Sprautaði kryddvökva úr heimagerðu vopni í andlit leigubílstjóra Jón Þór Stefánsson skrifar 4. janúar 2024 14:34 Leigubílstjóri varð fyrir barðinu á manninum. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Karlmaður með langan sakaferill hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að brjóta á leigubílstjóra, sem og önnur minniháttar brot. Manninum var gefið a sök að hafa, í október 2021, blekkt leigubílstjóra til að aka sér frá Laugavegi í Reykjavík að ótilgreindum stað, með viðkomu í Holtagörðum, án þess að geta eða ætla sér að greiða fyrir farið. Hann hafi greitt lítinn hluta fjargjaldsins, en síðan ráðist á leigubílstjórann og spreyjað kryddvökva í andlit hans með heimagerðu úðavopni. Síðan hafi hann tekið spjaldtölvu leigubílstjórans ófrjálsri hendi og hlaupið á brott. Maðurinn var einnig ákærður fyrir þrenn brot til viðbótar. Í fyrsta lagi fyrir að taka bíl í heimildarleysi og aka henni án ökuréttinda og undir áhrifum amfetamíns í Reykjavík. Í öðru lagi fyrir að spenna upp glugga að íbúð í Reykjavík og ryðjast inn í hana í heimildarleysi. Og í þriðja lagi fyrir að stela vörum úr Nettó Mjóddinni að andvirði tæplega fimm þúsund króna. Maðurinn játaði sök og þótti dómnum sannað með játningunni og öðrum gögnum málsins að hann hefði framið þann verknað sem honum var gefið að sök. Líkt og áður segir á maðurinn langan sakaferill að baki. Síðast hlaut hann dóm í desember. Þá var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi vegna sérlega hættulegrar líkamsárásar. Í dómi héraðsdóms er farið yfir fleiri dóma sem maðurinn hefur hlotið. En honum var dæmdur hegningarauki vegna einhverra brotanna. Hann hlaut sjö mánaða fangelsisdóm og er gert að greiða tæpar 800 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Leigubílar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Manninum var gefið a sök að hafa, í október 2021, blekkt leigubílstjóra til að aka sér frá Laugavegi í Reykjavík að ótilgreindum stað, með viðkomu í Holtagörðum, án þess að geta eða ætla sér að greiða fyrir farið. Hann hafi greitt lítinn hluta fjargjaldsins, en síðan ráðist á leigubílstjórann og spreyjað kryddvökva í andlit hans með heimagerðu úðavopni. Síðan hafi hann tekið spjaldtölvu leigubílstjórans ófrjálsri hendi og hlaupið á brott. Maðurinn var einnig ákærður fyrir þrenn brot til viðbótar. Í fyrsta lagi fyrir að taka bíl í heimildarleysi og aka henni án ökuréttinda og undir áhrifum amfetamíns í Reykjavík. Í öðru lagi fyrir að spenna upp glugga að íbúð í Reykjavík og ryðjast inn í hana í heimildarleysi. Og í þriðja lagi fyrir að stela vörum úr Nettó Mjóddinni að andvirði tæplega fimm þúsund króna. Maðurinn játaði sök og þótti dómnum sannað með játningunni og öðrum gögnum málsins að hann hefði framið þann verknað sem honum var gefið að sök. Líkt og áður segir á maðurinn langan sakaferill að baki. Síðast hlaut hann dóm í desember. Þá var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi vegna sérlega hættulegrar líkamsárásar. Í dómi héraðsdóms er farið yfir fleiri dóma sem maðurinn hefur hlotið. En honum var dæmdur hegningarauki vegna einhverra brotanna. Hann hlaut sjö mánaða fangelsisdóm og er gert að greiða tæpar 800 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Leigubílar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira