Átján prósenta verðhækkun ólíðandi að mati bæjarstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2024 16:44 Íris Róbertsdóttir hefur áhyggjur af verðhækkunum í Vestmannaeyjum. Vísir/Egill HS veitur segja að skortur á raforku í landinu hafi leitt til 18 prósenta verðhækkunar á heitu vatni í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri segir ekkert í hendi um að ríkið komi til móts við Eyjamenn. Greint var frá því á heimasíðu HS Veitna þann 29. desember verðskrá hitaveitu í Eyjum myndi hækka um átján prósent. Ástæðan var sögð hækkun orkukostnaðar vegna raforkuskorts í landinu. Því þurfi að hækka verðið á heitu vatni til að mæta þeirri kostnaðarhækkun. Orkukaup nema um 90 prósentum af framleiðslukostnaði hitaveitunnar í Eyjum. Hún sker sig úr hvað varðar önnur þjónustusvæði HS Veitna að heitt vatn er framleittí Vestmannaeyjum með rafmagni. Olía er notuð þegar raforka er skert. „Búast má við að stjórnvöld muni hækka niðurgreiðslur til íbúa í Vestmannaeyjum um sömu prósentutölu,“ sagði á heimasíðu HS veitna. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Eyjum er full efasemda. Nýbúið að hækka verð „Þetta eru kaldar kveðjur,“ segir Íris í færslu um verðhækkunina á Facebook. Eyjamenn minnast þess að gjaldskrá HS veitna hækkaði um 7,39 prósent þann 1. september síðastliðinn. Fjórir mánuðir liðu á milli hækkana. Þá kom einnig fram að orkusparandi breyting á kyndistöðinni myndi skila vatni allt að fjórum gráðum kaldara en nú er. Sem kallar á kaup á heitu vatni í meira mæli. Tilkynnt var um breytingarnar föstudaginn 29. desember og tók verðhækkunin gildi á mánudaginn, 1. janúar. „Það er ólíðandi að þessum hækkunum sé skellt á með þessm hætti á sama tíma og erið er að biðla til fyrirtækja, ríkis og sveitarfélaga að gæta hófs í gjaldskrárhækkunum,“ segir Íris. Óvíst sé um niðurgreiðslu frá ríkinu. Fullyrða að stjórnvöld ætli að hækka niðurgreiðslu „Ríkið hefur ekki tilkynnt um að komið verði til móts við íbúa og því er ekkert í hendi um niðurgreiðslu á mót þessari miklu hækkun.“ HS veitur segjast lengi hafa bent á að rafkyntar hitaveitur, eins og Vestmannaeyingar nota, búi við afar erfitt rekstrarumhverfi og kallað eftir lagfæringum á því þannig að notendur þeirra búi við sambærilegan kostnað af húshitun og aðrir. „Eitt þessara atriða er að ríkið hækki niðurgreiðslu til notenda rafkyntra hitaveitna til jafns við þá sem nota beina rafhitun. Samkvæmt upplýsingum HS Veitna stefna stjórnvöld að hækkun niðurgreiðslna strax á nýju ári. Sú breyting mun þá skila sér beint til notenda hitaveitunnar í Vestmannaeyjum og ætti þannig hlífa þeim að miklu leyti við þeirri hækkun orkukostnaðar sem hitaveitan er að verða fyrir.“ Orkumál Vestmannaeyjar Verðlag Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Greint var frá því á heimasíðu HS Veitna þann 29. desember verðskrá hitaveitu í Eyjum myndi hækka um átján prósent. Ástæðan var sögð hækkun orkukostnaðar vegna raforkuskorts í landinu. Því þurfi að hækka verðið á heitu vatni til að mæta þeirri kostnaðarhækkun. Orkukaup nema um 90 prósentum af framleiðslukostnaði hitaveitunnar í Eyjum. Hún sker sig úr hvað varðar önnur þjónustusvæði HS Veitna að heitt vatn er framleittí Vestmannaeyjum með rafmagni. Olía er notuð þegar raforka er skert. „Búast má við að stjórnvöld muni hækka niðurgreiðslur til íbúa í Vestmannaeyjum um sömu prósentutölu,“ sagði á heimasíðu HS veitna. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Eyjum er full efasemda. Nýbúið að hækka verð „Þetta eru kaldar kveðjur,“ segir Íris í færslu um verðhækkunina á Facebook. Eyjamenn minnast þess að gjaldskrá HS veitna hækkaði um 7,39 prósent þann 1. september síðastliðinn. Fjórir mánuðir liðu á milli hækkana. Þá kom einnig fram að orkusparandi breyting á kyndistöðinni myndi skila vatni allt að fjórum gráðum kaldara en nú er. Sem kallar á kaup á heitu vatni í meira mæli. Tilkynnt var um breytingarnar föstudaginn 29. desember og tók verðhækkunin gildi á mánudaginn, 1. janúar. „Það er ólíðandi að þessum hækkunum sé skellt á með þessm hætti á sama tíma og erið er að biðla til fyrirtækja, ríkis og sveitarfélaga að gæta hófs í gjaldskrárhækkunum,“ segir Íris. Óvíst sé um niðurgreiðslu frá ríkinu. Fullyrða að stjórnvöld ætli að hækka niðurgreiðslu „Ríkið hefur ekki tilkynnt um að komið verði til móts við íbúa og því er ekkert í hendi um niðurgreiðslu á mót þessari miklu hækkun.“ HS veitur segjast lengi hafa bent á að rafkyntar hitaveitur, eins og Vestmannaeyingar nota, búi við afar erfitt rekstrarumhverfi og kallað eftir lagfæringum á því þannig að notendur þeirra búi við sambærilegan kostnað af húshitun og aðrir. „Eitt þessara atriða er að ríkið hækki niðurgreiðslu til notenda rafkyntra hitaveitna til jafns við þá sem nota beina rafhitun. Samkvæmt upplýsingum HS Veitna stefna stjórnvöld að hækkun niðurgreiðslna strax á nýju ári. Sú breyting mun þá skila sér beint til notenda hitaveitunnar í Vestmannaeyjum og ætti þannig hlífa þeim að miklu leyti við þeirri hækkun orkukostnaðar sem hitaveitan er að verða fyrir.“
Orkumál Vestmannaeyjar Verðlag Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent