Íslenski Atlantshafslaxinn nærri útrýmingarhættu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. desember 2023 16:32 Tíðindin koma fram á nýjum válista Alþjóðlegu Náttúruverndarsamtakanna sem gefinn var út í vikunni. Vísir/Vilhelm Íslenski Atlantshafslaxinn er nálægt því að vera í útrýmingarhættu, í fyrsta sinn, meðal annars vegna sjókvíaeldis. Þetta kemur fram á nýjum válista Alþjóðlegu Náttúruverndarsamtakanna sem gefinn var út í vikunni. Á þessum nýja válista kemur fram að af 160.000 dýrategundum sem þekktar séu um í heiminum, eru 44.000 dýrategundir nálægt útrýmingarhættu. Breska blaðið The Guardian beinir sjónum sínum sérstaklega að ferskvatnsfiski á þessu nýja lista og segir að fimmtungi allra tegunda sem lifi í fersku vatni sé ógnað vegna loftslagsbreytinga, eða rúmlega 3.000 tegundum af tæplega 15.000 tegundum sem til séu. Stofninum fækkað um 23 prósent Í skýrslunni kemur fram að menn hafi lengst af haft litlar sem engar áhyggjur af fiskum í fersku vatni, en að það hafi breyst snarlega á síðustu árum þar á með á meðal ástandinu á íslenska Atlantshafshafslaxinum, sem eins og landanum er kunnugt um, er lífæð íslenskra laxveiðiáa. Stofninum hafi fækkað um 23% og að hann hafi til að mynda horfið algerlega úr mörgum ám í Bretlandi. Þá fækkun megi fyrst og fremst rekja til loftslagsbreytinga, takmörkuðu laxins að uppeldisstöðvum síns vegna stíflna og ekki síst vegna aukins sjókvíaldeldis á borð við það sem Íslendingar þekkja í og við strendur landsins. Þrengi að Atlantshafslaxinum Þá kemur einnig fram að Kyrrahafslaxinn, sé orðinn frekur til fjörsins í Atlantshafi og þrengi að Atlantshafslaxinum. Í skýrslunni segir að tegundir ferskvatnsfiska séu um það bil jafnmargar og þær sem synda í sjónum. Það sé í raun stórmerkilegt miðað við að vistkerfi ferskvatns sé einungis um 1% af öllu vistkerfi vatns í heiminum. Þessar fiskitegundir séu því afskaplega mikilvægar vistkerfinu og milljónir manna eigi lífsafkomu sína undir veiðum á ferskvatnsfiski. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu stóð að Atlantshafslaxinn væri í stórfelldri útrýmingarhættu. Hið rétta er að hann er nálægt því að vera í útrýmingarhættu. Lax Fiskeldi Heilbrigðismál Loftslagsmál Sjókvíaeldi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Á þessum nýja válista kemur fram að af 160.000 dýrategundum sem þekktar séu um í heiminum, eru 44.000 dýrategundir nálægt útrýmingarhættu. Breska blaðið The Guardian beinir sjónum sínum sérstaklega að ferskvatnsfiski á þessu nýja lista og segir að fimmtungi allra tegunda sem lifi í fersku vatni sé ógnað vegna loftslagsbreytinga, eða rúmlega 3.000 tegundum af tæplega 15.000 tegundum sem til séu. Stofninum fækkað um 23 prósent Í skýrslunni kemur fram að menn hafi lengst af haft litlar sem engar áhyggjur af fiskum í fersku vatni, en að það hafi breyst snarlega á síðustu árum þar á með á meðal ástandinu á íslenska Atlantshafshafslaxinum, sem eins og landanum er kunnugt um, er lífæð íslenskra laxveiðiáa. Stofninum hafi fækkað um 23% og að hann hafi til að mynda horfið algerlega úr mörgum ám í Bretlandi. Þá fækkun megi fyrst og fremst rekja til loftslagsbreytinga, takmörkuðu laxins að uppeldisstöðvum síns vegna stíflna og ekki síst vegna aukins sjókvíaldeldis á borð við það sem Íslendingar þekkja í og við strendur landsins. Þrengi að Atlantshafslaxinum Þá kemur einnig fram að Kyrrahafslaxinn, sé orðinn frekur til fjörsins í Atlantshafi og þrengi að Atlantshafslaxinum. Í skýrslunni segir að tegundir ferskvatnsfiska séu um það bil jafnmargar og þær sem synda í sjónum. Það sé í raun stórmerkilegt miðað við að vistkerfi ferskvatns sé einungis um 1% af öllu vistkerfi vatns í heiminum. Þessar fiskitegundir séu því afskaplega mikilvægar vistkerfinu og milljónir manna eigi lífsafkomu sína undir veiðum á ferskvatnsfiski. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu stóð að Atlantshafslaxinn væri í stórfelldri útrýmingarhættu. Hið rétta er að hann er nálægt því að vera í útrýmingarhættu.
Lax Fiskeldi Heilbrigðismál Loftslagsmál Sjókvíaeldi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira