Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Jón Þór Stefánsson skrifar 5. janúar 2024 16:37 Heiðrún Lind Marteinsdóttir segir að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafi vegið að lífsviðurværi fólks og fyrirtækja og finnst að Hvalur ætti að leita réttar síns. Vísir/Arnar/Vilhelm Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. „Þarna er staðfest að setning reglugerðar hafi verið í andstöðu við mikilvæg réttindi Hvals hf. er varða atvinnufrelsi og eignarrétt. Og síðan hafi verið farið gegn stjórnskipulegu meðalhófi við töku þessarar ákvörðunar. Það er að öllu leyti í samræmi við það sem við höfum sagt frá öndverðu.“ Í álitinu segir umboðsmaður að þar sem að ástandið sem hafi leitt af ákvörðuninni væri liðið beini hann engum tilmælum til matvælaráðherra, nema að sjónarmið álitsins verði ráðherra í huga til framtíðar. Minnst er á þetta í tilkynningu stjórnarráðsins um málið. „Mér finnst að niðurstaðan sé afvegaleidd í yfirlýsingunni á vef stjórnarráðsins. Ástandið er auðvitað um garð gengið vegna þess að vertíðin er yfirstaðin og því getur umboðsmaður lítið hlutast til um að rétta hlut Hvals,“ segir Heiðrún. Hún bendir á að Umboðsmaður vísi á dómstóla varðandi eftirmálana. „Það er alveg klárt í mínum huga að þegar að ráðherra vegur svo alvarlega að lífsviðurværi fólks og fyrirtækja nánast á einni nóttu, þá kemur ekki annað til greina en að ráðherra verði að sæta ábyrgð og að aðilar sæki þann rétt sem þeir hafi lögum samkvæmt.“ Spurð frekar út í ummæli sín um að ráðherra verði að sæta ábyrgð og hvort hún meini að Svandís ætti að segja af sér, lætur Heiðrún það liggja milli hluta. „Það er eitthvað sem ráðherra verður að eiga við sína samvisku og pólitíkin verður að ráða fram úr. Það er ekki í mínum verkahring að segja til um það.“ Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sér jákvæða hlið á áliti umboðsmanns Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir ekki gott að skort hafi lagaheimild þegar matvælaráðherra frestaði hvalveiðum í sumar. „En það er eitthvað sem gerist reglulega á Íslandi.“ 5. janúar 2024 15:10 Frestun hvalveiða átti sér ekki nægilega skýra stoð í lögum Álit Umboðsmanns Alþingis er að reglugerð um frestun upphafs hvalveiða í sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. 5. janúar 2024 13:59 Svandís svarar umboðsmanni: Ekki unnt að ná markmiðum með öðru en frestun Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis þar sem óskað er eftir svörum vegna ákvörðunar ráðherra um að banna hvalveiðar tímabundið. Í svörunum segir meðal annars að ekki hafi verið talið unnt að ná markmiðum um dýravelferð með öðrum hætti en frestun upphafs veiðitímabils. 23. ágúst 2023 10:29 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Aðeins 22% nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
„Þarna er staðfest að setning reglugerðar hafi verið í andstöðu við mikilvæg réttindi Hvals hf. er varða atvinnufrelsi og eignarrétt. Og síðan hafi verið farið gegn stjórnskipulegu meðalhófi við töku þessarar ákvörðunar. Það er að öllu leyti í samræmi við það sem við höfum sagt frá öndverðu.“ Í álitinu segir umboðsmaður að þar sem að ástandið sem hafi leitt af ákvörðuninni væri liðið beini hann engum tilmælum til matvælaráðherra, nema að sjónarmið álitsins verði ráðherra í huga til framtíðar. Minnst er á þetta í tilkynningu stjórnarráðsins um málið. „Mér finnst að niðurstaðan sé afvegaleidd í yfirlýsingunni á vef stjórnarráðsins. Ástandið er auðvitað um garð gengið vegna þess að vertíðin er yfirstaðin og því getur umboðsmaður lítið hlutast til um að rétta hlut Hvals,“ segir Heiðrún. Hún bendir á að Umboðsmaður vísi á dómstóla varðandi eftirmálana. „Það er alveg klárt í mínum huga að þegar að ráðherra vegur svo alvarlega að lífsviðurværi fólks og fyrirtækja nánast á einni nóttu, þá kemur ekki annað til greina en að ráðherra verði að sæta ábyrgð og að aðilar sæki þann rétt sem þeir hafi lögum samkvæmt.“ Spurð frekar út í ummæli sín um að ráðherra verði að sæta ábyrgð og hvort hún meini að Svandís ætti að segja af sér, lætur Heiðrún það liggja milli hluta. „Það er eitthvað sem ráðherra verður að eiga við sína samvisku og pólitíkin verður að ráða fram úr. Það er ekki í mínum verkahring að segja til um það.“
Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sér jákvæða hlið á áliti umboðsmanns Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir ekki gott að skort hafi lagaheimild þegar matvælaráðherra frestaði hvalveiðum í sumar. „En það er eitthvað sem gerist reglulega á Íslandi.“ 5. janúar 2024 15:10 Frestun hvalveiða átti sér ekki nægilega skýra stoð í lögum Álit Umboðsmanns Alþingis er að reglugerð um frestun upphafs hvalveiða í sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. 5. janúar 2024 13:59 Svandís svarar umboðsmanni: Ekki unnt að ná markmiðum með öðru en frestun Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis þar sem óskað er eftir svörum vegna ákvörðunar ráðherra um að banna hvalveiðar tímabundið. Í svörunum segir meðal annars að ekki hafi verið talið unnt að ná markmiðum um dýravelferð með öðrum hætti en frestun upphafs veiðitímabils. 23. ágúst 2023 10:29 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Aðeins 22% nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Sér jákvæða hlið á áliti umboðsmanns Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir ekki gott að skort hafi lagaheimild þegar matvælaráðherra frestaði hvalveiðum í sumar. „En það er eitthvað sem gerist reglulega á Íslandi.“ 5. janúar 2024 15:10
Frestun hvalveiða átti sér ekki nægilega skýra stoð í lögum Álit Umboðsmanns Alþingis er að reglugerð um frestun upphafs hvalveiða í sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. 5. janúar 2024 13:59
Svandís svarar umboðsmanni: Ekki unnt að ná markmiðum með öðru en frestun Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis þar sem óskað er eftir svörum vegna ákvörðunar ráðherra um að banna hvalveiðar tímabundið. Í svörunum segir meðal annars að ekki hafi verið talið unnt að ná markmiðum um dýravelferð með öðrum hætti en frestun upphafs veiðitímabils. 23. ágúst 2023 10:29