Innlent

Spáð í forsetaspilin

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sitt sýndist hverjum um það sem næsti forseti þarf að hafa til brunns að bera.
Sitt sýndist hverjum um það sem næsti forseti þarf að hafa til brunns að bera.

Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi um þau tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson forseti hefði ákveðið að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil í embætti. Fólk var spurt hvaða manneskju það vildi sjá í embætti forseta Íslands næst.

Sitt sýndist hverjum, einn nefndi að Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor yrði tilvalinn í embætti forseta, á meðan annar spurði hvort Ástþór Magnússon væri laus. Flestir voru þó sammála um að vilja Guðna áfram eða að fá einhvern í embættið sem hefði hans eiginleika. Einn sagði að tími væri til kominn að kona verði næsti forseti.

Í klippunni hér að ofan er hægt að sjá viðtölin en þar er einnig að finna viðtal við Guðna Th. Jóhannesson, forseta.


Tengdar fréttir

Landlæknir, ráðherrar og rithöfundar orðaðir við Bessastaði

Forystufólk í heilbrigðiskerfinu, ráðherrar og rithöfundar eru orðaðir við forsetaframboð í sumar. Almannatengill býst við fjörugum kappræðum og mörgum frambjóðendum. Hann telur að sagan muni fara mjúkum höndum um núverandi forseta og ákvörðun hans um að láta gott heita.

„Ég hef enga eftirsjá“

„Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur.

Alls kyns yfirlýsingar tengdar forsetaframboði

Þjóðþekktir einstaklingar hafa gefið út ýmiss konar yfirlýsingar tengdar forsetaframboði eftir að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tilkynnti að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Dóri DNA fullyrðir að hann muni bjóða sig fram.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×