Innlent

„Virðist vera frekar stórt“

Jón Þór Stefánsson skrifar
Fólk er varað við að fara nálægt gosinu.
Fólk er varað við að fara nálægt gosinu. Vísir/Vilhelm

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, varar fólk við að leggja af stað og fara nálægt eldgosinu sem hófst á Reykjanesskaganum í kvöld. Hún segist óttast að það gæti haft áhrif á byggð.

„Við erum að safna saman upplýsingum eins og stendur. Gæslan er að fara í loftið,“ segir hún aðspurð um stöðu mála. „Við erum að taka stöðuna á því nákvæmlega hvar þetta er. Þetta virðist vera frekar stórt, miðað við fyrri gos á Reykjanesskaganum.“

Samhæfingarstöð Almannavarna hefur verið virkjuð

„Ég gæti ekki sagt það nægilega skýrt en ég hvet fólk að fara ekki á staðinn. Ástæðan er einfaldlega sú að við erum enn að fara yfir hvernig þetta er og hvernig þetta liggur. Það er mikilvægt að við náum því. Þess vegna biðjum við fólk vinsamlega og ítrekað að fara ekki af stað og gefa viðbraðgsaðilum pláss.“

Aðspurð segist Hjördís óttast að gosið gæti haft á byggð, það sést vel frá Reykjanesbrautinni, og frá Grindavík, enda er gosið stórt.

„Það sést vel frá Grindavík og vissulega óttast maður að það sé nálægt, en það er erfitt að segja eins og er.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×