Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.

Mikil röskun verður á flugi þegar verkfall flugumferðarstjóra skellur aftur á nótt. Við ræðum málið í fréttatímanum okkar klukkan 18:30 við Sigurð Inga Jóhannesson innviðaráðherra sem vill að deiluaðilar leysi málið sem fyrst. Við tölum líka við Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair um áhrif verkfallsins í beinni útsendingu.

Við fjöllum einnig um að hjálparbeiðnum hafi fjölgað mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar en dýrtíð hittir marga illa. Félagsráðgjafi segir neyðina í samfélaginu gríðarlega.

Þá ræðum við lokayfirlýsingu loftlagsráðstefnunnar Cop28 við varaformann Landverndar en deildar meiningar eru um ágæti hennar.

Við skoðum hvernig veðrið verður næstu daga en búast má við lægðum og rigningu og lítum við á tónleikum Söngskólans í Reykjavík.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×