Vignir sextándi stórmeistari Íslands: „Þurfti eitthvað rugl á borðið“ Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2023 14:01 Vignir Vatnar Stefánsson er sextándi stórmeistari Íslands. skák.is „Ég er í skýjunum. Maður er búinn að bíða eftir þessum degi nánast frá 2010. Þetta er draumurinn,“ segir hinn tvítugi Vignir Vatnar Stefánsson sem í dag varð sextándi stórmeistari Íslands í skák. „Það er alveg sama hversu lélegur ég verð úr þessu, ég verð alltaf stórmeistari,“ segir Vignir laufléttur í bragði í samtali við Vísi. Vignir náði þessum risastóra áfanga á móti í Serbíu en viðurkennir að hafa verið orðinn svartsýnn þegar ljóst var að hann þyrfti að vinna tvær síðustu skákirnar til að það tækist. Í gær vann hann serbneska stórmeistarann Miodrag Savic og svo gríska alþjóðlega meistarann Dimitris Alexakis í skrautlegri skák í dag, að sögn Vignis. „Það er ár síðan að ég náði síðasta áfanga að þessum titli svo að ég er búinn að vera svolítið lengi að þessu. Maður er búinn að vera að æfa sig á fullu en ég bjóst ekkert við neinu þegar þetta small svo allt í einu hérna,“ segir Vignir. „Þá vissi ég að þetta væri skrifað í skýin“ „Ég var eiginlega með koltapaða skák í gær en í einhverju tímahraki grísaði ég á sigur. Þá vissi ég að þetta væri skrifað í skýin og að ég myndi klára þetta. En ég hefði alveg getað tapað í gær og í dag var þetta í raun bara algjör steypa. Ég var með svart og þurfti bara eitthvað rugl á borðið, og hann lék svo af sér í þessu rugli,“ segir Vignir. Í stuttu máli sagt þurfa skákmenn að ná 2.500 alþjóðlegum skákstigum (FIDE-stigum) og sýna á þremur mótum að þeir standi undir þeim titli að vera stórmeistari, til að fá þá nafnbót. „Mig langaði að klára þetta 19 ára. Það væri miklu kúlaðra. En ég er nýorðinn tvítugur,“ segir Vignir léttur en hér að neðan má sjá þá Íslendinga sem orðið hafa stórmeistarar. Við þennan hóp má bæta Bobby Fischer, sem hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2005 en tefldi aldrei fyrir Íslands hönd, og þá varð Lenka Ptácníková, sem hlaut ríkisborgararétt árið 2004, stórmeistari kvenna sama ár. Íslenskir stórmeistarar í skák í tímaröð: Friðrik Ólafsson (1958) Guðmundur Sigurjónsson (1975) Helgi Ólafsson (1985) Jóhann Hjartarson (1985) Margeir Pétursson (1986) Jón L. Árnason (1986) Hannes Hlífar Stefánsson (1993) Helgi Áss Grétarsson (1994) Þröstur Þórhallsson (1996) Henrik Danielsen (2006) Héðinn Steingrímsson (2007) Stefán Kristjánsson (2011) Hjörvar Steinn Grétarsson (2013) Bragi Þorfinnsson (2018) Guðmundur Kjartansson (2021) Vignir Vatnar Stefánsson Mun alltaf skrifa GM á undan nafninu Ljóst er að stórmeistaratitillinn er Vigni aðeins hvatning til að ná enn lengra: „Ég geri fátt annað en að tefla. Það fer allur tími sem ég hef í skákina og þetta verður vonandi vinnan mín næstu ár. Ég ætla mér langt, það fer ekki á milli mála,“ segir Vignir. Hann hlær og tekur undir, aðspurður hvort að hann muni ekki óspart nýta sér það að geta kallað sig stórmeistara: „Alltaf þegar ég þarf að skrifa nafnið mitt einhvers staðar þá mun ég skrifa GM [Grandmaster] á undan. Það er alveg staðfest. Ég er ekki að fara að sleppa því.“ Skák Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Joshua kjálkabraut Paul Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
„Það er alveg sama hversu lélegur ég verð úr þessu, ég verð alltaf stórmeistari,“ segir Vignir laufléttur í bragði í samtali við Vísi. Vignir náði þessum risastóra áfanga á móti í Serbíu en viðurkennir að hafa verið orðinn svartsýnn þegar ljóst var að hann þyrfti að vinna tvær síðustu skákirnar til að það tækist. Í gær vann hann serbneska stórmeistarann Miodrag Savic og svo gríska alþjóðlega meistarann Dimitris Alexakis í skrautlegri skák í dag, að sögn Vignis. „Það er ár síðan að ég náði síðasta áfanga að þessum titli svo að ég er búinn að vera svolítið lengi að þessu. Maður er búinn að vera að æfa sig á fullu en ég bjóst ekkert við neinu þegar þetta small svo allt í einu hérna,“ segir Vignir. „Þá vissi ég að þetta væri skrifað í skýin“ „Ég var eiginlega með koltapaða skák í gær en í einhverju tímahraki grísaði ég á sigur. Þá vissi ég að þetta væri skrifað í skýin og að ég myndi klára þetta. En ég hefði alveg getað tapað í gær og í dag var þetta í raun bara algjör steypa. Ég var með svart og þurfti bara eitthvað rugl á borðið, og hann lék svo af sér í þessu rugli,“ segir Vignir. Í stuttu máli sagt þurfa skákmenn að ná 2.500 alþjóðlegum skákstigum (FIDE-stigum) og sýna á þremur mótum að þeir standi undir þeim titli að vera stórmeistari, til að fá þá nafnbót. „Mig langaði að klára þetta 19 ára. Það væri miklu kúlaðra. En ég er nýorðinn tvítugur,“ segir Vignir léttur en hér að neðan má sjá þá Íslendinga sem orðið hafa stórmeistarar. Við þennan hóp má bæta Bobby Fischer, sem hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2005 en tefldi aldrei fyrir Íslands hönd, og þá varð Lenka Ptácníková, sem hlaut ríkisborgararétt árið 2004, stórmeistari kvenna sama ár. Íslenskir stórmeistarar í skák í tímaröð: Friðrik Ólafsson (1958) Guðmundur Sigurjónsson (1975) Helgi Ólafsson (1985) Jóhann Hjartarson (1985) Margeir Pétursson (1986) Jón L. Árnason (1986) Hannes Hlífar Stefánsson (1993) Helgi Áss Grétarsson (1994) Þröstur Þórhallsson (1996) Henrik Danielsen (2006) Héðinn Steingrímsson (2007) Stefán Kristjánsson (2011) Hjörvar Steinn Grétarsson (2013) Bragi Þorfinnsson (2018) Guðmundur Kjartansson (2021) Vignir Vatnar Stefánsson Mun alltaf skrifa GM á undan nafninu Ljóst er að stórmeistaratitillinn er Vigni aðeins hvatning til að ná enn lengra: „Ég geri fátt annað en að tefla. Það fer allur tími sem ég hef í skákina og þetta verður vonandi vinnan mín næstu ár. Ég ætla mér langt, það fer ekki á milli mála,“ segir Vignir. Hann hlær og tekur undir, aðspurður hvort að hann muni ekki óspart nýta sér það að geta kallað sig stórmeistara: „Alltaf þegar ég þarf að skrifa nafnið mitt einhvers staðar þá mun ég skrifa GM [Grandmaster] á undan. Það er alveg staðfest. Ég er ekki að fara að sleppa því.“
Íslenskir stórmeistarar í skák í tímaröð: Friðrik Ólafsson (1958) Guðmundur Sigurjónsson (1975) Helgi Ólafsson (1985) Jóhann Hjartarson (1985) Margeir Pétursson (1986) Jón L. Árnason (1986) Hannes Hlífar Stefánsson (1993) Helgi Áss Grétarsson (1994) Þröstur Þórhallsson (1996) Henrik Danielsen (2006) Héðinn Steingrímsson (2007) Stefán Kristjánsson (2011) Hjörvar Steinn Grétarsson (2013) Bragi Þorfinnsson (2018) Guðmundur Kjartansson (2021) Vignir Vatnar Stefánsson
Skák Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Joshua kjálkabraut Paul Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira