Vignir Vatnar Íslandsmeistari í hraðskák Bjarki Sigurðsson skrifar 9. desember 2023 17:48 Vignir Vatnar Stefánsson er nú Íslandsmeistari í skák og hraðskák. skák.is Vignir Vatnar Stefánsson er nýr Íslandsmeistari í hraðskák en mótið fór fram í höfuðstöðvum Landsbankans í dag. Um það bil níutíu skákmenn kepptu um titilinn. Íslandsmótið í hraðskák fór fram í nýjum höfuðstöðvum Landsbankans í dag. Mótið fór fram í tuttugasta skiptið og voru margir af bestu skákmönnum Íslands mættir til að tefla. Leiknar voru þrettán umferðir þar sem hver keppandi hafði þrjár mínútur á klukkunni. Fyrir hvern leik bættust svo tvær sekúndur við og hver skák allt að tíu mínútna löng. Keppendur voru á öllum aldri og stóðu sig með prýði. „Hérna eru eiginlega allir sterkustu skákmenn landsins sem eiga heimangengt,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Klippa: Nýr Íslandsmeistari í hraðskák Og hvernig hefur þetta gengið? „Þetta hefur gengið gríðarlega vel fyrir sig, gaman að tefla á nýjum og glæsilegum stað,“ segir Gunnar. Gunnar Björnsson er forseti Skáksambands Íslands.Vísir/Steingrímur Dúi Hann segir skákhreyfinguna finna fyrir auknum áhuga. „Við finnum aukinn áhuga á skákinni, og eins og þetta mót, það er metþátttaka á þessu móti. Og það er metþátttaka á flestum mótum og við reynum að halda straumnum hjá okkur,“ segir Gunnar. Og það hefur gengið ágætlega? „Það hefur gengið ágætlega, auðvitað vill maður alltaf meira en það hefur gengið almennt ágætlega,“ segir Gunnar. Leikar enduðu svo að Vignir Vatnar Stefánsson vann mótið með 12 og hálfan vinning af þrettán. Vignir, sem er yngsti stórmeistari Íslands, er einnig Íslandsmeistari í venjulegri skák. Hjörvar Steinn Grétarsson, ríkjandi meistari í atskák og slembiskák gat ekki teflt í dag en hann varð íslandsmeistari í hraðskák í fyrra. Eina skákin sem Vignir vann ekki var gegn Birni Þorfinnssyni í áttundu umferð. Í öðru sæti varð Jón Viktor Gunnarsson með tíu vinninga og téður Björn í því þriðja með níu og hálfan vinning. Björn Þorfinnsson. Skák Tengdar fréttir Vignir Vatnar vinnur Vignir Vatnar Stefánsson sigraði kólumbískan andstæðing sinn í fyrstu skák sinni á heimsmeistaramóti áhugamanna í Rúmeníu í gær. 23. apríl 2013 07:25 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Sjá meira
Íslandsmótið í hraðskák fór fram í nýjum höfuðstöðvum Landsbankans í dag. Mótið fór fram í tuttugasta skiptið og voru margir af bestu skákmönnum Íslands mættir til að tefla. Leiknar voru þrettán umferðir þar sem hver keppandi hafði þrjár mínútur á klukkunni. Fyrir hvern leik bættust svo tvær sekúndur við og hver skák allt að tíu mínútna löng. Keppendur voru á öllum aldri og stóðu sig með prýði. „Hérna eru eiginlega allir sterkustu skákmenn landsins sem eiga heimangengt,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. Klippa: Nýr Íslandsmeistari í hraðskák Og hvernig hefur þetta gengið? „Þetta hefur gengið gríðarlega vel fyrir sig, gaman að tefla á nýjum og glæsilegum stað,“ segir Gunnar. Gunnar Björnsson er forseti Skáksambands Íslands.Vísir/Steingrímur Dúi Hann segir skákhreyfinguna finna fyrir auknum áhuga. „Við finnum aukinn áhuga á skákinni, og eins og þetta mót, það er metþátttaka á þessu móti. Og það er metþátttaka á flestum mótum og við reynum að halda straumnum hjá okkur,“ segir Gunnar. Og það hefur gengið ágætlega? „Það hefur gengið ágætlega, auðvitað vill maður alltaf meira en það hefur gengið almennt ágætlega,“ segir Gunnar. Leikar enduðu svo að Vignir Vatnar Stefánsson vann mótið með 12 og hálfan vinning af þrettán. Vignir, sem er yngsti stórmeistari Íslands, er einnig Íslandsmeistari í venjulegri skák. Hjörvar Steinn Grétarsson, ríkjandi meistari í atskák og slembiskák gat ekki teflt í dag en hann varð íslandsmeistari í hraðskák í fyrra. Eina skákin sem Vignir vann ekki var gegn Birni Þorfinnssyni í áttundu umferð. Í öðru sæti varð Jón Viktor Gunnarsson með tíu vinninga og téður Björn í því þriðja með níu og hálfan vinning. Björn Þorfinnsson.
Skák Tengdar fréttir Vignir Vatnar vinnur Vignir Vatnar Stefánsson sigraði kólumbískan andstæðing sinn í fyrstu skák sinni á heimsmeistaramóti áhugamanna í Rúmeníu í gær. 23. apríl 2013 07:25 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Sjá meira
Vignir Vatnar vinnur Vignir Vatnar Stefánsson sigraði kólumbískan andstæðing sinn í fyrstu skák sinni á heimsmeistaramóti áhugamanna í Rúmeníu í gær. 23. apríl 2013 07:25