Innlent

Mildi að ekki fór verr þegar farmur féll á Hring­braut

Jón Þór Stefánsson skrifar
Nokkur umferð myndaðist vegna slyssins.
Nokkur umferð myndaðist vegna slyssins. Vísir/Ólafur

„Það er mikil mildi að ekki fór verr,“ segir Guðmundur Berg, hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um farm úr járni sem féll af vörflutningabíl á Hringbraut í Reykjavík um tvöleytið í dag.

„Þarna var farmur sem fór á ferðina og var á flatvagni. Hann veltur þarna fram af og rúllar niður fram af steyptum kanti,“ útskýrir Guðmundur.

Einungis urðu skemmdir á sjálfum farminum og ljósastaur sem lenti illa í því.

Guðmundur segir að sem betur fer hafi engin slys orðið á fólki, en litlu hefði mátt muna því mikil umferð sé um Hringbraut.

Líkt og áður segir fór farmurinn niður um tvöleytið í dag, en hann hefur nú verið fjarlægður. Það tók þó sinn tíma, enda var járnfarmurinn þungur og því þurfti að koma græjum að til að fjarlægja hann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×