„Þetta snýst bara um skynsemi“ Jón Þór Stefánsson skrifar 13. desember 2023 20:45 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, líkir ástandinu við lélega bíómynd. Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins, segir verkfall flugumferðarstjóra, sem hefst á ný í nótt, búa til aðstæður sem minni á lélega bíómynd. „Til skemmri tíma eru áhrifin veruleg. Á morgun eru sex flugumferðarstjórar að loka landinu í nótt og á morgun. Þetta hefur áhrif á sextíu flugferðir hjá okkur og um það bil 8300 farþega, sem eru flestir að leið að hitta ástvini og fjölskyldu, eða á leið í langþráð frí sem er kannski búið að safna fyrir allt árið. Þetta hefur veruleg á þetta fólk.“ Bogi segir tímasetninguna „hrikalega óheppilega“ rétt fyrir jól og eftir áskoranir á borð við Covid, erfiðleika á Reykjanesbrautinni, og jarðhræringar á Reykjanesskaga. Aðspurður um hver beri ábyrgð á deilunni viðurkennir Bogi að það séu samningsaðilar. „En við erum stödd á Íslandi í dag, og það er ákveðið ástand á Íslandi. Það er mjög há verðbólga og háir vextir. Við viljum öll komast úr þeirri stöðu. Við komumst ekki úr henni nema fyrirtækin ráði við launahækkanir, að þær séu ekki umfram framleiðni þeirra. Þetta snýst bara um skynsemi.“ Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Félag íslenskra flugumferðastjóra krefðist 25 prósenta launahækkunar. Arnar Hjálmsson, formaður félagsins, hafnaði því í samtali við fréttastofu. „Við erum ekki að biðja um 25 prósent launahækkun. Það getur vel verið að SA geti leikið sér að þessum tölum eins og þeir vilja, og fengið út 25 prósent með því að leggja þær allar saman,“ sagði Arnar Bogi virðist lesa úr þessum ummælum að kröfurnar væru um það bil 25 prósent launahækkun, og segir að kerfið ráði ekki við slíka hækkun. „Þetta er fáránleg staða að vera í núna, eftir allt sem á undan er gengið.“ Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Icelandair Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Til skemmri tíma eru áhrifin veruleg. Á morgun eru sex flugumferðarstjórar að loka landinu í nótt og á morgun. Þetta hefur áhrif á sextíu flugferðir hjá okkur og um það bil 8300 farþega, sem eru flestir að leið að hitta ástvini og fjölskyldu, eða á leið í langþráð frí sem er kannski búið að safna fyrir allt árið. Þetta hefur veruleg á þetta fólk.“ Bogi segir tímasetninguna „hrikalega óheppilega“ rétt fyrir jól og eftir áskoranir á borð við Covid, erfiðleika á Reykjanesbrautinni, og jarðhræringar á Reykjanesskaga. Aðspurður um hver beri ábyrgð á deilunni viðurkennir Bogi að það séu samningsaðilar. „En við erum stödd á Íslandi í dag, og það er ákveðið ástand á Íslandi. Það er mjög há verðbólga og háir vextir. Við viljum öll komast úr þeirri stöðu. Við komumst ekki úr henni nema fyrirtækin ráði við launahækkanir, að þær séu ekki umfram framleiðni þeirra. Þetta snýst bara um skynsemi.“ Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Félag íslenskra flugumferðastjóra krefðist 25 prósenta launahækkunar. Arnar Hjálmsson, formaður félagsins, hafnaði því í samtali við fréttastofu. „Við erum ekki að biðja um 25 prósent launahækkun. Það getur vel verið að SA geti leikið sér að þessum tölum eins og þeir vilja, og fengið út 25 prósent með því að leggja þær allar saman,“ sagði Arnar Bogi virðist lesa úr þessum ummælum að kröfurnar væru um það bil 25 prósent launahækkun, og segir að kerfið ráði ekki við slíka hækkun. „Þetta er fáránleg staða að vera í núna, eftir allt sem á undan er gengið.“
Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Icelandair Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira