Eignin er um 146 fermetra að stærð með sérinngangi í húsi sem var reist árið 1956. Aukin lofthæð er í eigninni sem hefur verið mikið endurnýjuð síðastliðin ár.
Þau Arnór og Vigdís komu sér vel fyrir í þessari sjarmerandi íbúð sem þau hafa innréttað á fallegan hátt í mínimalískum stíl.


Eldhús er fyrir miðju eignarinnar búin hvítri og fallegri innréttingu með viðarborðplötu. Þaðan er gengið inn í opnar og bjartar stofur með gluggum á tvo vegu.
Samtals eru þrjú rúmgóð svefnherbergi innréttuð í mjúkum litum. Baðherbergið sem hefur allt verið nýlega endurnýjað er með flísum á gólfi, fallegri innréttingu og tvöfaldri handlaug, upphengdu salerni og walk in sturtu.
Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis.




