Bjarni segir væntanlega sendiherra mikinn feng fyrir utanríkisþjónustuna Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2023 19:20 Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir kynni hans af bæði Svanhildi og Guðmundi fullvissa hann um hæfileika þeirra til að gegna embætti sendiherra. Stöð 2/Sigurjón Utanríkisráðherra segir mikinn feng fyrir utanríkisþjónustuna að fá fyrrverandi aðstoðarmann hans og ráðuneytisstjóra til starfa í utanríkisþjónustunni. Þingflokksformaður Pírata segir ráðherra nýta glufu í lögum til að skipa vini og gamla samstarfsmenn í sendiherrastöður. Skipan Bjarna Benediktssonar á Svanhildi Hólm og Guðmundi Árnasyni í embætti sendiherra hefur vakið mikla umræðu. Hann segir þetta aðeins hluta af miklum breytingum í utanríkisþjónustunni á næsta ári. Haldið verði áfram að fækka sendiherrum sem hefðu verið flestir 41 árið 2017, væru 28 núna en yrðu 25 á næsta ári. Bjarni segir þessar skipanir í anda laga frá 2020 um að ráðherra geti skipað sendiherra tímabundið til allt að fimm ára til að veita tiltekinni sendiskrifstofu forstöðu eða gegna hlutverki sérstaks erindreka. En samkvæmt þessari lagagrein endurnýjast skipunartíminn ekki þótt ráðherra kalli sendiherra heim og fellur niður eftir fimm ár án mögulegrar framlengingar í tilfelli Svanhildar. „Það er bara mikill fengur að því fyrir utanríkisþjónustuna að fá annars vegar Svanhildi Hólm sem kemur með þá fjölbreyttu reynslu sem hún hefur. Svo hins vegar ráðuneytisstjóra sem hefur verið í þjónustunni sem ráðuneytisstjóri í 20 ár og er ótvírætt til þess hæfur. Og ég ætla að fullyrða að hann er í raun og veru að stíga niður úr einni valdamestu stöðunni í stjórnkerfinu á Íslandi,“ segir Bjarni. Með lagabreytingunum 2020 hafi einmitt verið opnað fyrir að hluti sendiherranna gæti komið annars staðar frá en úr þjónustunni og þá tímabundið. Í tilfelli Guðmundar væri verið að færa mann til í starfi innan stjórnarráðsins og því þyrfti ekki að auglýsa þá stöðu. Fjörutíu og sex manns muni færast til í utanríkisþjónustunni á næsta ári. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir skipan Svanhildar Hólm og Guðmundar Árnasonar byggja á breytingum sem gerð hefðu verið á lögum um utanríkisþjónustuna árið 2020.Stöð 2/Sigurjón Svanhildur er flokkssystir Bjarna og var aðstoðarmaður hans í mörg ár og Guðmundur var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu alla tíð Bjarna sem fjármálaráðherra. Er það ekkert óþægilegt? „Guðmundur var ráðuneytisstjóri áður en ég kom. Hann hefur verið eins og ég segi ráðuneytisstjóri í 20 ár. Er ekki aðal spurningin sú; erum við hér með embættismann sem hefur reynslu, þekkingu og færni til að taka að sér þetta verkefni,“ segir Bjarni. Það væri ótvírætt og hann treysti Guðmundi einmitt vel eftir gott samstarf. „Við getum sagt með Svanhildi Hólm að það er að sjálfsögðu augljóst öllum að ég þekki hennar kosti og galla mjög vel. Og er þess vegna mjög ánægður með að hún skyldi hafa fallist á að koma í utanríkisþjónustuna og taka skipun tímabundið,“ segir utanríkisráðherra. Lögin ekki til að skipa vini og samstarfsmenn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir skipun Bjarna í sendiherrastöður orka tvímælis.Vísir/Sigurjón Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir Bjarna misnota glufu í lögunum til að hægt væri að skipa fólk með sérstaka hæfileika og innsýn í tiltekin mál tímabundið. „Þess vegna ætti að skilja eftir þessa einu glufu en það átti ekki að vera til þess að getað skipað vini og gamla samstarfsmenn í sendiherrastöður.“ Finnst þér þetta vera spilling? „Mér finnst þetta orka tvímælis og vera þess eðlis að ráðherra þurfi að svara fyrir þetta með ítarlegum hætti í þinginu.“ Hún hefði engar forsendur til að meta hæfni þessa fólks en ferlið orkaði tvímælis. „Sér í lagi í ljósi náinna tengsla beggja þessara aðila við ráðherrann sem skipar þá,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Bjarni segist ekki á útleið „Kremlarlókar“ hafa sumir fullyrt að þessar hrókeringar Bjarna væru til marks um að hann væri að hugsa sér til hreyfings úr stjórnmálunum. Hann hlær að þessum hugleiðingum. „Hversu mörg ár eru nú liðin frá því menn byrjuðu að tala um að ég væri að hætta. Ég er hérna ennþá. Þetta hefur ekkert með mig að gera, þetta hefur með þær embættisskyldur mínar að gera að tryggja að utanríkisþjónustan virki vel fyrir landsmenn," segir utanríkisráðherra. Þetta væru þjónustuverkefni í utanríkisþjónustunni þar sem væri valinn maður í hverju rúmi. „Eins og ég segi, fjörutíu og sex manns sem eru að færast til í kerfinu á næsta ári. Þetta er bara lítill hluti af þeim heildarbreytingum. Skipuðum sendiherrum heldur áfram að fækka. Þeir hafa ekki verið færri í mörg, mörg ár en þeir verða einmitt á næsta ári þrátt fyrir þessar skipanir,“ segir Bjarni Benediktsson. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Alþingi Stjórnsýsla Sendiráð Íslands Tengdar fréttir Bjarni gengur fram af fólki með klíkuráðningum Bjarni Benediktsson var varla sestur í stól utanríkisráðherra þegar hann tók til við að skipa samherjum sínum á mikilvæga pósta í utanríkisþjónustunni. Ýmsir hafa þetta til marks um að Bjarni sé á útleið úr pólitík, jafnvel að ríkisstjórnin sé á síðustu metrunum og það sé verið að hafa það úr húsinu sem nýtilegt er. 20. desember 2023 12:35 Lagt til að Svanhildur verði sendiherra í Bandaríkjunum Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði nýr sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum. Þetta staðfestir Svanhildur við fréttastofu. 19. desember 2023 15:27 Guðmundur að hætta sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu Guðmundur Árnason, sem hefur verið ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í fjórtán ár, lætur senn af störfum í ráðuneytinu. Hann mun að eigin sögn taka við skipun sem sendiherra í utanríkisþjónustunni á næsta ári. 19. desember 2023 13:13 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Skipan Bjarna Benediktssonar á Svanhildi Hólm og Guðmundi Árnasyni í embætti sendiherra hefur vakið mikla umræðu. Hann segir þetta aðeins hluta af miklum breytingum í utanríkisþjónustunni á næsta ári. Haldið verði áfram að fækka sendiherrum sem hefðu verið flestir 41 árið 2017, væru 28 núna en yrðu 25 á næsta ári. Bjarni segir þessar skipanir í anda laga frá 2020 um að ráðherra geti skipað sendiherra tímabundið til allt að fimm ára til að veita tiltekinni sendiskrifstofu forstöðu eða gegna hlutverki sérstaks erindreka. En samkvæmt þessari lagagrein endurnýjast skipunartíminn ekki þótt ráðherra kalli sendiherra heim og fellur niður eftir fimm ár án mögulegrar framlengingar í tilfelli Svanhildar. „Það er bara mikill fengur að því fyrir utanríkisþjónustuna að fá annars vegar Svanhildi Hólm sem kemur með þá fjölbreyttu reynslu sem hún hefur. Svo hins vegar ráðuneytisstjóra sem hefur verið í þjónustunni sem ráðuneytisstjóri í 20 ár og er ótvírætt til þess hæfur. Og ég ætla að fullyrða að hann er í raun og veru að stíga niður úr einni valdamestu stöðunni í stjórnkerfinu á Íslandi,“ segir Bjarni. Með lagabreytingunum 2020 hafi einmitt verið opnað fyrir að hluti sendiherranna gæti komið annars staðar frá en úr þjónustunni og þá tímabundið. Í tilfelli Guðmundar væri verið að færa mann til í starfi innan stjórnarráðsins og því þyrfti ekki að auglýsa þá stöðu. Fjörutíu og sex manns muni færast til í utanríkisþjónustunni á næsta ári. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir skipan Svanhildar Hólm og Guðmundar Árnasonar byggja á breytingum sem gerð hefðu verið á lögum um utanríkisþjónustuna árið 2020.Stöð 2/Sigurjón Svanhildur er flokkssystir Bjarna og var aðstoðarmaður hans í mörg ár og Guðmundur var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu alla tíð Bjarna sem fjármálaráðherra. Er það ekkert óþægilegt? „Guðmundur var ráðuneytisstjóri áður en ég kom. Hann hefur verið eins og ég segi ráðuneytisstjóri í 20 ár. Er ekki aðal spurningin sú; erum við hér með embættismann sem hefur reynslu, þekkingu og færni til að taka að sér þetta verkefni,“ segir Bjarni. Það væri ótvírætt og hann treysti Guðmundi einmitt vel eftir gott samstarf. „Við getum sagt með Svanhildi Hólm að það er að sjálfsögðu augljóst öllum að ég þekki hennar kosti og galla mjög vel. Og er þess vegna mjög ánægður með að hún skyldi hafa fallist á að koma í utanríkisþjónustuna og taka skipun tímabundið,“ segir utanríkisráðherra. Lögin ekki til að skipa vini og samstarfsmenn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir skipun Bjarna í sendiherrastöður orka tvímælis.Vísir/Sigurjón Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir Bjarna misnota glufu í lögunum til að hægt væri að skipa fólk með sérstaka hæfileika og innsýn í tiltekin mál tímabundið. „Þess vegna ætti að skilja eftir þessa einu glufu en það átti ekki að vera til þess að getað skipað vini og gamla samstarfsmenn í sendiherrastöður.“ Finnst þér þetta vera spilling? „Mér finnst þetta orka tvímælis og vera þess eðlis að ráðherra þurfi að svara fyrir þetta með ítarlegum hætti í þinginu.“ Hún hefði engar forsendur til að meta hæfni þessa fólks en ferlið orkaði tvímælis. „Sér í lagi í ljósi náinna tengsla beggja þessara aðila við ráðherrann sem skipar þá,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Bjarni segist ekki á útleið „Kremlarlókar“ hafa sumir fullyrt að þessar hrókeringar Bjarna væru til marks um að hann væri að hugsa sér til hreyfings úr stjórnmálunum. Hann hlær að þessum hugleiðingum. „Hversu mörg ár eru nú liðin frá því menn byrjuðu að tala um að ég væri að hætta. Ég er hérna ennþá. Þetta hefur ekkert með mig að gera, þetta hefur með þær embættisskyldur mínar að gera að tryggja að utanríkisþjónustan virki vel fyrir landsmenn," segir utanríkisráðherra. Þetta væru þjónustuverkefni í utanríkisþjónustunni þar sem væri valinn maður í hverju rúmi. „Eins og ég segi, fjörutíu og sex manns sem eru að færast til í kerfinu á næsta ári. Þetta er bara lítill hluti af þeim heildarbreytingum. Skipuðum sendiherrum heldur áfram að fækka. Þeir hafa ekki verið færri í mörg, mörg ár en þeir verða einmitt á næsta ári þrátt fyrir þessar skipanir,“ segir Bjarni Benediktsson.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Alþingi Stjórnsýsla Sendiráð Íslands Tengdar fréttir Bjarni gengur fram af fólki með klíkuráðningum Bjarni Benediktsson var varla sestur í stól utanríkisráðherra þegar hann tók til við að skipa samherjum sínum á mikilvæga pósta í utanríkisþjónustunni. Ýmsir hafa þetta til marks um að Bjarni sé á útleið úr pólitík, jafnvel að ríkisstjórnin sé á síðustu metrunum og það sé verið að hafa það úr húsinu sem nýtilegt er. 20. desember 2023 12:35 Lagt til að Svanhildur verði sendiherra í Bandaríkjunum Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði nýr sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum. Þetta staðfestir Svanhildur við fréttastofu. 19. desember 2023 15:27 Guðmundur að hætta sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu Guðmundur Árnason, sem hefur verið ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í fjórtán ár, lætur senn af störfum í ráðuneytinu. Hann mun að eigin sögn taka við skipun sem sendiherra í utanríkisþjónustunni á næsta ári. 19. desember 2023 13:13 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Bjarni gengur fram af fólki með klíkuráðningum Bjarni Benediktsson var varla sestur í stól utanríkisráðherra þegar hann tók til við að skipa samherjum sínum á mikilvæga pósta í utanríkisþjónustunni. Ýmsir hafa þetta til marks um að Bjarni sé á útleið úr pólitík, jafnvel að ríkisstjórnin sé á síðustu metrunum og það sé verið að hafa það úr húsinu sem nýtilegt er. 20. desember 2023 12:35
Lagt til að Svanhildur verði sendiherra í Bandaríkjunum Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði nýr sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum. Þetta staðfestir Svanhildur við fréttastofu. 19. desember 2023 15:27
Guðmundur að hætta sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu Guðmundur Árnason, sem hefur verið ráðuneytisstjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í fjórtán ár, lætur senn af störfum í ráðuneytinu. Hann mun að eigin sögn taka við skipun sem sendiherra í utanríkisþjónustunni á næsta ári. 19. desember 2023 13:13