Ísland mætir Serbíu í umspilinu en óvíst hvar Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2023 12:00 Íslenska landsliðið tryggði sér sæti í umspilinu, og forðaðist beint fall í B-deild, með sigri gegn Wales á dögunum sem liðið fylgdi svo eftir með sætum sigri á Danmörku. EPA-EFE/Johnny Pedersen Í dag kom í ljós hvaða lið verður andstæðingur stelpnanna okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í lok febrúar, í umspilinu í Þjóðadeild UEFA. Dregið var í dag í umspil um sæti í A- og B-deildum Þjóðadeildarinnar, sem og í fjögurra liða úrslit keppninnar. Það fyrsta sem kom í ljós var að Ísland mætir Serbíu. Serbar eru í 23. sæti Evrópuþjóða á styrkleikalista FIFA en Ísland er í 9. sætinu. Ísland hefur mætt Serbíu sex sinnum og alltaf fagnað sigri. Liðin hafa hins vegar ekki mæst síðan árið 2014 en þá vann Ísland 9-1 sigur. Ísland er ein af fjórum þjóðum sem enduðu í 3. sæti síns riðils í A-deild Þjóðadeildarinnar. Hinar eru Belgía, Noregur og Svíþjóð. Þessar þjóðir drógust svo gegn liðunum sem enduðu í 2. sæti riðlanna í B-deild, sem eru Bosnía, Króatía, Ungverjaland og Serbía, og spila þessar þjóðir um sæti í A-deild á næsta ári. Umspilið um sæti í A-deild 2024: Serbía – Ísland Ungverjaland - Belgía Bosnía – Svíþjóð Króatía - Noregur Ísland mun leika fyrri leik sinn í umspilinu á útivelli 21. febrúar, og á heimaleik 28. febrúar en óljóst er hvar sá leikur fer fram. Stjórn KSÍ ákvað á dögunum að biðja um leyfi hjá UEFA til að leikurinn færi fram erlendis, vegna vallarmála á Íslandi. Eini völlurinn með lögleg flóðljós hér á landi er Laugardalsvöllur sem ekki er leikfær í febrúar, en mögulegt væri að spila á gervigrasvelli ef hægt væri að spila snemma dags og veðurskilyrði yrðu í lagi. Frakkar og Spánverjar á heimavelli í undanúrslitum Frakkland, Holland, Þýskaland og Spánn unnu sína riðla í A-deild Þjóðadeildarinnar og spila því í úrslitum keppninnar, um nýjan verðlaunagrip í þessari nýju keppni. Þrjú þessara liða fara svo á Ólympíuleikana í París næsta sumar en þar af eru Frakkar sem eru með öruggt sæti á ÓL sem gestgjafar. Spánn og Frakkland fengu heimaleik í undanúrslitum keppninnar, og Spánn eða Holland verður svo á heimavelli í úrslitaleiknum. Úrslit Þjóðadeildarinnar: Spánn - Holland Frakkland - Þýskaland Í dag var einnig dregið um það hvaða lið mætast í umspili á milli liða úr B- og C-deild, þar sem leikið verður um sæti í B-deild á næsta ári. Umspilið um sæti í B-deild 2024: Lettland – Slóvakía Svartfjallaland – Norður-Írland Búlgaría - Úkraína Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Dregið var í dag í umspil um sæti í A- og B-deildum Þjóðadeildarinnar, sem og í fjögurra liða úrslit keppninnar. Það fyrsta sem kom í ljós var að Ísland mætir Serbíu. Serbar eru í 23. sæti Evrópuþjóða á styrkleikalista FIFA en Ísland er í 9. sætinu. Ísland hefur mætt Serbíu sex sinnum og alltaf fagnað sigri. Liðin hafa hins vegar ekki mæst síðan árið 2014 en þá vann Ísland 9-1 sigur. Ísland er ein af fjórum þjóðum sem enduðu í 3. sæti síns riðils í A-deild Þjóðadeildarinnar. Hinar eru Belgía, Noregur og Svíþjóð. Þessar þjóðir drógust svo gegn liðunum sem enduðu í 2. sæti riðlanna í B-deild, sem eru Bosnía, Króatía, Ungverjaland og Serbía, og spila þessar þjóðir um sæti í A-deild á næsta ári. Umspilið um sæti í A-deild 2024: Serbía – Ísland Ungverjaland - Belgía Bosnía – Svíþjóð Króatía - Noregur Ísland mun leika fyrri leik sinn í umspilinu á útivelli 21. febrúar, og á heimaleik 28. febrúar en óljóst er hvar sá leikur fer fram. Stjórn KSÍ ákvað á dögunum að biðja um leyfi hjá UEFA til að leikurinn færi fram erlendis, vegna vallarmála á Íslandi. Eini völlurinn með lögleg flóðljós hér á landi er Laugardalsvöllur sem ekki er leikfær í febrúar, en mögulegt væri að spila á gervigrasvelli ef hægt væri að spila snemma dags og veðurskilyrði yrðu í lagi. Frakkar og Spánverjar á heimavelli í undanúrslitum Frakkland, Holland, Þýskaland og Spánn unnu sína riðla í A-deild Þjóðadeildarinnar og spila því í úrslitum keppninnar, um nýjan verðlaunagrip í þessari nýju keppni. Þrjú þessara liða fara svo á Ólympíuleikana í París næsta sumar en þar af eru Frakkar sem eru með öruggt sæti á ÓL sem gestgjafar. Spánn og Frakkland fengu heimaleik í undanúrslitum keppninnar, og Spánn eða Holland verður svo á heimavelli í úrslitaleiknum. Úrslit Þjóðadeildarinnar: Spánn - Holland Frakkland - Þýskaland Í dag var einnig dregið um það hvaða lið mætast í umspili á milli liða úr B- og C-deild, þar sem leikið verður um sæti í B-deild á næsta ári. Umspilið um sæti í B-deild 2024: Lettland – Slóvakía Svartfjallaland – Norður-Írland Búlgaría - Úkraína
Umspilið um sæti í A-deild 2024: Serbía – Ísland Ungverjaland - Belgía Bosnía – Svíþjóð Króatía - Noregur
Umspilið um sæti í B-deild 2024: Lettland – Slóvakía Svartfjallaland – Norður-Írland Búlgaría - Úkraína
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira