Veltir framboði til forseta fyrir sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2023 15:49 Páll Pálsson er fasteignasali sem gæti vel hugsað sér að verða forseti. Vísir/Vilhelm Páll Pálsson eigandi Pálsson fasteignasölu íhugar forsetaframboð. Hann vonast til þess að Guðni Th. Jóhannesson tilkynni framboð í ávarpi sínu á Nýársdag því sjálfur hafði Páll áætlað framboð eftir fjögur ár. Öðru kjörtímabili Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands lýkur í sumar. Guðni var kjörinn forseti Íslands sumarið 2016 eftir snarpa kosningabaráttu. Baráttan var öllu minni þegar Guðni endurnýjaði umboð sitt sumarið 2020 í yfirburðarkosningu. Guðni sagðist í framboði sínu fyrir kosningarnar 2016 að hámarki ætla að sitja þrjú kjörtímabil í embætti forseta. Hann tjáði fréttastofu á dögunum að hann ætlaði ekki að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framhaldið fyrr en ávarpi sínu á nýársdag. „Það verða smá vonbrigði ef Guðni fer ekki aftur fram,“ segir Páll í samtali við Vísi sem hafði heyrt úr fleiri en einni átt að Páll hyggi á framboð. „Ég var með plan um að fara fram þegar hann væri búinn að vera forseti í fjögur ár í viðbót,“ segir Páll. Flestir virðast reikna með því að Guðni tilkynni um áframhaldandi framboð sitt. Lítil umræða hefur verið um forsetaembættið og fáir verið orðaðir við framboð. Undantekning á því er Sigríður Hrund Pétursdóttir sem tjáði Vísi á dögunum að hún lægi undir feld varðandi mögulegt framboð. „Ég vona innilega að hann klári næsta tímabil. En ég veit ekki hvort ég ætli fram ef hann gerir það ekki,“ segir Páll sem mun sitja límdur við sjónvarpsskjáinn á nýársdag. Hann tekur undir að ákvörðun hans um framboð standi og falli með Guðna. „Hann hefur verið frábær forseti og ég vona að hann haldi áfram fjögur ár í viðbót. Hann er að standa sig vel og ég sé engan í dag sem er betri en hann í þetta hlutverk. Þó maður geti verið uppfullur af egói þá er hann betri en bæði ég og þú í þetta embætti,“ segir Páll. Guðni hefur vakið athygli fyrir alþýðleika sinn. Hann tínir dósir á Álftanesi, stendur næturvaktina á fótboltamótum barnanna og notar buff eins og börnin. Páll segist ekki nota buff eins og Guðni. „Ég er ekki í buffinu. Guðni má eiga það skuldlaust. Það getur enginn toppað hann þar,“ segir Páll sem myndi snúa aftur heim á Álftanes, þar sem hann ólst upp, fari svo að hann nái kjöri einn daginn sem forseti Íslands. Forseti Íslands Garðabær Forsetakosningar 2024 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Sjá meira
Öðru kjörtímabili Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands lýkur í sumar. Guðni var kjörinn forseti Íslands sumarið 2016 eftir snarpa kosningabaráttu. Baráttan var öllu minni þegar Guðni endurnýjaði umboð sitt sumarið 2020 í yfirburðarkosningu. Guðni sagðist í framboði sínu fyrir kosningarnar 2016 að hámarki ætla að sitja þrjú kjörtímabil í embætti forseta. Hann tjáði fréttastofu á dögunum að hann ætlaði ekki að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framhaldið fyrr en ávarpi sínu á nýársdag. „Það verða smá vonbrigði ef Guðni fer ekki aftur fram,“ segir Páll í samtali við Vísi sem hafði heyrt úr fleiri en einni átt að Páll hyggi á framboð. „Ég var með plan um að fara fram þegar hann væri búinn að vera forseti í fjögur ár í viðbót,“ segir Páll. Flestir virðast reikna með því að Guðni tilkynni um áframhaldandi framboð sitt. Lítil umræða hefur verið um forsetaembættið og fáir verið orðaðir við framboð. Undantekning á því er Sigríður Hrund Pétursdóttir sem tjáði Vísi á dögunum að hún lægi undir feld varðandi mögulegt framboð. „Ég vona innilega að hann klári næsta tímabil. En ég veit ekki hvort ég ætli fram ef hann gerir það ekki,“ segir Páll sem mun sitja límdur við sjónvarpsskjáinn á nýársdag. Hann tekur undir að ákvörðun hans um framboð standi og falli með Guðna. „Hann hefur verið frábær forseti og ég vona að hann haldi áfram fjögur ár í viðbót. Hann er að standa sig vel og ég sé engan í dag sem er betri en hann í þetta hlutverk. Þó maður geti verið uppfullur af egói þá er hann betri en bæði ég og þú í þetta embætti,“ segir Páll. Guðni hefur vakið athygli fyrir alþýðleika sinn. Hann tínir dósir á Álftanesi, stendur næturvaktina á fótboltamótum barnanna og notar buff eins og börnin. Páll segist ekki nota buff eins og Guðni. „Ég er ekki í buffinu. Guðni má eiga það skuldlaust. Það getur enginn toppað hann þar,“ segir Páll sem myndi snúa aftur heim á Álftanes, þar sem hann ólst upp, fari svo að hann nái kjöri einn daginn sem forseti Íslands.
Forseti Íslands Garðabær Forsetakosningar 2024 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Sjá meira