Gosið hafi lítil áhrif á björgunarsveitir í bili Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. desember 2023 15:42 Nýir gígar hafa verið að myndast. Vísir/Vilhelm Eldgosið við Sundhnúksgíga hefur lítil áhrif á störf björgunarsveita á landinu enn sem komið er. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir tímann þurfa að leiða í ljós hvort ræsa þurfi út sveitir alls staðar að til þess að gæta galvaskra göngumanna. „Í augnablikinu er þarna tiltölulega lítil viðvera. Allar sveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út í gærkvöldi sem viðbragð við að það væri ekki alveg vitað hvar gosið væri, hvaða áhrif það hefði og annað. Þegar ljóst var að það væri staðsett nokkuð vel og ekki væri hætti á hraunrennsli niður í Grindavíkurbæ, alla vega á næstunni, voru þær í raun bara sendar heim,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Jón Þór segir að þegar hafi verið búið að skipuleggja viðveru einhverra sveita á svæðinu. „Það var skipulag í gildi um ákveðna viðveru á svæðinu áður en til goss kom. Það var hægt og rólega búið að draga úr þeirri viðveru, alltaf færri og færri. Hvort það hafi verið aukið í dag, mér er ekki alveg kunnugt um það. Það gæti verið eitthvað smá en ekki mikið,“ segir Jón Þór. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir eldgosið lítil áhrif hafa á björgunarsveitir í bili.Vísir „Núna erum við í raun bara að skipuleggja viðveru með hliðsjón af nýjum aðstæðum næstu daga og síðan þarf framtíðin að leiða í ljós hver þörfin verður. Hún verður örugglega meiri ef það verður opnað fyrir almenna umferð uppeftir og fólk fer að ganga nær gosstöðvunum.“ Inntur að því hvert hljóðið sé meðal björgunarsveitarmanna að gosið leggist ofan á jólastress og annað segir Jón Þór flesta tilbúna að sinna sínu. „Ég held að menn taki þessu bara eins og hverju öðru hundsbiti. Þetta er bara verkefni sem þarf að fást við. Auðvitað er þetta ekki þægileg tímasetning en við getum aldrei valið góða tímasetningu, hvorki þegar kemur að náttúruhamförum eða slæmu veðri. Það fylgir því að gefa sig út fyrir þetta,“ segir Jón Þór. „Það verður kannski ekki slegist um að vera á gosvakt á aðfangadagskvöld en fólk vílar ekki við sér að standa upp frá jólamatnum ef fólk er í neyð.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Tengdar fréttir Myndasyrpa: Rauðglóandi næturhiminn og myndun nýrra gíga Eldgosinu, sem hófst við Sundhnúksgíga seint í gærkvöldi, er ekki hægt að lýsa öðruvísi en stórfenglegu. Fjöldi fólks lagði leið sína í átt að eldgosinu til að berja það augum og næturhimininn var rauður vegna endurvarpsins frá eldinum. 19. desember 2023 15:09 Eldfjallafræðingar freista þess að ná sýnum úr eldgosinu Eldfjallafræðingar frá Háskóla Íslands freista þess nú að taka stöðuna og ná sýnum af eldgosinu. Eldfjallafræðingur segir aðgerðina taka einhverjar klukkustundir og mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel. 19. desember 2023 14:23 Sjónarspil gærkvöldsins engu líkt „Sú sjón sem við sáum í gærkvöldi og náðum að fanga var eitthvað sem við höfum ekki séð síðan þessir eldar byrjuðu á Reykjanesi árið 2021,“ segir myndatökumaðurinn Björn Steinbekk. Hann flaug dróna sínum yfir eldgosinu í nótt. 19. desember 2023 14:17 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
„Í augnablikinu er þarna tiltölulega lítil viðvera. Allar sveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út í gærkvöldi sem viðbragð við að það væri ekki alveg vitað hvar gosið væri, hvaða áhrif það hefði og annað. Þegar ljóst var að það væri staðsett nokkuð vel og ekki væri hætti á hraunrennsli niður í Grindavíkurbæ, alla vega á næstunni, voru þær í raun bara sendar heim,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Jón Þór segir að þegar hafi verið búið að skipuleggja viðveru einhverra sveita á svæðinu. „Það var skipulag í gildi um ákveðna viðveru á svæðinu áður en til goss kom. Það var hægt og rólega búið að draga úr þeirri viðveru, alltaf færri og færri. Hvort það hafi verið aukið í dag, mér er ekki alveg kunnugt um það. Það gæti verið eitthvað smá en ekki mikið,“ segir Jón Þór. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir eldgosið lítil áhrif hafa á björgunarsveitir í bili.Vísir „Núna erum við í raun bara að skipuleggja viðveru með hliðsjón af nýjum aðstæðum næstu daga og síðan þarf framtíðin að leiða í ljós hver þörfin verður. Hún verður örugglega meiri ef það verður opnað fyrir almenna umferð uppeftir og fólk fer að ganga nær gosstöðvunum.“ Inntur að því hvert hljóðið sé meðal björgunarsveitarmanna að gosið leggist ofan á jólastress og annað segir Jón Þór flesta tilbúna að sinna sínu. „Ég held að menn taki þessu bara eins og hverju öðru hundsbiti. Þetta er bara verkefni sem þarf að fást við. Auðvitað er þetta ekki þægileg tímasetning en við getum aldrei valið góða tímasetningu, hvorki þegar kemur að náttúruhamförum eða slæmu veðri. Það fylgir því að gefa sig út fyrir þetta,“ segir Jón Þór. „Það verður kannski ekki slegist um að vera á gosvakt á aðfangadagskvöld en fólk vílar ekki við sér að standa upp frá jólamatnum ef fólk er í neyð.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Tengdar fréttir Myndasyrpa: Rauðglóandi næturhiminn og myndun nýrra gíga Eldgosinu, sem hófst við Sundhnúksgíga seint í gærkvöldi, er ekki hægt að lýsa öðruvísi en stórfenglegu. Fjöldi fólks lagði leið sína í átt að eldgosinu til að berja það augum og næturhimininn var rauður vegna endurvarpsins frá eldinum. 19. desember 2023 15:09 Eldfjallafræðingar freista þess að ná sýnum úr eldgosinu Eldfjallafræðingar frá Háskóla Íslands freista þess nú að taka stöðuna og ná sýnum af eldgosinu. Eldfjallafræðingur segir aðgerðina taka einhverjar klukkustundir og mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel. 19. desember 2023 14:23 Sjónarspil gærkvöldsins engu líkt „Sú sjón sem við sáum í gærkvöldi og náðum að fanga var eitthvað sem við höfum ekki séð síðan þessir eldar byrjuðu á Reykjanesi árið 2021,“ segir myndatökumaðurinn Björn Steinbekk. Hann flaug dróna sínum yfir eldgosinu í nótt. 19. desember 2023 14:17 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Myndasyrpa: Rauðglóandi næturhiminn og myndun nýrra gíga Eldgosinu, sem hófst við Sundhnúksgíga seint í gærkvöldi, er ekki hægt að lýsa öðruvísi en stórfenglegu. Fjöldi fólks lagði leið sína í átt að eldgosinu til að berja það augum og næturhimininn var rauður vegna endurvarpsins frá eldinum. 19. desember 2023 15:09
Eldfjallafræðingar freista þess að ná sýnum úr eldgosinu Eldfjallafræðingar frá Háskóla Íslands freista þess nú að taka stöðuna og ná sýnum af eldgosinu. Eldfjallafræðingur segir aðgerðina taka einhverjar klukkustundir og mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel. 19. desember 2023 14:23
Sjónarspil gærkvöldsins engu líkt „Sú sjón sem við sáum í gærkvöldi og náðum að fanga var eitthvað sem við höfum ekki séð síðan þessir eldar byrjuðu á Reykjanesi árið 2021,“ segir myndatökumaðurinn Björn Steinbekk. Hann flaug dróna sínum yfir eldgosinu í nótt. 19. desember 2023 14:17