Fór straumur um líkamann eftir að sortuæxlið var fjarlægt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2024 12:39 Katrín sagði upp störfum sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja í ágúst síðastliðnum. Vísir/Baldur hrafnkell Katrín Júlíusdóttir rithöfundur og fyrrverandi ráðherra, Alþingismaður og framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja greindist með sortuæxli á eyra síðastliðið haust. Hún gekkst undir aðgerð sem heppnaðist vel en verður í stífu eftirliti næstu mánuði. Katrín greinir frá þessu í áramótauppgjöri sínu á Facebook. Þar segir hún lamandi ótta hafa einkennt árið í bland við gleði, ferðalög, djúpt þakklæti og vináttu. Katrín upplýsir að hún hafi gengist undir aðgerð á hné á árinu og geti loks gengið verkjalaus eftir áratuga bras. Haustið 2023 hafi hún fengið greiningu þess efnis að hún væri með sortuæxli á eyra. Það hafi verið fjölskyldunni mikið áfall og „óttinn á köflum lamandi“. Átti erfitt með að ræða málin „Missti ég nánast málið um tíma, átti svo erfitt með að tala um þetta, því hef ég litlu deilt utan nánasta hrings fyrr en núna. Fór í tvær aðgerðir þar sem eyrað var skorið og byggt upp auk þess sem eitill var fjarlægður í þeirri seinni,“ segir Katrín. Bjarni M. Bjarnason eiginmaður hennar og rithöfundur hafi staðið við hlið hennar eins og klettur og synirnir sömuleiðis. Bjarni hafi farið í viðtal í Kiljunni daginn fyrir síðari aðgerðina með þrumuský óvisunnar yfir sér. Þar var Dúnstúlkan í þokunni, bók Bjarna, til umfjöllunar. „Ég fékk því að dást að mínum heittelskaða í sjúkrarúmi á LSH.“ Þremur dögum síðar var Bjarni tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Öll fjölskyldan var viðstödd. Stíft eftirlit næstu misseri „Þar brostum við í einlægri gleði - enn með þrumuský óvissunnar yfir okkur. Svona er lífið marglaga og myndirnar sem við birtum segja ekki alla söguna,“ segir Katrín og vísar til glansmyndarinnar sem fylgi birtingum á samfélagsmyndum. Fjölskyldan hafi svo fengið bestu fréttirnar í desember. Allt meinið hafi náðst úr eyra Katrínar. „Nú er að hlúa að líkama og sál auk þess sem ég verð í stífu eftirliti næstu misseri. Er svo þakklát fyrir heilbrigðisstarfsfólkið okkar. Á ekki orð yfir þakklætið. Er líka svo þakklát fyrir lífið sjálft og líf okkar fjölskyldunnar nákvæmlega eins og það er núna,“ segir Katrín. „Daginn eftir að ég fékk bestu fréttirnar slaknaði um stund á öllum líkamanum og um mig fór straumur þakklætis af slíkri dýpt að erfitt er að lýsa - líkist því helst að fá nýfætt barn í fangið.“ Heilbrigðismál Garðabær Ástin og lífið Tengdar fréttir Katrín segir upp störfum hjá SFF Katrín Júlíusdóttir hefur sagt starfi sínu, sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, lausu eftir tæplega sex ára starf fyrir samtökin. Þetta kemur fram á vef SFF þar sem segir að hún hafi upplýst stjórn samtakanna um þetta fyrr í mánuðinum. 29. ágúst 2022 16:38 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Tíu smart kósýgallar Lífið Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira
Katrín greinir frá þessu í áramótauppgjöri sínu á Facebook. Þar segir hún lamandi ótta hafa einkennt árið í bland við gleði, ferðalög, djúpt þakklæti og vináttu. Katrín upplýsir að hún hafi gengist undir aðgerð á hné á árinu og geti loks gengið verkjalaus eftir áratuga bras. Haustið 2023 hafi hún fengið greiningu þess efnis að hún væri með sortuæxli á eyra. Það hafi verið fjölskyldunni mikið áfall og „óttinn á köflum lamandi“. Átti erfitt með að ræða málin „Missti ég nánast málið um tíma, átti svo erfitt með að tala um þetta, því hef ég litlu deilt utan nánasta hrings fyrr en núna. Fór í tvær aðgerðir þar sem eyrað var skorið og byggt upp auk þess sem eitill var fjarlægður í þeirri seinni,“ segir Katrín. Bjarni M. Bjarnason eiginmaður hennar og rithöfundur hafi staðið við hlið hennar eins og klettur og synirnir sömuleiðis. Bjarni hafi farið í viðtal í Kiljunni daginn fyrir síðari aðgerðina með þrumuský óvisunnar yfir sér. Þar var Dúnstúlkan í þokunni, bók Bjarna, til umfjöllunar. „Ég fékk því að dást að mínum heittelskaða í sjúkrarúmi á LSH.“ Þremur dögum síðar var Bjarni tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Öll fjölskyldan var viðstödd. Stíft eftirlit næstu misseri „Þar brostum við í einlægri gleði - enn með þrumuský óvissunnar yfir okkur. Svona er lífið marglaga og myndirnar sem við birtum segja ekki alla söguna,“ segir Katrín og vísar til glansmyndarinnar sem fylgi birtingum á samfélagsmyndum. Fjölskyldan hafi svo fengið bestu fréttirnar í desember. Allt meinið hafi náðst úr eyra Katrínar. „Nú er að hlúa að líkama og sál auk þess sem ég verð í stífu eftirliti næstu misseri. Er svo þakklát fyrir heilbrigðisstarfsfólkið okkar. Á ekki orð yfir þakklætið. Er líka svo þakklát fyrir lífið sjálft og líf okkar fjölskyldunnar nákvæmlega eins og það er núna,“ segir Katrín. „Daginn eftir að ég fékk bestu fréttirnar slaknaði um stund á öllum líkamanum og um mig fór straumur þakklætis af slíkri dýpt að erfitt er að lýsa - líkist því helst að fá nýfætt barn í fangið.“
Heilbrigðismál Garðabær Ástin og lífið Tengdar fréttir Katrín segir upp störfum hjá SFF Katrín Júlíusdóttir hefur sagt starfi sínu, sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, lausu eftir tæplega sex ára starf fyrir samtökin. Þetta kemur fram á vef SFF þar sem segir að hún hafi upplýst stjórn samtakanna um þetta fyrr í mánuðinum. 29. ágúst 2022 16:38 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Tíu smart kósýgallar Lífið Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira
Katrín segir upp störfum hjá SFF Katrín Júlíusdóttir hefur sagt starfi sínu, sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, lausu eftir tæplega sex ára starf fyrir samtökin. Þetta kemur fram á vef SFF þar sem segir að hún hafi upplýst stjórn samtakanna um þetta fyrr í mánuðinum. 29. ágúst 2022 16:38