Innlent

Troð­fullar brekkur í Blá­fjöllum

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Skíðabrekkurnar í Bláfjöllum voru troðfullar í dag, þegar svæðið var opnað í fyrsta sinn í vetur. Skíðagarpar sem fréttastofa ræddi við áttu misfarsælan dag að baki í brekkunni.

Aðstæður til skíðaiðkunar voru prýðilegar í dag. Fjórtán stiga frost, logn og heiðskírt. 

 „Þetta er bara geggjað sko, mikil vinna að baki síðustu daga við að koma þessu öllu inn, framleiða snjó í þetta og annað. Þetta er svona, léttir,“ segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla.

„Jólin byrjuðu bara aðeins fyrr hjá mér heldur en hinum. Og mætingin, þú sérð það að stólalyftan hérna er nánast orðin full. Ef veðrið væri alltaf svona þá væri lítið mál að reka skíðasvæði.“

Mannmergðina í Bláfjöllum í dag má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Þá er einnig rætt við iðkendur sem áttu sumir erfitt með að fóta sig í brekkunum í dag.


Tengdar fréttir

Aðstæður eins og í Austurríki

Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli verða opnuð í dag, í fyrsta sinn í vetur. Rekstrarstjóri Bláfjalla segir að skíðafæri gæti vart verið betra og lofar sannkallaðri hátíðarstemningu í brekkunum í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×