Listaverk úr grjóti hjá múrarameistara á Sauðárkróki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. desember 2023 20:31 Aðalsteinn J. Maríusson múrarameistari og handverksmaður á Sauðárkróki í bílskúrnum við heimili sitt, sem er eins og ævintýraheimur að komast í. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ævintýri líkast að komast inn í einn af bílskúrnum á Sauðárkróki því þar er 85 ára múrarameistari með steinasafnið sitt og annað spennandi handverk, sem hann er að fást við á hverju degi. Það er ævintýraheimur að komast í bílskúrinn hjá Aðalsteini J. Maríussyni og sjá allt það fallega handverk sem hann er að vinna, ekki síst úr grjóti. Svo er allt svo snyrtilegt og fínt í bílskúrnum, steinunum raðað upp á hillurnar og öðru handverki komið haganlega fyrir. Aðalsteinn hefur starfað við múrverk í 57 ára en þegar aldurinn fór að segja til sín ákvað hann að finna sér eitthvað til að dunda við og þá komu steinarnir við sögu, saga þá, slípa og gera fína. „Jú, þetta er alltaf jafn gaman. Hér er engin tími, maður lítur aldrei á klukku eða þess háttar. Það er alltaf eitthvað sem bíður og tíminn, manni finnst tíminn líða stundum of hratt, maður hefur ekki við að klára eða ljúka ákveðnum verkefnum, það er svoleiðis,” segir Aðalsteinn. Aðalsteinn ásamt eiginkonu sinni, Engilráð M. Sigurðardóttir, sem stendur eins og klettur við hlið mannsins síns í öllum þeim verkefnum, sem hann er að vinna að. Hún sér til dæmis um öll tölvumál og þess háttar samskipti við viðskiptavini.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og litlu fánastangirnar hjá Aðalsteini rjúka út eins og heitar lummur. „Það er granít steinn í þessu og í rauninni helgur steinn, þetta er afgangur, sem kom úr kirkjugarðinum. Svo er ég með íslenska steina, blágrýti líka í stöngunum úr fjörunni. Fjörusteinarnir eru mitt uppáhald líka, blágrýtið, það er nóg til að góðum steinum hér í Skagafirði,” bætir hann við. Fánastangirnar hjá Aðalsteini eru mjög vinsælar enda mjög fallegar og vel gerðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er ekki hægt að kveðja Aðalstein án þess að fá að sjá steinaklukkurnar hans aðeins, þær eru mjög fallegar og vinsælar í gjafir. „Ég er meðal annars með blágrýti í því, stundum röndótt, sem er mjög skemmtilegt. Svo bara kippir maður klukkunni úr og setur batterí í,” segir Aðalsteinn og bætir við að allir séu velkomnir í bílskúrinn hans til að skoða steinana eða annað, sem hann er að fást við skúrnum sínum. Aðalsteinn er alla daga eitthvað að bardúsa í bílskúrnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Aðalsteins þar sem hægt er að skoða verkin hans og fleira Skagafjörður Handverk Menning Eldri borgarar Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira
Það er ævintýraheimur að komast í bílskúrinn hjá Aðalsteini J. Maríussyni og sjá allt það fallega handverk sem hann er að vinna, ekki síst úr grjóti. Svo er allt svo snyrtilegt og fínt í bílskúrnum, steinunum raðað upp á hillurnar og öðru handverki komið haganlega fyrir. Aðalsteinn hefur starfað við múrverk í 57 ára en þegar aldurinn fór að segja til sín ákvað hann að finna sér eitthvað til að dunda við og þá komu steinarnir við sögu, saga þá, slípa og gera fína. „Jú, þetta er alltaf jafn gaman. Hér er engin tími, maður lítur aldrei á klukku eða þess háttar. Það er alltaf eitthvað sem bíður og tíminn, manni finnst tíminn líða stundum of hratt, maður hefur ekki við að klára eða ljúka ákveðnum verkefnum, það er svoleiðis,” segir Aðalsteinn. Aðalsteinn ásamt eiginkonu sinni, Engilráð M. Sigurðardóttir, sem stendur eins og klettur við hlið mannsins síns í öllum þeim verkefnum, sem hann er að vinna að. Hún sér til dæmis um öll tölvumál og þess háttar samskipti við viðskiptavini.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og litlu fánastangirnar hjá Aðalsteini rjúka út eins og heitar lummur. „Það er granít steinn í þessu og í rauninni helgur steinn, þetta er afgangur, sem kom úr kirkjugarðinum. Svo er ég með íslenska steina, blágrýti líka í stöngunum úr fjörunni. Fjörusteinarnir eru mitt uppáhald líka, blágrýtið, það er nóg til að góðum steinum hér í Skagafirði,” bætir hann við. Fánastangirnar hjá Aðalsteini eru mjög vinsælar enda mjög fallegar og vel gerðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er ekki hægt að kveðja Aðalstein án þess að fá að sjá steinaklukkurnar hans aðeins, þær eru mjög fallegar og vinsælar í gjafir. „Ég er meðal annars með blágrýti í því, stundum röndótt, sem er mjög skemmtilegt. Svo bara kippir maður klukkunni úr og setur batterí í,” segir Aðalsteinn og bætir við að allir séu velkomnir í bílskúrinn hans til að skoða steinana eða annað, sem hann er að fást við skúrnum sínum. Aðalsteinn er alla daga eitthvað að bardúsa í bílskúrnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Aðalsteins þar sem hægt er að skoða verkin hans og fleira
Skagafjörður Handverk Menning Eldri borgarar Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Sjá meira