Áramótum fagnað víða um land: Brenna á Eyrarbakka en engin í Kópavogi Helena Rós Sturludóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 31. desember 2023 14:25 Áramótabrennur draga marga að. vísir/vilhelm Áramótabrennur verða með hefðbundnum hætti ár en þó ekki í Kópavogi og Hafnarfirði, þar sem engar brennur verða. Íbúar segja margir hverjir þetta svekkjandi. Í kvöld verða áramótabrennur tendraðar á tíu stöðum í Reykjavík. Tvær í Garðabæ, ein á Seltjarnarnesi og ein í Mosfellsbæ. Í Kópavogi og Hafnarfirði verða hins vegar engar brennur. Einnig verður áramótabrenna á Akureyri, á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri, í Neskaupstað, á fjórum stöðum í Múlaþingi og í Skagafirði svo nokkrir staðir séu nefndir. Fréttamaður fór á stúfana í Hafnarfirði og Kópavogi og athugaði hvernig þessi breyting leggist í bæjarbúa. , Nú eru engar áramótabrennur í Kópavogi, hefur það áhrif á ykkur? „Nei, ekki þannig. Það hefði kannski verið gaman að fara með krakkanna en ég vissi satt best að segja vissi ekki einu sinni af því,“ segir Jón Gunnar Kristjánsson, íbúi í Kópavogi. Ósáttur með breytinguna Gísli Rúnar Guðmundsson tekur í annan streng og sér á eftir brennunni í Kópavogi sem hann segir skemmtilega hefð sem hann vilji halda í. „Ég er bara mjög sjokkeraður yfir því, það er mikil hefð að fara á brennur og ætli við förum ekki inn á Ægissíðu.” Arnór Guðmundsson kippir sér hins vegar lítið upp við þetta. Ferðu gjarnan ekki á brennur? „Jú bara stundum þegar ég er í stuði sko en ekkert alltaf.“ Aðallega gert fyrir börnin Guðrún Elsa Tryggvadóttir, íbúi í Kópavogi segir þessa breytingu ekki hafa áhrif á fjölskylduna en þar spili inn í aldur sonar síns. “Við erum með svo lítið barn að hann hefur ekki áhuga á þessu núna. Kannski myndi það gera það ef hann væri aðeins eldri.” Emil Alfreð Emilsson lét sig brennurnar í Hafnarfirði lítið varða en Ugla Margrét kaus að tjá sig sem minnst um málið. Saga Úlfarsdóttir, íbúi í Hafnarfirði segir fjölskylduna vera á leiðinni upp í sveit og brennuleysi í Hafnarfirði breyti því litlu fyrir þau þetta árið. Henning Henningsson, íbúi í Hafnarfirði segir þetta hafa lítil áhrif á sig þar sem hann hafi lítið farið á brennur undanfarin ár. „Svo þetta er bara allt í góðu fyrir okkur.“ Ása Karen Hólm tekur undir og segir þetta hafi ekki verið hluti af áramótahefð fjölskyldunnar undanfarin ár. „Meira þegar við vorum með minni börn en ég skil þau sem eru ekki með börn, að þau sjái á eftir þessu.“ Áramót Kópavogur Hafnarfjörður Árborg Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Einnig verður áramótabrenna á Akureyri, á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri, í Neskaupstað, á fjórum stöðum í Múlaþingi og í Skagafirði svo nokkrir staðir séu nefndir. Fréttamaður fór á stúfana í Hafnarfirði og Kópavogi og athugaði hvernig þessi breyting leggist í bæjarbúa. , Nú eru engar áramótabrennur í Kópavogi, hefur það áhrif á ykkur? „Nei, ekki þannig. Það hefði kannski verið gaman að fara með krakkanna en ég vissi satt best að segja vissi ekki einu sinni af því,“ segir Jón Gunnar Kristjánsson, íbúi í Kópavogi. Ósáttur með breytinguna Gísli Rúnar Guðmundsson tekur í annan streng og sér á eftir brennunni í Kópavogi sem hann segir skemmtilega hefð sem hann vilji halda í. „Ég er bara mjög sjokkeraður yfir því, það er mikil hefð að fara á brennur og ætli við förum ekki inn á Ægissíðu.” Arnór Guðmundsson kippir sér hins vegar lítið upp við þetta. Ferðu gjarnan ekki á brennur? „Jú bara stundum þegar ég er í stuði sko en ekkert alltaf.“ Aðallega gert fyrir börnin Guðrún Elsa Tryggvadóttir, íbúi í Kópavogi segir þessa breytingu ekki hafa áhrif á fjölskylduna en þar spili inn í aldur sonar síns. “Við erum með svo lítið barn að hann hefur ekki áhuga á þessu núna. Kannski myndi það gera það ef hann væri aðeins eldri.” Emil Alfreð Emilsson lét sig brennurnar í Hafnarfirði lítið varða en Ugla Margrét kaus að tjá sig sem minnst um málið. Saga Úlfarsdóttir, íbúi í Hafnarfirði segir fjölskylduna vera á leiðinni upp í sveit og brennuleysi í Hafnarfirði breyti því litlu fyrir þau þetta árið. Henning Henningsson, íbúi í Hafnarfirði segir þetta hafa lítil áhrif á sig þar sem hann hafi lítið farið á brennur undanfarin ár. „Svo þetta er bara allt í góðu fyrir okkur.“ Ása Karen Hólm tekur undir og segir þetta hafi ekki verið hluti af áramótahefð fjölskyldunnar undanfarin ár. „Meira þegar við vorum með minni börn en ég skil þau sem eru ekki með börn, að þau sjái á eftir þessu.“
Áramót Kópavogur Hafnarfjörður Árborg Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira