Gula pressan í Bretlandi greinir frá sviplegu andláti Catchpole en að sögn heimildamanna er ekki talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.
Hinn 39 ára gamli Morrison átti tvær dætur með Catchpole, hina fimmtán ára Elsie og hina fimm ára Ödu.
Morrison skaust upp á stjörnuhimininn árið 2006 þegar hann sendi frá sér fyrstu stuttskífuna sína, You Give Me Something. Hann hefur síðan þá gefið út fjölda gríðarvinsælla popplaga, þar á meðal slagarann Broken Strings sem má hlusta á hér að neðan: