Sjáðu dramatíkina í dauðariðlinum og fleiri mörk úr Meistaradeildinni í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2023 08:01 Alessandro Florenzi og félagar í AC Milan fögnuðu sigri í leiklok í Newcastle en komust samt bara í Evrópudeildina því PSG náði í stig í Þýskalandi. Getty/Michael Steele Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lauk í gærkvöldi og nú er endanlega ljóst hvaða lið komust áfram í sextán liða úrslitin, hvaða lið enduðu í Evrópudeildinni og hvaða lið þurfa ekki að gera ráð fyrir neinum Evrópuleikjum eftir áramót. Paris Saint-Germain og Porto voru síðustu liðin til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum. Dramatíkin var mikil í Dauðariðlinum þar sem Newcastle komst yfir á móti AC Milan og var um tíma inn í sextán liða úrslitunum. AC Milan tókst að snúa leiknum við og tryggja sér 2-1 sigur á St. James Park. Joelinton skoraði mark Newcastle með frábæru skoti en Christian Pulisic og Samuel Chukwueze svöruðu fyrir AC Milan í seinni hálfleiknum. Klippa: Mörkin úr leik Newcastle og AC Milan Paris Saint-Germain var ekki í allt of góðum málum í sama riðli eftir að liðið lenti undir á móti Dortmund en tókst að jafna metin og þau úrslit dugðu franska liðinu til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum. Karim Adeyemi kom Dortmund yfir snemma í seinni hálfleik en Warren Zaïre-Emery jafnaði metin fimm mínútum síðar sem reyndist vera markið sem bjargaði Frökkunum á endanum. AC Milan komst í Evrópudeildina en Newcastle varð annað enska liðið á tveimur dögum sem kemst hvorki áfram í sextán liða úrslit né inn í Evrópudeildina. Það var líka hlutskipti Manchester United kvöldið áður. Klippa: Mörkin úr leik Dortmund og PSG Barcelona vann sinn riðil og það skipti ekki máli þótt að liðið tapaði 3-2 á móti botnliði Antwerpen í gær. Porto tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með 5-3 sigri á Shakhtar Donetsk í ótrúlegum átta marka leik. Ferran Torres og Marc Guiu skoruðu mörk Barcelona en fyrir Antwerpen skoruðu Arthur Vermeeren, Vincent Janssen og George Ilenikhena. Galeno skoraði tvö mörk fyrir Porto en hin mörkin skoruðu Mehdi Taremi, Pepe og Francisco Conceicao. Mörk úkraínska liðsins skoruðu þeir Danylo Sikan og Eguinaldo auk þess sem að þriðja markið var sjálfsmark. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr þessum þessum úr Meistaradeildinni í gær. Klippa: Mörkin úr leik Antwerpen og Barcelona Klippa: Mörkin úr leik Porto og Shakhtar Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Paris Saint-Germain og Porto voru síðustu liðin til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum. Dramatíkin var mikil í Dauðariðlinum þar sem Newcastle komst yfir á móti AC Milan og var um tíma inn í sextán liða úrslitunum. AC Milan tókst að snúa leiknum við og tryggja sér 2-1 sigur á St. James Park. Joelinton skoraði mark Newcastle með frábæru skoti en Christian Pulisic og Samuel Chukwueze svöruðu fyrir AC Milan í seinni hálfleiknum. Klippa: Mörkin úr leik Newcastle og AC Milan Paris Saint-Germain var ekki í allt of góðum málum í sama riðli eftir að liðið lenti undir á móti Dortmund en tókst að jafna metin og þau úrslit dugðu franska liðinu til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum. Karim Adeyemi kom Dortmund yfir snemma í seinni hálfleik en Warren Zaïre-Emery jafnaði metin fimm mínútum síðar sem reyndist vera markið sem bjargaði Frökkunum á endanum. AC Milan komst í Evrópudeildina en Newcastle varð annað enska liðið á tveimur dögum sem kemst hvorki áfram í sextán liða úrslit né inn í Evrópudeildina. Það var líka hlutskipti Manchester United kvöldið áður. Klippa: Mörkin úr leik Dortmund og PSG Barcelona vann sinn riðil og það skipti ekki máli þótt að liðið tapaði 3-2 á móti botnliði Antwerpen í gær. Porto tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með 5-3 sigri á Shakhtar Donetsk í ótrúlegum átta marka leik. Ferran Torres og Marc Guiu skoruðu mörk Barcelona en fyrir Antwerpen skoruðu Arthur Vermeeren, Vincent Janssen og George Ilenikhena. Galeno skoraði tvö mörk fyrir Porto en hin mörkin skoruðu Mehdi Taremi, Pepe og Francisco Conceicao. Mörk úkraínska liðsins skoruðu þeir Danylo Sikan og Eguinaldo auk þess sem að þriðja markið var sjálfsmark. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr þessum þessum úr Meistaradeildinni í gær. Klippa: Mörkin úr leik Antwerpen og Barcelona Klippa: Mörkin úr leik Porto og Shakhtar
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira