Innlent

Tómas Guð­bjarts í leyfi sam­kvæmt eigin ósk

Jakob Bjarnar skrifar
Tómas Guðbjartsson skurðlæknir. Hann er nú kominn í leyfi frá störfum. Ríkisútvarpið setur það í þráðbeint samhengi við Plastbarkamálið svokallað.
Tómas Guðbjartsson skurðlæknir. Hann er nú kominn í leyfi frá störfum. Ríkisútvarpið setur það í þráðbeint samhengi við Plastbarkamálið svokallað. vísir/vilhelm

Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landsspítalanum, er kominn í veikindaleyfi. Samkvæmt heimildum Vísis er það Tómas sjálfur sem óskaði eftir því að fara í leyfi.

RÚV birtir frétt þar sem leyfi Tómasar er sett í þráðbeint samhengi við plastbarkamálið svokallað en í þættinum Þetta helst á Rás 1 er því haldið fram staða Tómasar og framtíð hans sé í skoðun hjá æðstu stjórnendum spítalans.

Plastbarkamálið neitar að deyja og Vísir greindi ítarlega frá því á dögunum. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur sent Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítalans bréf þar sem hann fer fram á skaðabætur fyrir hönd Merhawit Baryamikael Tesfaslase, sem er eftirlifandi eiginkona fyrsta plastbarkaþegans í heiminum, Andemariam Beyene. En hann var sjúklingur Tómasar.

Þátturinn Þetta helst á Rás 1 telur sig hafa heimildir fyrir því að allnokkrir æðstu stjórnendur spítalans telji að Tómas megi sæta ábyrgð á sínum þætti í málinu. Er því haldið fram að margir telji að hann verði að hætta, svo afdrifarík sé aðkoma hans að aðgerðinni á Beyene.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×