Sagður eyðileggja fyrir Grindvíkingum með hegðun sinni Kolbeinn Tumi Daðason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 18. desember 2023 10:55 Einhverjir Grindvíkingar hafa gist í húsum sínum undanfarnar nætur. vísir/Vilhelm Veitingamanni í Grindavík var hótað handtöku í gærkvöldi þegar hann ætlaði að gista í bænum í nótt. Lögreglukona sagði hann eyðileggja fyrir öðrum Grindvíkingum með hegðun sinni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mögulegt að Grindvíkingar fái að fara heim fyrir jól. Ólafur Benedikt Arnberg Þórðarson er fyrrverandi skipstjóri og nú veitingamaður í Grindavík. Óhætt er að segja að hann sé þreyttur á því að Grindvíkingar fái ekki að gista í heimabæ sínum á meðan jarðskjálftamælar hreyfist varla og líkur á eldgosi séu sagðar fara snarminnkandi. Hann ætlaði sér að sofa í húsi sínu í Grindavík með eiginkonu sinni í gærkvöldi. Hann hefur unnið þar að viðhaldi á veitingastað sínum og hóteli undanfarna daga athugasemdalaust. „Það kom lögreglumaður fyrst og annar óeinkennisklæddur með honum. Þeir ætluðu að vísa okkur út. Ég sagði bara nei, ég ætla ekki að fara,“ segir Ólafur Benedikt. Tekið þátt í öllum skjálftum frá 1968 „Ég hef verið að gista bæði á hótelinu mínu og hérna í nokkra daga. Það er ekkert að í Grindavík. Ég hef búið hérna síðan 1968, tekið þátt í öllum jarðskjálftum síðan. Þetta er bara orðið hlægilegt. Ég hef tekið þátt í þremur fyrirtækjafundum. Alls staðar talað um það að einhleypingar og barnlaus hjón gætu búið í sínum húsum því sem betur fer er ekki nema lítið brot af Grindavík sem er laskað.“ Hann hafi þverneitað að yfirgefa bæjarfélagið. „Svo komu tvær lögreglukonur með sama erindi. Ég sagði þeim að ég færi hvergi. Það er náttúrulega búið að opna Bláa lónið, þar eru fleiri hundruð manns í baði sem er eini hugsanlegi staðurinn þar sem getur gosið. Þær hlustuðu náttúrulega ekkert á það. Fóru og sögðust ætla að koma eftir klukkutíma. Þá skildi ég vera viðbúinn hverju sem er. Og að ég gerði mér grein fyrir því að ég væri að eyðileggja tækifæri Grindvíkinga til að fara heim til sín nokkurn tímann.“ Lögreglukonurnar sneru aftur skömmu síðar með handtökuheimild. Elt með blikkandi ljós „Þær voru kurteisar en farið að síga í brúninni á annarri. Þegar hún setti upp leðurhanska og hótaði mér handtöku þá sagði konan: „Við förum núna en komum örugglega aftur“. Svo fórum við bara. Lögreglan elti okkur austur að Krýsuvíkurafleggjara með blikkandi ljós á eftir okkur. Þetta er bara svo fáránlegt.“ Hann sér ekki annað fyrir sér en að vera í Grindavík um jólin. „Við erum að afpanta rútur sem hafa pantað veitingar frá okkur mörgum sinnum í viku. Tveir hópar eftir 29. og 30. desember. Það er búið að senda tölvupóst á lögreglunni og allt þetta apparat. Frá upphafi hefur ekki verið eitt einasta svar fyrir utan að Sigurður Bergmann hjá lögreglu hleypti okkru inn til að gá að eigum okkar. Þar fer einstakur ljúflingur,“ segir Ólafur Benedikt. Honum er ekki skemmt. „Þetta er til háborinnar helvítis skammar. Öll þessi upplýsingamiðlun sem átti að liggja fyrir. Hvar er hún? Hún er engin. Á öllum þessum fundum er talað um það sama. Það er engum svarað.“ Fleiri gisti í Grindavík Hann ætlar að skoða réttarstöðu sína í dag en hann er á leiðinni til Grindavíkur á nýjan leik. „Lögreglan er ekki að henda fleirum út. Ég veit það eru fleiri sem hafa gist, en það breytir ekki minni stöðu. Ég tekst á við hana og þá sér fólk hver réttarstaða þeirra er,“ segir Ólafur. „Ég vona bara að þessari vitleysu fari að ljúka. Það er sagt vera hættustig en jarðskjálftamælarnir sýna bara eina beina línu.“ Jól í Grindavík? Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu ekki loku fyrir skotið að Grindvíkingar haldi jól í heimabæ sínum. „Ég myndi telja að það væru líkur á að íbúar Grindavíkur gætu haldið jól í bænum miðað við stöðuna núna. Við verðum að bíða og sjá hvað veðurstofan segir í uppfærðu hættumatskorti á miðvikudag.“ Nánar verður rætt við Úlfar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Ólafur Benedikt Arnberg Þórðarson er fyrrverandi skipstjóri og nú veitingamaður í Grindavík. Óhætt er að segja að hann sé þreyttur á því að Grindvíkingar fái ekki að gista í heimabæ sínum á meðan jarðskjálftamælar hreyfist varla og líkur á eldgosi séu sagðar fara snarminnkandi. Hann ætlaði sér að sofa í húsi sínu í Grindavík með eiginkonu sinni í gærkvöldi. Hann hefur unnið þar að viðhaldi á veitingastað sínum og hóteli undanfarna daga athugasemdalaust. „Það kom lögreglumaður fyrst og annar óeinkennisklæddur með honum. Þeir ætluðu að vísa okkur út. Ég sagði bara nei, ég ætla ekki að fara,“ segir Ólafur Benedikt. Tekið þátt í öllum skjálftum frá 1968 „Ég hef verið að gista bæði á hótelinu mínu og hérna í nokkra daga. Það er ekkert að í Grindavík. Ég hef búið hérna síðan 1968, tekið þátt í öllum jarðskjálftum síðan. Þetta er bara orðið hlægilegt. Ég hef tekið þátt í þremur fyrirtækjafundum. Alls staðar talað um það að einhleypingar og barnlaus hjón gætu búið í sínum húsum því sem betur fer er ekki nema lítið brot af Grindavík sem er laskað.“ Hann hafi þverneitað að yfirgefa bæjarfélagið. „Svo komu tvær lögreglukonur með sama erindi. Ég sagði þeim að ég færi hvergi. Það er náttúrulega búið að opna Bláa lónið, þar eru fleiri hundruð manns í baði sem er eini hugsanlegi staðurinn þar sem getur gosið. Þær hlustuðu náttúrulega ekkert á það. Fóru og sögðust ætla að koma eftir klukkutíma. Þá skildi ég vera viðbúinn hverju sem er. Og að ég gerði mér grein fyrir því að ég væri að eyðileggja tækifæri Grindvíkinga til að fara heim til sín nokkurn tímann.“ Lögreglukonurnar sneru aftur skömmu síðar með handtökuheimild. Elt með blikkandi ljós „Þær voru kurteisar en farið að síga í brúninni á annarri. Þegar hún setti upp leðurhanska og hótaði mér handtöku þá sagði konan: „Við förum núna en komum örugglega aftur“. Svo fórum við bara. Lögreglan elti okkur austur að Krýsuvíkurafleggjara með blikkandi ljós á eftir okkur. Þetta er bara svo fáránlegt.“ Hann sér ekki annað fyrir sér en að vera í Grindavík um jólin. „Við erum að afpanta rútur sem hafa pantað veitingar frá okkur mörgum sinnum í viku. Tveir hópar eftir 29. og 30. desember. Það er búið að senda tölvupóst á lögreglunni og allt þetta apparat. Frá upphafi hefur ekki verið eitt einasta svar fyrir utan að Sigurður Bergmann hjá lögreglu hleypti okkru inn til að gá að eigum okkar. Þar fer einstakur ljúflingur,“ segir Ólafur Benedikt. Honum er ekki skemmt. „Þetta er til háborinnar helvítis skammar. Öll þessi upplýsingamiðlun sem átti að liggja fyrir. Hvar er hún? Hún er engin. Á öllum þessum fundum er talað um það sama. Það er engum svarað.“ Fleiri gisti í Grindavík Hann ætlar að skoða réttarstöðu sína í dag en hann er á leiðinni til Grindavíkur á nýjan leik. „Lögreglan er ekki að henda fleirum út. Ég veit það eru fleiri sem hafa gist, en það breytir ekki minni stöðu. Ég tekst á við hana og þá sér fólk hver réttarstaða þeirra er,“ segir Ólafur. „Ég vona bara að þessari vitleysu fari að ljúka. Það er sagt vera hættustig en jarðskjálftamælarnir sýna bara eina beina línu.“ Jól í Grindavík? Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu ekki loku fyrir skotið að Grindvíkingar haldi jól í heimabæ sínum. „Ég myndi telja að það væru líkur á að íbúar Grindavíkur gætu haldið jól í bænum miðað við stöðuna núna. Við verðum að bíða og sjá hvað veðurstofan segir í uppfærðu hættumatskorti á miðvikudag.“ Nánar verður rætt við Úlfar í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira