Gosið hafi lítil áhrif á björgunarsveitir í bili Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. desember 2023 15:42 Nýir gígar hafa verið að myndast. Vísir/Vilhelm Eldgosið við Sundhnúksgíga hefur lítil áhrif á störf björgunarsveita á landinu enn sem komið er. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir tímann þurfa að leiða í ljós hvort ræsa þurfi út sveitir alls staðar að til þess að gæta galvaskra göngumanna. „Í augnablikinu er þarna tiltölulega lítil viðvera. Allar sveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út í gærkvöldi sem viðbragð við að það væri ekki alveg vitað hvar gosið væri, hvaða áhrif það hefði og annað. Þegar ljóst var að það væri staðsett nokkuð vel og ekki væri hætti á hraunrennsli niður í Grindavíkurbæ, alla vega á næstunni, voru þær í raun bara sendar heim,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Jón Þór segir að þegar hafi verið búið að skipuleggja viðveru einhverra sveita á svæðinu. „Það var skipulag í gildi um ákveðna viðveru á svæðinu áður en til goss kom. Það var hægt og rólega búið að draga úr þeirri viðveru, alltaf færri og færri. Hvort það hafi verið aukið í dag, mér er ekki alveg kunnugt um það. Það gæti verið eitthvað smá en ekki mikið,“ segir Jón Þór. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir eldgosið lítil áhrif hafa á björgunarsveitir í bili.Vísir „Núna erum við í raun bara að skipuleggja viðveru með hliðsjón af nýjum aðstæðum næstu daga og síðan þarf framtíðin að leiða í ljós hver þörfin verður. Hún verður örugglega meiri ef það verður opnað fyrir almenna umferð uppeftir og fólk fer að ganga nær gosstöðvunum.“ Inntur að því hvert hljóðið sé meðal björgunarsveitarmanna að gosið leggist ofan á jólastress og annað segir Jón Þór flesta tilbúna að sinna sínu. „Ég held að menn taki þessu bara eins og hverju öðru hundsbiti. Þetta er bara verkefni sem þarf að fást við. Auðvitað er þetta ekki þægileg tímasetning en við getum aldrei valið góða tímasetningu, hvorki þegar kemur að náttúruhamförum eða slæmu veðri. Það fylgir því að gefa sig út fyrir þetta,“ segir Jón Þór. „Það verður kannski ekki slegist um að vera á gosvakt á aðfangadagskvöld en fólk vílar ekki við sér að standa upp frá jólamatnum ef fólk er í neyð.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Tengdar fréttir Myndasyrpa: Rauðglóandi næturhiminn og myndun nýrra gíga Eldgosinu, sem hófst við Sundhnúksgíga seint í gærkvöldi, er ekki hægt að lýsa öðruvísi en stórfenglegu. Fjöldi fólks lagði leið sína í átt að eldgosinu til að berja það augum og næturhimininn var rauður vegna endurvarpsins frá eldinum. 19. desember 2023 15:09 Eldfjallafræðingar freista þess að ná sýnum úr eldgosinu Eldfjallafræðingar frá Háskóla Íslands freista þess nú að taka stöðuna og ná sýnum af eldgosinu. Eldfjallafræðingur segir aðgerðina taka einhverjar klukkustundir og mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel. 19. desember 2023 14:23 Sjónarspil gærkvöldsins engu líkt „Sú sjón sem við sáum í gærkvöldi og náðum að fanga var eitthvað sem við höfum ekki séð síðan þessir eldar byrjuðu á Reykjanesi árið 2021,“ segir myndatökumaðurinn Björn Steinbekk. Hann flaug dróna sínum yfir eldgosinu í nótt. 19. desember 2023 14:17 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
„Í augnablikinu er þarna tiltölulega lítil viðvera. Allar sveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út í gærkvöldi sem viðbragð við að það væri ekki alveg vitað hvar gosið væri, hvaða áhrif það hefði og annað. Þegar ljóst var að það væri staðsett nokkuð vel og ekki væri hætti á hraunrennsli niður í Grindavíkurbæ, alla vega á næstunni, voru þær í raun bara sendar heim,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Jón Þór segir að þegar hafi verið búið að skipuleggja viðveru einhverra sveita á svæðinu. „Það var skipulag í gildi um ákveðna viðveru á svæðinu áður en til goss kom. Það var hægt og rólega búið að draga úr þeirri viðveru, alltaf færri og færri. Hvort það hafi verið aukið í dag, mér er ekki alveg kunnugt um það. Það gæti verið eitthvað smá en ekki mikið,“ segir Jón Þór. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir eldgosið lítil áhrif hafa á björgunarsveitir í bili.Vísir „Núna erum við í raun bara að skipuleggja viðveru með hliðsjón af nýjum aðstæðum næstu daga og síðan þarf framtíðin að leiða í ljós hver þörfin verður. Hún verður örugglega meiri ef það verður opnað fyrir almenna umferð uppeftir og fólk fer að ganga nær gosstöðvunum.“ Inntur að því hvert hljóðið sé meðal björgunarsveitarmanna að gosið leggist ofan á jólastress og annað segir Jón Þór flesta tilbúna að sinna sínu. „Ég held að menn taki þessu bara eins og hverju öðru hundsbiti. Þetta er bara verkefni sem þarf að fást við. Auðvitað er þetta ekki þægileg tímasetning en við getum aldrei valið góða tímasetningu, hvorki þegar kemur að náttúruhamförum eða slæmu veðri. Það fylgir því að gefa sig út fyrir þetta,“ segir Jón Þór. „Það verður kannski ekki slegist um að vera á gosvakt á aðfangadagskvöld en fólk vílar ekki við sér að standa upp frá jólamatnum ef fólk er í neyð.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Tengdar fréttir Myndasyrpa: Rauðglóandi næturhiminn og myndun nýrra gíga Eldgosinu, sem hófst við Sundhnúksgíga seint í gærkvöldi, er ekki hægt að lýsa öðruvísi en stórfenglegu. Fjöldi fólks lagði leið sína í átt að eldgosinu til að berja það augum og næturhimininn var rauður vegna endurvarpsins frá eldinum. 19. desember 2023 15:09 Eldfjallafræðingar freista þess að ná sýnum úr eldgosinu Eldfjallafræðingar frá Háskóla Íslands freista þess nú að taka stöðuna og ná sýnum af eldgosinu. Eldfjallafræðingur segir aðgerðina taka einhverjar klukkustundir og mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel. 19. desember 2023 14:23 Sjónarspil gærkvöldsins engu líkt „Sú sjón sem við sáum í gærkvöldi og náðum að fanga var eitthvað sem við höfum ekki séð síðan þessir eldar byrjuðu á Reykjanesi árið 2021,“ segir myndatökumaðurinn Björn Steinbekk. Hann flaug dróna sínum yfir eldgosinu í nótt. 19. desember 2023 14:17 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Myndasyrpa: Rauðglóandi næturhiminn og myndun nýrra gíga Eldgosinu, sem hófst við Sundhnúksgíga seint í gærkvöldi, er ekki hægt að lýsa öðruvísi en stórfenglegu. Fjöldi fólks lagði leið sína í átt að eldgosinu til að berja það augum og næturhimininn var rauður vegna endurvarpsins frá eldinum. 19. desember 2023 15:09
Eldfjallafræðingar freista þess að ná sýnum úr eldgosinu Eldfjallafræðingar frá Háskóla Íslands freista þess nú að taka stöðuna og ná sýnum af eldgosinu. Eldfjallafræðingur segir aðgerðina taka einhverjar klukkustundir og mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel. 19. desember 2023 14:23
Sjónarspil gærkvöldsins engu líkt „Sú sjón sem við sáum í gærkvöldi og náðum að fanga var eitthvað sem við höfum ekki séð síðan þessir eldar byrjuðu á Reykjanesi árið 2021,“ segir myndatökumaðurinn Björn Steinbekk. Hann flaug dróna sínum yfir eldgosinu í nótt. 19. desember 2023 14:17