Háalvarlegt en léttir á sama tíma Bjarki Sigurðsson skrifar 19. desember 2023 08:27 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Arnar Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir það ákveðinn létti hvar gossprungan á Reykjanesskaga liggur, þrátt fyrir að það sé alvarlegt hve nálægt bænum hún er. Til skoðunar er að reisa leiðigarða á svæðinu svo hraun renni ekki til byggðar. „Miðað við stöðuna, þá eru þetta ánægjuleg tíðindi en auðvitað er eldgos svo nærri byggð háalvarlegt. Við verðum að sjá hvernig framvindan verður, en eins og er þá er ekki kvika eða hraun að ógna byggð,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Grindvíkingar ýmsu vanir Bærinn var mannlaus þegar byrjaði að gjósa og telur Fannar að Grindvíkingar hafi tekið fréttum gærdagsins með stóískri ró. Bæjarbúar séu orðnir ýmsu vanir. „Það má alveg segja að þetta sé léttir miðað við það ástand sem ríkti á tímabili um að mögulega væri hætta á því að það kæmi upp kvika hreinlega undir bænum. Kvikugangur lá undir Grindavík og til sjávar. Miðað við það að það skuli blossa þarna, þá léttir þá á þessum þrýstingi sem hefur verið undir niðri, þá er þetta léttir,“ segir Fannar. Klippa: Drónamyndbönd sýna eldgosið í allri sinni dýrð Skoða að reisa leiðigarða Viðbragðsaðilar funduðu í alla nótt og halda því áfram í dag. Meðal þess sem rætt er er að reisa fleiri varnargarða eða leiðigarða. Í Svartsengi eru stórvirk tæki sem notuð voru til að reisa varnargarðana þar og því mögulega hægt að grípa til þeirra. „Það er nú verið að fylgjast með framvindunni þarna og velta því meðal annars fyrir sér hvort að sé ástæða til að horfa til einhverskonar varnargarða eða leiðigarða fyrir sunnan gossprunguna. Hraunið núna, það leitar í austur frá sprungunni og þá kannski frekar til norðurs og syðsti endinn næst Grindavík, hann er ekki kraftmikill,“ segir Fannar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
„Miðað við stöðuna, þá eru þetta ánægjuleg tíðindi en auðvitað er eldgos svo nærri byggð háalvarlegt. Við verðum að sjá hvernig framvindan verður, en eins og er þá er ekki kvika eða hraun að ógna byggð,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Grindvíkingar ýmsu vanir Bærinn var mannlaus þegar byrjaði að gjósa og telur Fannar að Grindvíkingar hafi tekið fréttum gærdagsins með stóískri ró. Bæjarbúar séu orðnir ýmsu vanir. „Það má alveg segja að þetta sé léttir miðað við það ástand sem ríkti á tímabili um að mögulega væri hætta á því að það kæmi upp kvika hreinlega undir bænum. Kvikugangur lá undir Grindavík og til sjávar. Miðað við það að það skuli blossa þarna, þá léttir þá á þessum þrýstingi sem hefur verið undir niðri, þá er þetta léttir,“ segir Fannar. Klippa: Drónamyndbönd sýna eldgosið í allri sinni dýrð Skoða að reisa leiðigarða Viðbragðsaðilar funduðu í alla nótt og halda því áfram í dag. Meðal þess sem rætt er er að reisa fleiri varnargarða eða leiðigarða. Í Svartsengi eru stórvirk tæki sem notuð voru til að reisa varnargarðana þar og því mögulega hægt að grípa til þeirra. „Það er nú verið að fylgjast með framvindunni þarna og velta því meðal annars fyrir sér hvort að sé ástæða til að horfa til einhverskonar varnargarða eða leiðigarða fyrir sunnan gossprunguna. Hraunið núna, það leitar í austur frá sprungunni og þá kannski frekar til norðurs og syðsti endinn næst Grindavík, hann er ekki kraftmikill,“ segir Fannar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira