynna sjálfan sig. „Þú átt ekki að líta á þetta þannig að þú vitir að þú sért að fara að sigra. Ef menn hafa áhuga á að reyna við að verða forseti Íslands þá verður þú að vera heill í því,“ segir Guðmundur spurður um ráð. „Þú verður að reyna að koma þér í fjölmiðla hvar sem er og hvernig sem er.“ Einnig minnist Guðmundur á að best sé að fara um landið. „Til þess að hitta fólkið, tala við það, heyra hvað það vill.“ Að sögn Guðmundar er ekki hægt að vera í annarri vinnu á meðan maður er í forsetaframbjóðandi. „Þú verður eiginlega að taka þér frí og þú verður að koma þér upp liðsveit, og helst skrifstofuaðstöðu einhvers staðar.“ Vill Bjarna á Bessastaði Aðspurður um hvern hann vilji sjá sem næsta forseta nefnir Guðmundur utanríkisráðherra, Bjarna Benediktsson. „Ég hugsa að hann myndi vinna þetta einn, tveir og þrír. Ég myndi kjósa hann hiklaust,“ segir Guðmundur, sem viðurkennir að hann hefur ekki kynnt sér þá frambjóðendur sem eru þegar komnir fram.
Forsetakosningar 2020 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Sjá meira