„Við erum í villta vestrinu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. desember 2023 21:31 Sigurður Hafþórsson er lögmaður Húseigendafélagsins. arnar halldórsson Lögmaður hjá Húseigendafélaginu kallar eftir skýrum lagaramma um hvað megi og megi ekki þegar kemur að Airbnb leigu í fjölbýli. Dæmi eru um að sorpmál séu í ólestri vegna gestagangs. Framkvæmd Airbnb hér á landi hefur árum saman verið mikið þrætuepli og meðal annars verið kallað eftir hertu eftirliti með starfseminni. Sorpmál í ólestri Ónæði sem fylgir leiguframkvæmdinni hefur ratað á borð kærunefndar og héraðsdóms. Dæmi eru um að leigjendur komi á öllum tímum sólarhrings með tilheyrandi ónæði fyrir nágranna auk þess sem dæmi eru um að sorphirðumenn fjarlægi ekki heimilissorp í fjölbýlishúsi þar sem ferðamenn sem leigja íbúð á Airbnb hafi flokkað með röngum hætti. „Mikið partístand að nóttu til, verið að draga ferðatöskur upp eftir stigum, verið að taka í hurðarhúna hjá eigendum, ruglast á íbúðum og annað slíkt þannig það er af öllu tagi,“ sagði Sigurður Hafþórsson, lögmaður hjá Húseigendafélaginu. Hægt að aðhafast Hann kallar eftir því að lagaramminn verði skýrður svo hægt sé að skera úr um hvað megi og hvað megi ekki en segir að ef Airbnb útleiga veldur nágrönnum óhóflegu ónæði geti eigendur eða húsfélagið aðhafst. „Látið banna þetta og eftir atvikum gengið lengra og jafnvel gert eiganda að selja og annað slíkt.“ Villta vestrið Kærunefnd húsamála hafi iðulega komist að því að ekki þurfi leyfi annarra í húsinu fyrir útleigu til skamms tíma. „Svo hefur héraðsdómur komist að því að það þurfi samþykki eigenda fyrir útleigu og það er byggt á ónæðisfaktor og það var gott að sínu leyti því það skýrði réttarstöðuna að vissu marki en því máli var áfrýjað til hæstaréttar sem vísaði málinu frá á grundvelli formsannmarka þannig við erum enn í villta vestrinu, hvað má og hvað má ekki og verðum að fá skýrari lög um það.“ Hann segir að með frumvarpi frá 2019 hafi staðið til að skýra þessi mál en að það hafi dagað uppi í þinginu og óvíst hvenær málið verði tekið fyrir. „Við teljum að allar bætur að þessu leyti myndu bæta réttarstöðu, hvað má og hvað ekki.“ Málefni fjölbýlishúsa Sorphirða Leigumarkaður Hús og heimili Airbnb Ferðamennska á Íslandi Nágrannadeilur Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Sjá meira
Framkvæmd Airbnb hér á landi hefur árum saman verið mikið þrætuepli og meðal annars verið kallað eftir hertu eftirliti með starfseminni. Sorpmál í ólestri Ónæði sem fylgir leiguframkvæmdinni hefur ratað á borð kærunefndar og héraðsdóms. Dæmi eru um að leigjendur komi á öllum tímum sólarhrings með tilheyrandi ónæði fyrir nágranna auk þess sem dæmi eru um að sorphirðumenn fjarlægi ekki heimilissorp í fjölbýlishúsi þar sem ferðamenn sem leigja íbúð á Airbnb hafi flokkað með röngum hætti. „Mikið partístand að nóttu til, verið að draga ferðatöskur upp eftir stigum, verið að taka í hurðarhúna hjá eigendum, ruglast á íbúðum og annað slíkt þannig það er af öllu tagi,“ sagði Sigurður Hafþórsson, lögmaður hjá Húseigendafélaginu. Hægt að aðhafast Hann kallar eftir því að lagaramminn verði skýrður svo hægt sé að skera úr um hvað megi og hvað megi ekki en segir að ef Airbnb útleiga veldur nágrönnum óhóflegu ónæði geti eigendur eða húsfélagið aðhafst. „Látið banna þetta og eftir atvikum gengið lengra og jafnvel gert eiganda að selja og annað slíkt.“ Villta vestrið Kærunefnd húsamála hafi iðulega komist að því að ekki þurfi leyfi annarra í húsinu fyrir útleigu til skamms tíma. „Svo hefur héraðsdómur komist að því að það þurfi samþykki eigenda fyrir útleigu og það er byggt á ónæðisfaktor og það var gott að sínu leyti því það skýrði réttarstöðuna að vissu marki en því máli var áfrýjað til hæstaréttar sem vísaði málinu frá á grundvelli formsannmarka þannig við erum enn í villta vestrinu, hvað má og hvað má ekki og verðum að fá skýrari lög um það.“ Hann segir að með frumvarpi frá 2019 hafi staðið til að skýra þessi mál en að það hafi dagað uppi í þinginu og óvíst hvenær málið verði tekið fyrir. „Við teljum að allar bætur að þessu leyti myndu bæta réttarstöðu, hvað má og hvað ekki.“
Málefni fjölbýlishúsa Sorphirða Leigumarkaður Hús og heimili Airbnb Ferðamennska á Íslandi Nágrannadeilur Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Sjá meira