Innlent

Aldrei séð annað eins í Blá­fjöllum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Gríðarlegur fjöldi er í Bláfjöllum.
Gríðarlegur fjöldi er í Bláfjöllum. Vísir

Gríðarlegur fjöldi hefur lagt leið sína í Bláfjöll í dag. Bíll er við bíl og hafa þó nokkrir þurft að frá að hverfa vegna fjöldans.

Vegfarandi sem hafði samband við fréttastofu sagði öngþveiti vera á svæðinu, svo margir væru á leið þangað. Þá væri ljóst að töluvert margir myndu þurfa frá að hverfa. Hann sagðist aldrei hafa lent í öðru eins.

Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, er staddur í útlöndum en segir í samtali við Vísi að hann hhafi heyrt að það væri löng röð upp í Bláfjöll. Hún næði alla leið frá Reykjavík, enda ljóst að veðrið væri gott og færið líklega betra.

Bílaumferðin að Bláfjöllum var þung nú síðdegis.Vísir

Ekki komast allir að sem vilja í Bláfjöllum.Vísir


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×