Tók rosalegt æðiskast eftir sigurmark Real Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2023 17:00 Luis García reif meðal annars í einn af aðstoðarmönnum sínum en allir reyndu þeir að láta eins og ekkert væri á meðan að stjórinn gekk af göflunum. Samsett/Getty Óhætt er að segja að Luis García, þjálfari Alavés, hafi misst stjórn á skapi sínu og rúmlega það þegar liðið fékk á sig mark í lokin á leik við Real Madrid í spænsku 1. deildinni í fótbolta í gær. Lucas Vázquez tryggði tíu leikmönnum Real 1-0 sigur með skallamarki eftir horn á síðustu mínútu. Vissulega svekkjandi en sjaldan hafa sést önnur eins viðbrögð og hjá García. Hann byrjaði á að sparka í kælibox á hliðarlínunni, gekk um öskrandi og reif svo í einn af aðstoðarmönnum sínum sem sat í sakleysi sínu. García var ekki runnin reiðin og hann reif sig úr úlpunni, kastaði henni í grasið og sömuleiðis húfunni sinni, áður en hann settist niður. En í sætinu hélt skapofsinn áfram og hann sparkaði og öskraði, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Deportivo Alaves coach Luis Garcia lost his mind after Real Madrid s last minute winner pic.twitter.com/hdR2nCUBXk— LaLigaExtra (@LaLigaExtra) December 22, 2023 Það fyrsta sem Vázquez sagði við fréttamenn eftir leikinn var að hann langaði ekkert til að ræða um æðiskastið, og hvað þá að horfa á það í endursýningu. Hann sagði þó: „Við hefðum átt að senda boltann þangað [benti á hinn vallarhelminginn] og þá hefði þetta verið búið. Í staðinn skorar leikmaður einn og óáreittur. Ég er reiðari yfir því en að við höfum misst boltann. Lucas má ekki fá að vera einn þarna. Menn verða að vita hvað þeir eiga að gera.“ Þetta var þriðja tap Alavés í röð og fer liðið inn í nýja árið í 16. sæti spænsku deildarinnar, aðeins þremur stigum frá fallsæti. Real Madrid komst hins vegar upp fyrir Girona á markatölu, á topp deildarinnar. Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Lucas Vázquez tryggði tíu leikmönnum Real 1-0 sigur með skallamarki eftir horn á síðustu mínútu. Vissulega svekkjandi en sjaldan hafa sést önnur eins viðbrögð og hjá García. Hann byrjaði á að sparka í kælibox á hliðarlínunni, gekk um öskrandi og reif svo í einn af aðstoðarmönnum sínum sem sat í sakleysi sínu. García var ekki runnin reiðin og hann reif sig úr úlpunni, kastaði henni í grasið og sömuleiðis húfunni sinni, áður en hann settist niður. En í sætinu hélt skapofsinn áfram og hann sparkaði og öskraði, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Deportivo Alaves coach Luis Garcia lost his mind after Real Madrid s last minute winner pic.twitter.com/hdR2nCUBXk— LaLigaExtra (@LaLigaExtra) December 22, 2023 Það fyrsta sem Vázquez sagði við fréttamenn eftir leikinn var að hann langaði ekkert til að ræða um æðiskastið, og hvað þá að horfa á það í endursýningu. Hann sagði þó: „Við hefðum átt að senda boltann þangað [benti á hinn vallarhelminginn] og þá hefði þetta verið búið. Í staðinn skorar leikmaður einn og óáreittur. Ég er reiðari yfir því en að við höfum misst boltann. Lucas má ekki fá að vera einn þarna. Menn verða að vita hvað þeir eiga að gera.“ Þetta var þriðja tap Alavés í röð og fer liðið inn í nýja árið í 16. sæti spænsku deildarinnar, aðeins þremur stigum frá fallsæti. Real Madrid komst hins vegar upp fyrir Girona á markatölu, á topp deildarinnar.
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira