Áramótum fagnað víða um land: Brenna á Eyrarbakka en engin í Kópavogi Helena Rós Sturludóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 31. desember 2023 14:25 Áramótabrennur draga marga að. vísir/vilhelm Áramótabrennur verða með hefðbundnum hætti ár en þó ekki í Kópavogi og Hafnarfirði, þar sem engar brennur verða. Íbúar segja margir hverjir þetta svekkjandi. Í kvöld verða áramótabrennur tendraðar á tíu stöðum í Reykjavík. Tvær í Garðabæ, ein á Seltjarnarnesi og ein í Mosfellsbæ. Í Kópavogi og Hafnarfirði verða hins vegar engar brennur. Einnig verður áramótabrenna á Akureyri, á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri, í Neskaupstað, á fjórum stöðum í Múlaþingi og í Skagafirði svo nokkrir staðir séu nefndir. Fréttamaður fór á stúfana í Hafnarfirði og Kópavogi og athugaði hvernig þessi breyting leggist í bæjarbúa. , Nú eru engar áramótabrennur í Kópavogi, hefur það áhrif á ykkur? „Nei, ekki þannig. Það hefði kannski verið gaman að fara með krakkanna en ég vissi satt best að segja vissi ekki einu sinni af því,“ segir Jón Gunnar Kristjánsson, íbúi í Kópavogi. Ósáttur með breytinguna Gísli Rúnar Guðmundsson tekur í annan streng og sér á eftir brennunni í Kópavogi sem hann segir skemmtilega hefð sem hann vilji halda í. „Ég er bara mjög sjokkeraður yfir því, það er mikil hefð að fara á brennur og ætli við förum ekki inn á Ægissíðu.” Arnór Guðmundsson kippir sér hins vegar lítið upp við þetta. Ferðu gjarnan ekki á brennur? „Jú bara stundum þegar ég er í stuði sko en ekkert alltaf.“ Aðallega gert fyrir börnin Guðrún Elsa Tryggvadóttir, íbúi í Kópavogi segir þessa breytingu ekki hafa áhrif á fjölskylduna en þar spili inn í aldur sonar síns. “Við erum með svo lítið barn að hann hefur ekki áhuga á þessu núna. Kannski myndi það gera það ef hann væri aðeins eldri.” Emil Alfreð Emilsson lét sig brennurnar í Hafnarfirði lítið varða en Ugla Margrét kaus að tjá sig sem minnst um málið. Saga Úlfarsdóttir, íbúi í Hafnarfirði segir fjölskylduna vera á leiðinni upp í sveit og brennuleysi í Hafnarfirði breyti því litlu fyrir þau þetta árið. Henning Henningsson, íbúi í Hafnarfirði segir þetta hafa lítil áhrif á sig þar sem hann hafi lítið farið á brennur undanfarin ár. „Svo þetta er bara allt í góðu fyrir okkur.“ Ása Karen Hólm tekur undir og segir þetta hafi ekki verið hluti af áramótahefð fjölskyldunnar undanfarin ár. „Meira þegar við vorum með minni börn en ég skil þau sem eru ekki með börn, að þau sjái á eftir þessu.“ Áramót Kópavogur Hafnarfjörður Árborg Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Einnig verður áramótabrenna á Akureyri, á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri, í Neskaupstað, á fjórum stöðum í Múlaþingi og í Skagafirði svo nokkrir staðir séu nefndir. Fréttamaður fór á stúfana í Hafnarfirði og Kópavogi og athugaði hvernig þessi breyting leggist í bæjarbúa. , Nú eru engar áramótabrennur í Kópavogi, hefur það áhrif á ykkur? „Nei, ekki þannig. Það hefði kannski verið gaman að fara með krakkanna en ég vissi satt best að segja vissi ekki einu sinni af því,“ segir Jón Gunnar Kristjánsson, íbúi í Kópavogi. Ósáttur með breytinguna Gísli Rúnar Guðmundsson tekur í annan streng og sér á eftir brennunni í Kópavogi sem hann segir skemmtilega hefð sem hann vilji halda í. „Ég er bara mjög sjokkeraður yfir því, það er mikil hefð að fara á brennur og ætli við förum ekki inn á Ægissíðu.” Arnór Guðmundsson kippir sér hins vegar lítið upp við þetta. Ferðu gjarnan ekki á brennur? „Jú bara stundum þegar ég er í stuði sko en ekkert alltaf.“ Aðallega gert fyrir börnin Guðrún Elsa Tryggvadóttir, íbúi í Kópavogi segir þessa breytingu ekki hafa áhrif á fjölskylduna en þar spili inn í aldur sonar síns. “Við erum með svo lítið barn að hann hefur ekki áhuga á þessu núna. Kannski myndi það gera það ef hann væri aðeins eldri.” Emil Alfreð Emilsson lét sig brennurnar í Hafnarfirði lítið varða en Ugla Margrét kaus að tjá sig sem minnst um málið. Saga Úlfarsdóttir, íbúi í Hafnarfirði segir fjölskylduna vera á leiðinni upp í sveit og brennuleysi í Hafnarfirði breyti því litlu fyrir þau þetta árið. Henning Henningsson, íbúi í Hafnarfirði segir þetta hafa lítil áhrif á sig þar sem hann hafi lítið farið á brennur undanfarin ár. „Svo þetta er bara allt í góðu fyrir okkur.“ Ása Karen Hólm tekur undir og segir þetta hafi ekki verið hluti af áramótahefð fjölskyldunnar undanfarin ár. „Meira þegar við vorum með minni börn en ég skil þau sem eru ekki með börn, að þau sjái á eftir þessu.“
Áramót Kópavogur Hafnarfjörður Árborg Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira