Breytt landslag og viðbragðsaðilar komnir að þolmörkum Hólmfríður Gísladóttir og Telma Tómasson skrifa 20. desember 2023 07:08 Fyrir aðeins tveimur dögum var útlit fyrir að Grindvíkingar gætu haldið jól í bænum. Úlfar segir stöðuna gjörbreytta. Vísir/Baldur Hrafnkell Aðgerðastjórn og vettvangsstjórn munu funda klukkan 9, að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Hann segir ekki fyrirsjáanlegt að opnað verði fyrir aðgengi að gosstöðvunum. „Í gær klukkan 18 fékk ég kynningu á uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar og ég vil nota tækifærið í þessu samtali og hrósa starfsmönnum Veðurstofu og Háskóla Íslands fyrir frábæra vinnu,“ sagði Úlfar í samtali við fréttastofu í morgun. „Þetta nýja hættumatskort sýnir okkur aðeins aðra stöðu á þessu svæði og fram til 28. desember þá er talin mikil hætta í Grindavíkurbæ. Þannig að allar ákvarðanir viðbragðsaðila taka auðvitað mið af breyttri stöðu.“ Úlfar segir gosið ekkert „túristagos“ og að ekki verði opnað fyrir aðgengi almennings eða ferðamanna að gosstöðvunum. Fjölmiðlafólk verði aðstoðað eins og kostur er og unnið að björgun verðmæta. „En ég sé bara breytt landslag hvað bæinn sjálfan varðar; það verður ekki starfsemi í Grindavík í þessu ástandi. Það blasir alveg við. Og menn þurfa að fara að átta sig á því að viðbragðsaðilar; lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir... við erum í raun alveg komin að þolmörkum. Okkar kraftar næstu daga fara svotil eingöngu í að einbeita okkur að hagsmunum Grindvíkinga og þeirra fyrirtækja sem eru á þessu svæði.“ Úlfar bendir á að sú staða hefði komið upp í gær að maður hefði getað orðið úti. „Við komum til með að verja hagsmuni Grindvíkinga eins og nokkur kostur er,“ segir Úlfar spurður að því hvernig aðgengi að bænum verður háttað. „En halda almenningi, eða óviðkomandi aðilum, frá bænum. Og það þýðir að aðgengi að þessu gosi verður mjög takmarkað.“ Úlfar segir að það sé ekki mannskapur til að leggja stíga eða annað slíkt að gosinu. Aðgengi að Grindavík verði mjög takmarkað. „Við þurfum bara að sýna þessu þolinmæði. Við erum bersýnilega komin inn í tímabil sem við höfum ekki þekkt áður og það sér ekki fyrir endann á því.“ Úlfar ítrekar að allt starf viðbragðsaðila næstu daga muni miða að því að tryggja hagsmuni Grindvíkinga. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
„Í gær klukkan 18 fékk ég kynningu á uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar og ég vil nota tækifærið í þessu samtali og hrósa starfsmönnum Veðurstofu og Háskóla Íslands fyrir frábæra vinnu,“ sagði Úlfar í samtali við fréttastofu í morgun. „Þetta nýja hættumatskort sýnir okkur aðeins aðra stöðu á þessu svæði og fram til 28. desember þá er talin mikil hætta í Grindavíkurbæ. Þannig að allar ákvarðanir viðbragðsaðila taka auðvitað mið af breyttri stöðu.“ Úlfar segir gosið ekkert „túristagos“ og að ekki verði opnað fyrir aðgengi almennings eða ferðamanna að gosstöðvunum. Fjölmiðlafólk verði aðstoðað eins og kostur er og unnið að björgun verðmæta. „En ég sé bara breytt landslag hvað bæinn sjálfan varðar; það verður ekki starfsemi í Grindavík í þessu ástandi. Það blasir alveg við. Og menn þurfa að fara að átta sig á því að viðbragðsaðilar; lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir... við erum í raun alveg komin að þolmörkum. Okkar kraftar næstu daga fara svotil eingöngu í að einbeita okkur að hagsmunum Grindvíkinga og þeirra fyrirtækja sem eru á þessu svæði.“ Úlfar bendir á að sú staða hefði komið upp í gær að maður hefði getað orðið úti. „Við komum til með að verja hagsmuni Grindvíkinga eins og nokkur kostur er,“ segir Úlfar spurður að því hvernig aðgengi að bænum verður háttað. „En halda almenningi, eða óviðkomandi aðilum, frá bænum. Og það þýðir að aðgengi að þessu gosi verður mjög takmarkað.“ Úlfar segir að það sé ekki mannskapur til að leggja stíga eða annað slíkt að gosinu. Aðgengi að Grindavík verði mjög takmarkað. „Við þurfum bara að sýna þessu þolinmæði. Við erum bersýnilega komin inn í tímabil sem við höfum ekki þekkt áður og það sér ekki fyrir endann á því.“ Úlfar ítrekar að allt starf viðbragðsaðila næstu daga muni miða að því að tryggja hagsmuni Grindvíkinga.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira