Listaverk úr grjóti hjá múrarameistara á Sauðárkróki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. desember 2023 20:31 Aðalsteinn J. Maríusson múrarameistari og handverksmaður á Sauðárkróki í bílskúrnum við heimili sitt, sem er eins og ævintýraheimur að komast í. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ævintýri líkast að komast inn í einn af bílskúrnum á Sauðárkróki því þar er 85 ára múrarameistari með steinasafnið sitt og annað spennandi handverk, sem hann er að fást við á hverju degi. Það er ævintýraheimur að komast í bílskúrinn hjá Aðalsteini J. Maríussyni og sjá allt það fallega handverk sem hann er að vinna, ekki síst úr grjóti. Svo er allt svo snyrtilegt og fínt í bílskúrnum, steinunum raðað upp á hillurnar og öðru handverki komið haganlega fyrir. Aðalsteinn hefur starfað við múrverk í 57 ára en þegar aldurinn fór að segja til sín ákvað hann að finna sér eitthvað til að dunda við og þá komu steinarnir við sögu, saga þá, slípa og gera fína. „Jú, þetta er alltaf jafn gaman. Hér er engin tími, maður lítur aldrei á klukku eða þess háttar. Það er alltaf eitthvað sem bíður og tíminn, manni finnst tíminn líða stundum of hratt, maður hefur ekki við að klára eða ljúka ákveðnum verkefnum, það er svoleiðis,” segir Aðalsteinn. Aðalsteinn ásamt eiginkonu sinni, Engilráð M. Sigurðardóttir, sem stendur eins og klettur við hlið mannsins síns í öllum þeim verkefnum, sem hann er að vinna að. Hún sér til dæmis um öll tölvumál og þess háttar samskipti við viðskiptavini.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og litlu fánastangirnar hjá Aðalsteini rjúka út eins og heitar lummur. „Það er granít steinn í þessu og í rauninni helgur steinn, þetta er afgangur, sem kom úr kirkjugarðinum. Svo er ég með íslenska steina, blágrýti líka í stöngunum úr fjörunni. Fjörusteinarnir eru mitt uppáhald líka, blágrýtið, það er nóg til að góðum steinum hér í Skagafirði,” bætir hann við. Fánastangirnar hjá Aðalsteini eru mjög vinsælar enda mjög fallegar og vel gerðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er ekki hægt að kveðja Aðalstein án þess að fá að sjá steinaklukkurnar hans aðeins, þær eru mjög fallegar og vinsælar í gjafir. „Ég er meðal annars með blágrýti í því, stundum röndótt, sem er mjög skemmtilegt. Svo bara kippir maður klukkunni úr og setur batterí í,” segir Aðalsteinn og bætir við að allir séu velkomnir í bílskúrinn hans til að skoða steinana eða annað, sem hann er að fást við skúrnum sínum. Aðalsteinn er alla daga eitthvað að bardúsa í bílskúrnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Aðalsteins þar sem hægt er að skoða verkin hans og fleira Skagafjörður Handverk Menning Eldri borgarar Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira
Það er ævintýraheimur að komast í bílskúrinn hjá Aðalsteini J. Maríussyni og sjá allt það fallega handverk sem hann er að vinna, ekki síst úr grjóti. Svo er allt svo snyrtilegt og fínt í bílskúrnum, steinunum raðað upp á hillurnar og öðru handverki komið haganlega fyrir. Aðalsteinn hefur starfað við múrverk í 57 ára en þegar aldurinn fór að segja til sín ákvað hann að finna sér eitthvað til að dunda við og þá komu steinarnir við sögu, saga þá, slípa og gera fína. „Jú, þetta er alltaf jafn gaman. Hér er engin tími, maður lítur aldrei á klukku eða þess háttar. Það er alltaf eitthvað sem bíður og tíminn, manni finnst tíminn líða stundum of hratt, maður hefur ekki við að klára eða ljúka ákveðnum verkefnum, það er svoleiðis,” segir Aðalsteinn. Aðalsteinn ásamt eiginkonu sinni, Engilráð M. Sigurðardóttir, sem stendur eins og klettur við hlið mannsins síns í öllum þeim verkefnum, sem hann er að vinna að. Hún sér til dæmis um öll tölvumál og þess háttar samskipti við viðskiptavini.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og litlu fánastangirnar hjá Aðalsteini rjúka út eins og heitar lummur. „Það er granít steinn í þessu og í rauninni helgur steinn, þetta er afgangur, sem kom úr kirkjugarðinum. Svo er ég með íslenska steina, blágrýti líka í stöngunum úr fjörunni. Fjörusteinarnir eru mitt uppáhald líka, blágrýtið, það er nóg til að góðum steinum hér í Skagafirði,” bætir hann við. Fánastangirnar hjá Aðalsteini eru mjög vinsælar enda mjög fallegar og vel gerðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er ekki hægt að kveðja Aðalstein án þess að fá að sjá steinaklukkurnar hans aðeins, þær eru mjög fallegar og vinsælar í gjafir. „Ég er meðal annars með blágrýti í því, stundum röndótt, sem er mjög skemmtilegt. Svo bara kippir maður klukkunni úr og setur batterí í,” segir Aðalsteinn og bætir við að allir séu velkomnir í bílskúrinn hans til að skoða steinana eða annað, sem hann er að fást við skúrnum sínum. Aðalsteinn er alla daga eitthvað að bardúsa í bílskúrnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Facebooksíða Aðalsteins þar sem hægt er að skoða verkin hans og fleira
Skagafjörður Handverk Menning Eldri borgarar Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira