Innlent

Fluglitakóði færður í gulan yfir Gríms­vötnum

Lovísa Arnardóttir skrifar
Flogið yfir Grímsvötn og Skeiðarársand í Grímsvatnahlaup
Flogið yfir Grímsvötn og Skeiðarársand í Grímsvatnahlaup RAX

Fluglitakóðinn fyrir Grímsvötn hefur verið færður upp í gulan eftir að sex skjálftar yfir einum mældust á einum klukkutíma nærri Grímsvötnum. Skjálftahrinan byrjaði rétt rúmlega fjögur í dag og var stærsti skjálftinn um 1,6 að stærð.

„Þetta var gert rétt áðan. Það eru viðmið sem við erum með. Þetta er pínu óvanalegt. Það komu nokkrir skjálftar, sex eða sjö, yfir einn á klukkutíma. Þá erum við með það viðbragð að setja á gulan fluglitakóða. Það þýðir ekkert að það sé stopp bara að menn eru betur á varðbergi,“ segir Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni.

Hann segir að það megi því fljúga yfir en að menn hafi það í huga að það geti eitthvað breyst á stuttum tíma. Þrátt fyrir að skjálftarnir séu ekki stórir þá sé þetta hefðbundið viðbragð, að hækka fluglitakóðann.

Grímsvötn eru ein virkasta eldstöð landsins en þar hefur ekki gosið síðan 2011. Grímsvötn eru staðsett við vestanverða hásléttu Vatnajökuls.

Á myndinni má sjá fluglitakóða á landinu öllu. Gult er yfir Grímsvötnum og á Reykjanesi.Mynd/Veðurstofan

Tengdar fréttir

Mikið þarf að gerast á undan Torfa­jökuls­gosi

Landris mælist nú í Torfajökli vegna líklegrar kvikusöfnunar og grannt er fylgst með Öskju sem talin er vera að undirbúa sig fyrir gos. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir hins vegar ekki búast við gosi í Torfajökli strax og að næsta gos í Öskju verði sennilega ekki jafn stórt og það síðasta.

Engar sýni­legar breytingar á virkni í Gríms­vötnum

Engar sýnilegar breytingar eru á virkni í Grímsvötnum en frá áramótum hafa um tíu til þrjátíu skjálftar mælst þar í hverjum mánuði. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands en árleg vorferð Jöklarannsóknarfélags Íslands á Vatnajökul var farin fyrstu vikuna í júní.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×